24 stundir


24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Það kemur sjálfsagt engum á óvart að ráðuneytinu sem miðstýrir land- búnaði á Íslandi hafi tekizt að snúa markaðslögmálunum á haus. Það er gert með uppboðum á innflutningskvóta fyrir landbúnaðarvörur sem þýða í raun að fyrirtæki keppa um að fá að selja neytendum vörur á sem hæstu verði. 24 stundir sögðu frá því í gær að á síðasta ári hefðu innflutningsfyr- irtæki borgað ríkinu samtals 431 milljón króna fyrir að fá að flytja inn 650 tonn af „tollfrjálsum“ kjötvörum frá Evrópusambandinu. Vegna þess að fleiri vildu flytja inn „ódýrar“ kjötvörur en gátu fengið var kvótanum út- hlutað til hæstbjóðanda. Þegar upp var staðið borguðu innflutningsfyr- irtækin ríkinu að meðaltali 662 krónur fyrir kílóið af „tollfrjálsa“ kjötinu. Þá hljóta neytendur að spyrja hvort þeir séu í raun einhverju bættari, því að auðvitað velta fyrirtækin kostnaðinum yfir á þá. Innflutningskvótinn var í fyrra kynntur með pompi og prakt sem liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð í landinu. „Toll- frjálsu“ innflutningskvótarnir virðast jafnmisheppnaðir og aðrar aðgerðir í þeim pakka. Eini ávinningur neytenda er dálítið meira úrval í kjötborð- inu en matarverðið er áfram það hæsta í heimi. Menn kunna að spyrja: Hvernig á að úthluta innflutningskvótanum með réttlátum hætti ef hæstbjóðandi á ekki að hreppa hann? Ef menn vilja á annað borð skammta innflutning á kjöti með boðum og bönnum er auðvitað til sú leið að úthluta kvótanum með hlutkesti. En einfaldast er að hafa enga tolla á innflutningi. Þá er engin þörf fyrir tollkvóta og þarf ekki að úthluta þeim. Ríkið hefur að þarflausu búið til skort á þeim verðmætum sem felast í innflutnings- kvótanum með takmörkunum á innflutningi. Báðir flokkarnir sem nú sitja í ríkisstjórn styðja frjáls alþjóðaviðskipti, að minnsta kosti í orði. Af hverju gerist þá ekki neitt í tollamálunum? Alveg frá 1980 hafa eintómir framsóknarmenn set- ið í landbúnaðarráðuneytinu (sumir að vísu úr öðr- um flokkum en Framsóknarflokknum). Nú er þar aft- ur á móti maður sem fyrst lét að sér kveða í stjórnmálum undir slagorðinu „báknið burt“. Er ekki kominn tími til að skera niður báknið í landbún- aðarmálunum, Einar Kristinn? Samkeppni hækkar verð! SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Leiðtogarnir, sem herra Ólafur Ragnar kveðst hafa lært svo mik- ið af, voru gerspilltir, hygluðu vinum sínum og virtu lögin aðeins eftir hent- ugleikum, meðan þeir fylltu eigin fjárhirslur með greiðvikni við mjög misvandaða auðjöfra. Það eru mennirnir, sem forseti Íslands kaus að heiðra í veislu hjá öðrum forseta Mexíkó, sem kjörinn var með lýðræð- islegum hætti, frambjóðanda þess flokks sem mátti þola að vera með rangindum og svindli haldið frá völdum áratugum saman. Já, takk fyrir matinn! Andrés Magnússon andresm.eyjan.is BLOGGARINN Spilltir leiðtogar Í dag er svo stórt viðtal við[Ingi- björgu] í Politiken og annað von bráðar í Jyllandsposten. Eins og við öll vitum hef- ur umfjöllun fjöl- miðla í Dan- mörku verið neikvæð í garð ís- lenskra viðskipta- manna. Þess vegna voru sam- töl utanrík- isráðherra við lykilfólk í fjölmiðlaheimi Dana mikilvæg. En þrátt fyrir neikvæð viðhorf Dana í okkar garð elskum við þá sem aldrei fyrr! Drottn- ingin þeirra elskuleg ku víst hafa verið sæl og glöð með að 40% Ís- lendinga telja Dani vera sína mestu vinaþjóð. Mestar eru vin- sældirnar í yngsta hópnum. Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is Elskum Dani En hvað segir formaður sam- gönguráðs, Dagur B Eggertsson um þetta. Hvar eru nú hinir sívö- kulu fjölmiðlar landsins, af hverju leita þeir ekki álits hjá honum um þetta má? Ég þekki vel allan hamagang- inn í Degi gagn- vart fyrrverandi samgöngu- ráðherra varðandi Sundabraut- ina. Hann sakaði fyrrverandi ráð- herra ítrekað um að standa gegn Sundabraut og fyrir að taka ýms- ar vegaframkvæmdir í kjördæmi ráðherrans fyrrverandi fram fyrir Sundabrautina. Ég legg til að fjöl- miðlar fari yfir þetta mál og leiti eftir afstöðu formannsins … Magnús Stefánsson magnuss.is Hvar er Dagur? Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Breið samstaða er í tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum um verulegar breytingar á heilbrigðiskerfi landsmanna. Þetta er víðtækari endurskipulagning en gerð hefur verið í áratugi. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking liggja undir gagnrýni fyrir að tala út og suður í sumum stórum pólitískum grundvallarmálum. Bent er á ólíka afstöðu flokkanna til evrunnar og til ESB. Og ekki síð- ur á ágreining í auðlinda- og orkumálum. Í heilbrigð- ismálum er annað uppi á teningnum. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra nýtur fulls stuðnings ríkisstjórnarflokkanna í viðleitni sinni við að hagræða og breyta heilbrigðiskerfinu með útvistun verkefna og auknum einkarekstri. Stjórnarandstaðan hrópar í eyðimörk Stjórnarandstæðingar í Framsóknarflokki og VG hafa hrópað varnaðarorð um einkavæðingu úr ræðu- stól Alþingis, án mikilla undirtekta. Þeir segja þögn Samfylkingarinnar æpandi. Össur Skarphéðinsson, ráðherra Samfylkingarinnar, æpir ekki með þögninni um heilbrigðismálin. Þvert á móti bloggar hann fullum hálsi um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og segir hana vera jafnaðarstefnu í framkvæmd, mót- aða innan Samfylkingarinnar. Orðrétt segir Össur: „Ég fæ ekki betur séð en að þessi stefna Samfylkingarinnar sem ég mótaði öðrum fremur ásamt Einari Karli Har- aldssyni og fékk samþykkta á landsfundi 2005 sé orðin að stefnu ríkisstjórnarinnar. Hún stefnir vissulega að útboðum á rekstri deilda, og stórkaupum á tilteknum aðgerðaflokkum. Það breytir engu um verðstefnuna. Hún verður sú sama og áður.“ Og áfram segir Össur: „Ég er fylgjandi einkarekstri í heilbrigðismálum, en er hinsvegar á móti einkavæðingu, sem fæli í sér heimild til að setja upp einkaspítala í hagnaðarskyni, þar sem borgararnir þyrftu að greiða raunkostnað – sem í reynd myndi skapa stéttskipta heilbrigðisgæslu.“ Jón gamli á Vesturgötunni jafn Jóni Ásgeiri Össur vill að Jón gamli í kjallaranum á Vesturgötu, sem lifir á ellistyrk, fái sömu þjónustu og Jón Ásgeir og Björgólfur Thor í íslensku heilbrigðiskerfi og að því segir hann að verið sé að vinna. Siv Friðleifsdóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins, segir Geðveikt æðisleg einkavæðing SKÝRING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.