24 stundir - 15.03.2008, Page 20

24 stundir - 15.03.2008, Page 20
Kveikt var í verslunum og lög- reglubílum í elsta hluta tíbetsku höfuðborgarinnar Lhasa í gær. Munkar hafa margir mótmælt kínverskum stjórnvöldum á göt- um Lhasa síðustu daga og er mót- mælunum lýst sem þeim mestu í héraðinu frá árinu 1989. Þannig nái mótmælin nú út fyrir höf- uðborgina Lhasa og til nokkurra sveitaþorpa. Fréttaritari BBC í Tíbet segir að lögregla hafi beitt táragasi og bar- eflum gegn hundruðum munka sem hafi tekið þátt í frið- samlegum mótmælum. Þá hafi lögregla umkringt og látið loka nokkrum munkaklaustrum. Bandaríkjamenn hafa verið var- aðir við að vera á þessum slóðum, þar sem einnig hafa borist fregnir af skothríð. Mótmælin hófust í upphafi vik- unnar þegar þess var minnst að 49 ár væru liðin frá uppreisnar- tilraun Tíbeta gegn Kínastjórn. Margir fóru í útlegð í kjölfarið, þar á meðal Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta. atlii@24stundir.is Aukin harka í mótmælum í Tíbet Mótmæli Tíbetskir búddamunkar yfirgefa samkomu í Labrang-klaustrinu í bænum Xiahe. Kínverskir hermenn og lögreglumenn hafa nú umkringt þrjú stærstu búddaklaustrin í höfuðborginni Lhasa. Svo virðist sem kínversk stjórnvöld ætli að beita hörðu til að berja niður mótmæli munkanna gegn Kínastjórn, sem eru þau mestu í um tvo áratugi. Kosningar Kona rennir yfir lista yfir þá frambjóðendur sem bjóða sig fram til þingsetu í Íran. Reiknað er með að íhaldsmenn sigri þar sem flestum andstæðingum Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta hefur verið meinað að bjóða sig fram. Opnun Elísabet Bretadrottning opnaði nýja flugstöðvarbyggingu á Heathrow-flugvelli í gær. Áætlað er að 30 milljónir manna geti farið um Terminal 5 á ári hverju. Útskriftinni fagnað Nýútskrifuð lögreglukona skýtur úr byssu við útskrift sína á herstöð í írösku borginni Karbala. 75 lögreglukonur útskrifuðust á fimmtudaginn. Strand Flutningaskipið Artemis er enn á strandstað í franska bænum Sables- d’Olonne. Skipið strandaði í ofsaveðri sem gekk yfir vesturhluta álfunnar fyrr í vikunni. NordicPhotos/AFP 20 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Eins og ég hef ávallt sagt þá er eining og stöðugleiki sem næst með harðstjórn í besta falli tímabundin lausn. Það er óraunhæft að ætlast til þess að koma á einingu og stöðugleika undir slíkri stjórn. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbetmanna

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.