24 stundir - 15.03.2008, Page 10

24 stundir - 15.03.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Laugavegi 174 sími 590 5040 www.bilathing.is Kletthálsi 11 sími 590 5040 bilathing@bilathing.is Opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga MITSUBISHI DAGAR! Mitsubishi dagarnir eru ennþá í fullum gangi í Bílaþingi HEKLU. Notaðu tækifærið og gerðu frábær kaup á nýlegum Mitsubishi. Komdu á Klettháls og skoðaðu glæsilegt úrval gæðabíla af öllum stærðum og gerðum. Pajero Sport Colt Nýskráður ágúst 2002 Beinskiptur Ekinn 107.000 km Ásett verð: 1.990.000,- Tilboðsverð: 1.590.000,- Nýskráður mars 2006 Beinskiptur Ekinn 42.000 km Ásett verð: 1.150.000,- Tilboðsverð: 950.000,- Lancer Pajero Sport Nýskráður desember 2003 Sjálfskiptur Ekinn 73.000 km Ásett verð: 1.190.000,- Tilboðsverð: 890.000,- Nýskráður júní 2001 Sjálfskiptur Ekinn 134.000 km Ásett verð: 1.230.000,- Tilboðsverð: 990.000,- Lancer Outlander Nýskráður febrúar 2005 Beinskiptur Ekinn 48.000 km Ásett verð: 1.490.000,- Tilboðsverð: 1.190.000,- · A LLT AÐ 100% FJÁRM ÖGN U N · ALLTAÐ100%F JÁR M ÖG N U N FJÁRMÖGNUN 100% Danskur dómstóll hefur sýkn- að 26 manns af ákæru um brot gegn valdstjórninni í mót- mælunum um Ungdómshúsið á Nørrebro í Kaupmannahöfn í fyrra. Saksóknari hefur þegar áfrýjað dómnum. Sakborningar tóku þátt í mót- mælaaðgerðum en voru þó ekki staðnir að því að kasta grjóti að lögreglu. Fólkið var þó ákært fyrir að raska al- mannafriði, brot gegn vald- stjórn og gróft ofbeldi. Í ákæru kom fram að fólkið hefði skýlt þeim sem grýttu lögregluna. aí Óeirðirnar á Nørrebro Fjöldi manns sýknaður STUTT ● Uppþot Hundruð Kosovo- Serba tóku yfir dómhús Samein- uðu þjóðanna í borginni Mitro- vica í Kosovo í gær, og drógu serbneska fánann að húni í stað fána SÞ við byggingarnar. ● Vændishús Elsta vændishús- inu í rauða hverfinu í Ham- borg verður lokað innan tíðar vegna skorts á viðskiptavinum. Hotel Luxor var stofnsett 1948 en hefur verið selt fjárfesti sem ætlar ekki að halda rekstrinum áfram. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, varði í gær þá stefnu flokks síns að gera fyrir- komulag fæðingarorlofs í Bretlandi sveigjanlegra en nú er, þannig að feður og mæður geti tekið orlof samtímis. Cameron sagði tillögu sína miða að því að gera Bretland fjölskylduvænna og stuðla að bættu sambandi foreldra. Ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins hefur þegar tekið ákvörðun um að lengja fæðingarorlof í 52 vikur árið 2010. Samkvæmt nýja kerfinu geta foreldrar svo sjálfir ákveðið eftir 26 vikur hvort móðirin eða faðirinn verður heima með barnið. Íhaldsmenn vilja frekar gera or- lofið sveigjanlegra, þannig að for- eldrar geti skipt orlofinu eins og þeir sjálfir vilja. Markmiðið sé að gera Bretland að fjölskylduvænsta ríki í heimi. Launamunur kynjanna Cameron segir íhaldsmenn vilja gera fyrirkomulagið mun sveigjan- legra. „Ef móðirin og faðirinn vilja vera saman í orlofi í upphafi, leyfið þeim það. Ekki segja að konan verði að taka fyrstu 26 vikurnar.“ Cameron segist auk þess fullviss um að sveigjanlegt kerfi hjálpi til við að draga úr launamuni kynjanna. „Konur komast margar ekki í hærra launuð störf þar sem ætlast er til að þær taki allt orlofið þegar nýtt barn kemur í heiminn.“ Bæði heima Hugmyndir breskra íhalds- manna gera ráð fyrir að konan skuli vera heima fyrstu fjórtán vik- ur barnsins, þar sem viðurkennt er að það hafi jákvæð áhrif á heilsu barns og tengslamyndun barns og móður. Síðustu 38 vikurnar gætu svo skipst milli foreldra, þannig að móðirin gæti snúið aftur á vinnu- markaðinn eða báðir foreldrarnir verið saman heima í allt að 26 vik- ur. Breytingarnar myndu veita feðrum tækifæri til að taka aukinn þátt í uppeldi barnsins og styrkja samband foreldra með því að gera þeim kleift að vera saman heima með barnið. Draugar fortíðar John Hutton, viðskiptaráðherra Bretlands, segir erfitt að treysta íhaldsmönnum þegar kemur að málefnum fjölskyldunnar, þar sem þeir hafi verið andvígir lengingu fæðingarorlofs í fortíðinni. Þá sýni tillögur íhaldsmanna að Cameron sé ekki í nokkrum takti við þann raunveruleika sem almenningur í Bretlandi búi við. „Hvort sem það er móðirin eða faðirinn sem er heima, þá þarf meirihluti fjöl- skyldna að minnsta kosti einn til að starfa áfram, þannig að mögulegt sé að greiða reikningana.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Vilja sveigjanlegra fæðingarorlof  Breskir íhaldsmenn vilja gera foreldrum kleift að vera saman heima í fæðingarorlofi  Viðskiptaráðherrann segir David Cameron ekki í nokkrum takti við raunveruleikann ➤ Fæðingarorlofið í Bretlandi ernú 39 vikur fyrir nýbakaðar mæður. ➤ Feður í Bretlandi fá núgreidda fasta upphæð í tvær vikur. ➤ Fæðingarorlofið verður lengtí 52 vikur árið 2010. Móðirin skal vera heima með barninu fyrstu 26 vikurnar. FÆÐINGARORLOF NordicPhotos/AFPBleiuskipti Takmark Davids Camerons er að gera Bretland að fjölskylduvænsta ríki í heimi.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.