24 stundir - 15.03.2008, Síða 15

24 stundir - 15.03.2008, Síða 15
að Össur sé á harða hlaupum á eftir stefnu Sjálfstæð- isflokksins og það eina sem vanti sé að hann fari að tala um beinharða einkavæðingu eins og Sjálfstæðisflokk- urinn hafi boðað á síðasta landsfundi sínum, í heil- brigðis-, orku- og menntamálum. „Þeim finnst geð- veikt æðislegt að einkavæða heilbrigðiskerfið, eins og fram kom á landsfundinum í fyrra.“ Siv veltir fyrir sér hvort verið sé rífa niður það sem Framsókn hafi byggt upp á langri tíð í heilbrigðisráðu- neytinu. „Hræddust er ég um grunnstoðirnar, Land- spítalann og heilsugæsluna.“ Heilbrigðisráðherrar Framsóknar voru alla tíð gagnrýndir, ýmist fyrir kyrr- stöðu eða að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Nú gagnrýna þeir Samfylkinguna fyrir það sama, en Siv bendir á að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi treyst á Samfylkinguna eina til að vinna með sér að breyttu heilbrigðiskerfi. Leggur að líku einkarekstur og einkavæðingu Ögmundur Jónasson, VG, er líklega hvað fastastur fyrir í andstöðu við allar gerðir einkarekstrar og -væð- ingar. „Fréttir úr heilbrigðiskerfinu eru ógnvekjandi. Ráðherra ryður úr vegi þeim sem hafa félagslegar taugar og brottför forstjóra Landspítalans hlýtur að skoðast í því samhengi. Hlutskipti Samfylkingarinnar er óendanlega vesælt,“ segir Ögmundur. „Einkarekst- urinn verður Jóni á Vesturgötunni síst til góðs. Þjóðin virðist sofa, en það verður óþægilegt að vakna við heil- brigðiskerfi á markaðstorgi,“ segir Ögmundur. Össur segir stjórnmálamenn sem leggjast í víking gegn jafn- aðarstefnu ríkisstjórnarinnar ekki gera það af um- hyggju fyrir skattborgurum eða sjúklingum. Þeir séu að hugsa um úrelt viðhorf eins og stéttarfélagsaðild eða að skora billega punkta í kappræðu dagsins. beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Össur Skarphéðinsson, ráð- herra Samfylkingarinnar, æpir ekki með þögninni. Þvert á móti bloggar hann um stefnu ríkisstjórn- arinnar í heilbrigðismálum sem hann segir að sé jafn- aðarstefna í framkvæmd, sem Samfylkingin hafi mótað. 24stundir LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 15 Á undanförnum misserum hefur náðst einstæður og mikilvægur ár- angur í fíkniefnaleit á komufarþeg- um í Leifsstöð. Embætti lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli hefur líka náð mjög góðum tökum á rekstri embættisins á mörgum svið- um ef marka má skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa á Suð- urnesjum og aukna umferð um Leifsstöð ber nú svo við að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er gert að skera niður um 200 milljónir króna. Embættið hefur alla löggæslu á Suðurnesjum á hendi, alla toll- skoðun í Leifsstöð, landamæraeftir- lit og öryggisþjónustu í Leifsstöð. Ef ekkert verður að gert getur það þýtt: - að bið í hliðum, bæði inn í land- ið og út úr því, lengist um fleiri klukkutíma. - að brottafararfarþegar sem ætla út klukkan 8 að morgni þurfi að mæta um klukkan þrjú að nóttu. - að lögreglubílarnir sem eiga að vera 6 á götum Suðurnesja verði að- eins tveir vegna manneklu. - að þjónusta við hraðflutninga- fyrirtæki sem kom sér nýlega fyrir á gamla hersvæðinu flytji aftur til Reykjavíkur vegna þess að embættið syðra geti ekki þjónustað þau sóma- samlega. - að ólöglegur innflutningur á tollskyldum varningi getur aukist svo nemi milljarða veltu og hefur áhrif bæði á verslun í landinu og hag ríkissjóðs. - að aukin hætta verði á