24 stundir - 15.03.2008, Side 50
50 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir
Hvað var Jes ús gamall þegar hann
dó?
Sigfús Kristjánsson svarar:
Í fljótu bragði má svara því að
almennt er talið að Jesús hafi verið
33 ára þegar krossfestingin átti sér
stað. Nokkrar ástæður eru fyrir því
að komist er að þeirri niðurstöðu,
svo sem:
Í Lúkasarguðspjalli er sagt að
Jesús hafi verið þrítugur þegar starfs-
ævi hans hófst (Lúk 3.28).
Valdatími Pontíusar Pílatusar var
frá 26 e. Kr. til 36 e. Kr. og því hefur
krossfestingin átt sér stað á þeim
tíma. Í Lúkasarguðspjalli er einnig
nefnt að Jóhannes skírari fór að
prédika á 15. stjórnarári Tíberíusar
keisara (Lúk 3.1). Valdatími Tíber-
íusar var 14 e. Kr. – 37 e. Kr. Það
mun þá hafa verið árið 29 e. Kr. sem
Jóhannes hóf sín störf.
Síðan hefur Jóhannes prédikað
í nokkurn tíma áður en hann hitti
Jesú. Eftir að Jesús hittir Jóhannes
virð ist Jesús starfa í þrjú ár áður en
að krossfestingunni kom.
Þetta eru nokkrar af ástæðum
þess að almennt er talið að Jesús
hafi verið 33 ára þegar krossfest-
ingin átti sér stað. Þessi ártöl hafa
margir skoðað og eru þau skemmti-
legt rannsóknarefni og gefa okkur
betri mynd af samtíma Jesú. Margir
hafa í gegnum tíð ina efast um að
árið núll sé á réttu ári en það hefur
þó ekki breytt því að atburð irnir
sem við þekkjum svo vel, síðasta
kvöldmáltíð in, krossfestingin og
upprisan, virðast hafa átt sér stað
þegar Jesús var 33 ára.
Kveðja
Sigfús
Hanna spyr:
Ég hef verið að hugsa af hverju
páskar heita páskar, af hverju
skírdagur heitir skírdagur og af
hverju föstudagurinn langi heitir
föstudagurinn langi. Það væri æð-
islegt ef þið vissuð það.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir svarar:
Sæl Hanna.
Þessi spurning gæti kallað á langa
ritgerð og mörg svör en hér koma
nokkrar línur um dagana sem þú
nefndir.
Páskar eru haldnir til að fagna upp-
risu Jesú Krists frá dauðum. Orðið
páskarerkomiðúrhebreskuenpáskar
voru hátíð löngu áður en upprisa Jesú
átti sér stað og var þá hátíð sem var
tengd vorinu og aukinni sólarbirtu.
EftirupprisuJesúurðuhinirkristnu
páskar til sem við í dag höldum hátíð-
lega á degi upprisunnar.
Skírdagur er fimmtudagurinn fyrir
páska og þá er minnst síðustu kvöld-
máltíðar Jesú með lærisveinum sínum
og í minningu þeirrar máltíðar höfum
við kvöldmáltíðarsakramentið eða alt-
arisgöngu eins og við köllum það oft.
Orðið skír merkir hreinn og að skíra
merkir að hreinsa.
Af hverju hann er kallaður skír-
dagur teng ist meðal annars mjög gam-
alli hefð í kirkjunni sem fólst í því að
hreinsað var af altarinu, t.d. var dúk-
urinn sem er á altarinu þveg inn fyrir
páskahátíðina og jafnvel var altarið
sjálft þveg ið.
Á föstudegi var Jesús krossfest ur og
er það mesti sorgardagur kristinnar
kirkju en ekki er alveg víst hvernig
orðið langi er tilkomið.
Við get um hugsað okkur að það
vísi til hins langa tíma sem Jesús var
píndur á krossinum. Einnig er lýsing-
arorðið langur stundum notað um eitt-
hvað erfitt. Okkur finnst t.d. öllum að
það sem teng ist þjáningu og sorg geri
dagana dökka og langa.
Heimildir: Saga daganna e. Árna
Björnsson. Mál og menning 1993
Vonandi kemur þetta svar
þér á sporið
Bestu kveðjur
Irma Sjöfn
Lifðu fyrir daginn
í dag, á morgun
gæti það verið of
seint.
YFIRLÝSINGIN
24 stundir/Frikki
TRÚIN OG TILVERAN
Ráðgjafar tru.is svara spurningum lesenda - Spurningum má koma á framfæri á tru.is og taka fram ef beðið er um svar í 24 stundum
Af hverju kallast páskarnir páskar?
Hvað var Jesús gamall þegar hann dó?
