24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Ég fór í bíó um daginn. Það telst eiginlega til tíðinda núorðið; yfir- leitt horfi ég bara á bíómyndir af diskum heima hjá mér. En í þetta sinn var verið að frumsýna nýja ís- lenska mynd svo ekki tjóði annað en drífa sig – Heiðin heitir hún, eftir Einar Þór Gunnlaugsson, sem er lítt þekktur maður í íslenskri kvikmyndagerð en hefur starfað í London, skilst mér. Og skemmst er frá því að segja að mér fannst þetta svo dáindis góð bíómynd að ég má til með að fara um hana fáeinum orðum. Ekki síst af því lítill fugl hefur hvíslað því að mér að þessi mynd muni kannski ekki vekja alltof mikla athygli og ýmsir þeir sem alist hafa upp við hinar snöggu klippingar nútímans og skýrar línur muni kannski ekki vera mér sammála um hvað þetta er skemmtileg mynd. Því þykir mér enn mikilvægara ef ég gæti stuðlað að því að sem flestir skelltu sér í bíó. Vafstur með kjörkassa Söguþráð myndarinnar er hægt að rekja í fáeinum orðum án þess að það skemmi á nokkurn hátt fyr- ir áhorfendum. Alþingiskosningar standa yfir í lítilli sveit úti á landi og sveitarstjórinn ætlar að halda upp á afmælið sitt með mikilli veislu um kvöldið. Emil heitir einn sveitarstólpinn og honum er falið að koma kjörkassa sveitarinnar til skila en lendir í ýmsum hrakning- um sem verða á endanum ekki síst tilfinningalegir. Því um sveitina eru líka á ferð tveir synir hans í stórum jeppa og hafa ýmislegt upp á pabba sinn að klaga, en gengur illa að koma því til skila. Jafnframt fáum við að kynnast mörgum öðrum persónum, stórum og smáum, og myndin verður að lokum bæði uppgjör feðganna og um leið furðu áhrifa- mikil mynd af fólkinu í sveitinni. Ég heyrði að það hefði tekið suma dálítinn tíma að átta sig til fulls á tengslum persónanna, og kannski má það til sanns vegar færa – en pirraði mig reyndar ekki neitt; mér fannst þetta svolítið eins og að vera óvænt lentur inni í selskap þar sem allir eru uppteknir af því að kjafta saman og mega ekki vera að því að kynna sig sérstaklega fyrir að- komumanni, svo maður þarf að hafa svolítið fyrir því að fatta hver er hver. En að lokum fannst mér það bara partur af sjarma mynd- arinnar – hún kastaði manni beint inn í lífið í sveitinni og myndin varð þeim mun sannferðugri þegar upp var staðið. Emil og synir hans Þótt fjölmargar persónur komi við sögu er það Emil sem allt snýst um. Og þá er komið að helsta kosti myndarinnar. Hvað persónurnar eru sannfærandi og skýrar – og hvað Einari Þór hefur tekist að galdra góða frammistöðu upp úr leikurum sínum. Jóhann Sigurðar- son leikur hinn breyska Emil af miklu tilfinninganæmi; þetta er maður sem sífellt er að reyna að hjálpa öðru fólki uns hann er með alla sveitina á herðunum, en hann sjálfur situr á hakanum – ég minn- ist þess varla að hafa séð Jóhann betri. Gaman að geta þess að tveir litlir strákar sem hann hittir í mjög skemmtilegri senu eru listavel leiknir af sonum Jóhanns. Sú sena er reyndar líka dæmi um hve handritið er vel skrifað, því hún reynist upptaktur að sniðugu lokaatriði myndarinnar. Synir persónunnar Emils eru aftur á móti leiknir af Gísla Pétri Hinrikssyni og Ólafi S.K. Thor- valds. Gísli Pétur er drungalegur ungur maður að sunnan sem hefur eitthvað upp á pabba sinn að klaga – maður veit aldrei hvað það er, en persóna Gísla Péturs er firnasterk í drunga sínum. Hann virkar eins og tilfinningalegur handrukkari og ég hef sjaldan séð persónu sem nærist jafn augljóslega á því hvað allir eru hræddir við hann. Ólaf hef ég aldr- ei séð áður en mun fylgjast með honum í framtíðinni; mjög lifandi og frískur leikari þar á ferð. Ungu stúlkurnar Ísgerður Elfa Gunnars- dóttir og Birna Hafstein sem fylgja bræðrunum alla myndina eru enn- fremur skemmtilega dregnar og leiknar persónur. Myndin af unga fólkinu í fásinni sveitarinnar er öfl- ug. Aðrir leikarar standa sig líka undantekningarlaust með prýði: Gunnar Eyjólfsson með skemmti- lega hárgreiðslu, o.s.frv. o.s.frv. En allra best stóð sig eiginlega lambið … Rammíslensk saga Ég er að fara um þetta orðum af því ég held það sé nauðsynlegra en kannski liggur í augum uppi við fyrstu sýn að myndir eins og Heið- in fái góðar viðtökur. Þetta er mynd sem lætur lítið yfir sér en er betri og sannari sneið af Íslandi en sumar þær hérlensku „stórmyndir“ sem mest ber á. Og til þess að ís- lensk kvikmyndagerð geti blómstr- að þurfa að verða til margar mynd- ir eins og Heiðin – þar sem lítil rammíslensk saga er sögð á einlæg- an og skemmtilegan hátt, tilgerð- arlausan en persónulegan. Lítil saga, skemmtileg mynd aIllugi Jökulsson skrifar um kvikmyndir Gísli Pétur virk- ar eins og til- finninga- legur hand- rukkari og ég hef sjaldan séð persónu sem nærist jafn aug- ljóslega á því hvað allir eru hræddir við hann. Heiðin Jóhann Sigurð- arson í hlutverki sínu. Fallegt einbýlishús til sölu ásamt tvöföldum bílskúr á Eyrarbakka Um er að ræða fasteign sem er 201 fm. Einbýlishús 145 fm og bílskúr 56,3 fm. Komið er inn í bjart og rúmgott flísalagt anddyri og inn af því er góð geymsla. Því næst er komið inn í sjónvarpshol. Gegnheilt fallegt parket á gólfi. Svefnherbergis- gangi er hægt að loka af, þar inni eru 3 barnaherbergi parketlögð og hjónaherbergi með spónaparketi. Baðherbergi er einnig á gangi, nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, hiti er í gólfi. Stofan er stór og björt, hátt til lofts (upptekið). Út frá stofu er gengið út í garð þar er pallur og mjög gróinn og fallegur garður. Eldhúsið er með glænýrri innréttingu, hvít fulningainnrétting og gaseldavél, glæsileg í alla staði. Inn af eldhúsi er þvottahús og búr og yfir búrinu er geymsluloft. Bílskúrinn er tvöfaldur og mjög rúmgóður og góð aðkoma að honum. Húsið er staðsett í botnlanga í mjög rólegu og grónu hverfi. Stutt er í þá þjónustu sem er á staðnum svo sem verslun, leik- og barnaskóla. Hagstætt lán áhvílandi. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Einbýlishúsið við Túngötu 3, Eyrarbakka til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.