innflutn- ingi dýrasjúkdóma. Þetta eru mjúku hliðar málsins. Þær hörðu og grafalvarlegu snúa að bættri vinnuaðstöðu alþjóðlegra glæpahringa: - að fíkniefnainnflutningur inn í landið aukist verulega, bæði með fólki og almennum sendingum. - að stóraukin hætta er á að eft- irlýstir glæpamenn og menn með langan sakaferil fari óáreittir inn í landið. Það mætti halda hér áfram og minna á hryðjuverkaógnina og margskonar aðra vá. Aðalatriðið er þó að dómsmálaráðuneyti og fjár- málaráðuneyti komi strax að lausn málsins. Fundur sem haldinn var um málið síðastliðinn mánudag gaf því miður ekki fyrirheit um lausn þess heldur voru skilaboð hans frek- ar í þá átt að skorið skyldi niður. Þegar lögreglan á Suðurnesjum og Keflavíkurflugvelli voru sameinaðar í eitt voru gefin fyrirheit um að heimamenn fengju löggæslu eflda. Staðreyndin er að löggæslumönn- um á svæðinu hefur fækkað stórlega þrátt fyrir aukin umsvif. Á fjölmennum fundi í Duushúsi í vikunni bundu menn vonir við að dómsmálaráðherra myndi leysa að- steðjandi vandamál á Suðurnesjum. Undirritaður vakti athygli á vand- anum á Alþingi í vikunni og fékk þar þau svör frá samgönguráðherra sem hefur með Leifsstöð að gera að hann væri bjartsýnn á lausn máls- ins. Það sem blasir við er samt að vandamálið hefur verið uppi í ráðu- neytunum um margra mánaða skeið en nú eru aðeins nokkrar vik- ur til stefnu. Tími orðagjálfurs er liðinn. Í orðagjálfri er nóg að umhverf- isráðherra sendir heimamönnum tóninn vegna framkvæmda við Helguvíkurálver og telur sig greini- lega geta verið í senn í stjórn og stjórnarandstöðu. Göngukonur af Suðurnesjum segja mér að á miðri Strandarheiði standi nú beinakerl- ing og út úr nára hennar hvalbein mikið. Gæti verið af nýhafinni hval- veiði og er á beinið krotað: Týnd er æra, töpuð er sál tignarstorð skal blóta súrálsins nú sýpur skál Sveinbjörnsdóttir Tóta. Vísan er heldur torræðari og frá- leitt eins vel gerð og sú sem hér er stæld og fjallaði um breyskan sýslu- mann sem gerði dæmdri hórkonu barn. Það var stórpólitík og sálu- hjálparmál þess tíma – nú eru það álver. Til orðskýringar skal þess get- ið að tignarstorð merkir hér um það bil það sama og fagra Ísland en al- gengt var að fornkonungar færðu fórnir á blótum, oft til árgæsku og valda. Höfundur er alþingismaður Leifsstöð, löggæslan og landamærin VIÐHORF aBjarni Harðarson Það sem blasir við er að vanda- málið hefur verið uppi í ráðuneyt- unum um margra mánaða skeið en nú eru aðeins nokkrar vikur til stefnu. WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 VERTU ÞINN EIGINN BÍÓSTJÓRI 16.900- SAROTECH - Flakkari Auðvelt að tengja við sjónvarp Diskur ekki innifalinn Týpa: DVP-370 Flakkarinn er frábær í að horfa á bíómyndir, skoða ljósmyndir og til að hlusta á tónlist Nú er tími fyrir humarveislu. Lokkandi og ljúffengir humarhalar bíða ykkar í hentugum umbúðum og uppskrift fylgir með á bakhliðinni. • Fyrsta flokks humarhalar • Góðir humarhalar • Valdir skelbrotshalar • Smáhumar í súpur og smárétti Fjórir gæðaflokkar eru í boði: humarfyllta nautalund eða humar-tagliatelle Sannkallaður sælkeramatur fyrir alla! Ljúffengur og litríkur Bjóðið upp á ... ristaða humarhala SUNDFÖT MEÐ SÓLARVÖRN Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is M bl 9 42 37 7 Heilgalli 4.900 Bolur 2.600 Sundbuxur 1.990 Sólhattar UV vörn 1.990 UPF 50 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Laugavegi 53 Sími 5523737 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.