Spurt á trú.is:
„Þá rifnaði fortjald musterisins í
tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin
skalf og björgin klofnuðu, graf ir
opnuðustogmargirlíkamirhelgra
látinna manna risu upp. Eftir upp-
risu Jesú gengu þeir úr gröfum
sínum og komu í borgina helgu
og birtust mörgum. Þegar hundr-
aðshöfðinginn og þeir sem með
honum gættu Jesú sáu landskjálft-
ann og atburði þessa, hræddust
þeir mjög og sögðu: „Sannarlega
var þessi maður sonur Guðs.“ Og
fólkiðallt,semkomiðhafðisaman
að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og
barði sér á brjóst og hvarf frá.“
Hvað á maður að lesa út úr
þessu?
Gunnar Kristjánsson svarar:
Þessi texti er lokakaflinn í píslarsögu
Jesú. Hann er að mestu leyti úr yngsta
samstofna guðspjallinu, Mattheusar-
guðspjalli, en lokasetningin er úr Lúk-
asarguðspjalli. Hér með lýkur hinni
löngu píslargöngu en framundan er
upprisan.
Miðhluta textans (þ.e.a.s. „... grafir
opnuðust og margir líkamir helgra lát-
innamannarisuupp.EftirupprisuJesú
gengu þeir úr gröfum sínum og komu í
borgina helgu og birtust mörgum“) er
aðeins að finna hjá Mattheusi, versin á
undan og eftir eru talin koma úr Mark-
úsarguðspjalli en lokaversið, um fólkið
sem sá hvað gerst hafði, barði sér svo á
brjóst og hvarf í burtu, er sem sé Lúk-
asartexti. En hvað sem þessu líður er
tvennt sem málið snýst um.
Hið fyrra er stíllinn eða tjáning-
arformið. Hér er gripið til ýmissa
þekktra stílbrigða samtímans til þess
að draga eins skýrt fram og unnt er að
atburðurinn, þ.e.a.s. krossdauði Jesú,
er tímamótaviðburður. Mattheus kýs
að segja það ekki með hógværum og
einföldum orðum heldur að grípa til
myndmáls sem hann þekkti og m.a.
spámennirnir notuðu í sama tilgangi
löngu á undan honum. Það á við um
jarðskjálftann til að undirstrika að
undirstöðurnar skjálfa, maðurinn þarf
að nema staðar og horfa á undirstöður
lífsins, á forsendur tilvistar sinnar. For-
tjaldið rifnar svo að leið mannsins inn í
hið heilaga er opin, ný fórn hefur verið
færð á krossinum sem gerir allar aðrar
fórnir merkingarlausar. Ljóst er einnig
að upprisuþemað (sem var alþekkt
á þessum tíma meðal margra trúar-
bragða og innan margra trúflokka)
hefur einnig táknrænu hlutverki að
gegna: hér er vísun til þeirrar upprisu
sem í vændum var á páskum og jafn-
framt að hún mun ekki einskorðast við
Jesúm heldur falla hverjum og einum í
skaut sem trúir á hann.
Hið síðara er setningin sem lögð er
hundraðshöfðingjanum í munn og
þeim sem með honum voru: Sannar-
lega var þessi maður sonur Guðs. Þessa
setningu mætti túlka sem hápunkt písl-
arsögunnar,núáalltað liggja ljóst fyrir:
Jesús var sonur Guðs. Sú „kvikmynd“
sem Mattheus bregður á tjaldið með
táknum og hug tökum síns tíma miðar
að þessu einu. Í hans hug skiptir það
eitt máli að Guðs ríki er í nánd, veldi
hans hefur brotist inn í heim mannsins
og það gerist ekki eins og einhver hvers-
dagslegur atburður heldur þvert á móti:
það hriktir í öllu og hvaðeina leikur á
reiðiskjálfi.
Hundraðshöfðinginn, sá sem ekki
var í hópi þeirra sem trúðu, kemst ekki
hjá því að verða vitni að þessu, það fer
ekki framhjá neinum.
Samandregið og með öðrum orðum
er hér um að ræða myndræna lýsingu
þar sem þekktum táknum og viður-
kenndum tjáningarmáta á tímum
guðspjallamannanna er teflt fram til
að segja hið ósegjanlega: Guð hefur
opinberast með nýjum hætti í veröld
mannsins. Mattheus er að tjá sína eigin
trú um leið og hann endurspeglar trú
frumsafnaðarins.
Með kveðju
Gunnar Kristjánsson
Þá rifnaði fortjald musterisins
Odd ur Ástráðs son
sjón varps mað ur
fædd ur 07.12.1984
Sumarbústaðurinn er 48,6
fm + stórt svefnloft og er
rúmlega tilbúið til
innréttinga. Er á fallegum
stað undan Búrfelli,
nálægt Kerinu í Grímsnes-
og Grafningshrepp.
Tvö svefnherbergi,
baðherbergi, stofa og
eldhús. Rafmagn er komið
í húsið ásamt köldu vatni en heitavatnið er áætlað að komi á árinu.
Húsið stendur á 8.200 fm eignarlóð. Langtímalán til yfirtöku.
Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl.
Nánari upplýsingar veitir
Fasteignasalan Eignaver
Sími 553-2222 • eignaver.is
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík
Nýtt sumarhús
við Kerið í Grímsnesi sölu