24 stundir


24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 52

24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@24stundir.is a Ég fékk fyrstu hælaskóna mína fyrir ferminguna og þeir voru támjóir. Ég fermdist 17. júní 1978 í Laufáskirkju. Það var 23 stiga hiti sem er eftirminnilegt. Einn- ig var þessi dagur eftirminnilegur af því að yngsta systir mín, séra Hildur Eir, var skírð. Ég var athyglissjúk á þessum aldri og hafði áhyggjur af því að hún drægi til sín of mikla athygli, enda sætur krakki. En þetta fór allt á besta veg, en sjálfsmynd unglingsins er oft í uppnámi á þessum aldri. Ég fermdist með tveimur strákum sem voru bæði helmingi minni og grennri en ég, þannig að þegar við skeiðuðum frá prestssetrinu yfir í kirkjuna hefði söfnuðurinn getað haldið að þar færi móðir með drengi sína í himneskum klæðum. Ég man að ég stóð fyrir framan altarið og játaðist Jesú bæði með vörunum og líka hjart- anu. Mér finnst ekkert eins skemmtilegt í prestsstarfinu eins og fermingarfræðslan. Það sem gefur hvað mestan árangur í fræðslunni er að segja sögur og gefa persónulegan vitn- isburð. Það eru 200 fermingarbörn sem taka þátt í fræðslunni í Garðaprestakalli þar sem ég þjóna. Við erum nýbúin að veita hverju barni persónulegt viðtal, prestar og djáknar í prestakallinu, þar sem þekking þeirra eru könnuð og viðhorf þeirra til spurningarinnar „viltu hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns“. Það var yndislegt að heyra trúarvitnisburð þessara 200 unglinga og stundum þurfti ég að þurrka af mér tárin eftir að hafa hlustað á þau. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Athyglissjúkt fermingarbarn Fermingardagurinn minn er eftirminnilegur fyrir það að ekkert varð af honum. Ég kunni ekki trúarjátninguna fyrir tilgreindan tíma og sagði Ólafur Skúlason, sem átti að ferma mig, að ég kæmi ekki aftur inn í tíma hjá sér fyrr en ég væri búinn að læra hana, sem ég gerði aldrei. Þetta var nú engin sérstök upp- reisn heldur frekar að mér fannst Ólafur ekkert sérlega skemmtilegur og hafði enga trú á því sem var að gerast í kirkjunni. Auk þess fékk ég trommusett fyrir að halda ekki veislu og var sáttur við það. Eldri bræður mínir fermdust en það urðu samt engin uppþot í fjölskyldunni. Foreldrar mínir voru bara ánægðir að þurfa ekki að standa í þessu veseni held ég. Síðar meir fylgdi yngri systir mín á eftir og fermdist ekki heldur. Faðir minn er hvorki skírður né fermdur og við erum ekki fólk sem hangir á kirkjutröpp- unum á sunnudagsmorgnum. Þó er ég bú- inn að skíra öll börnin mín og mér finnst það falleg athöfn. Ég hef ekkert séð eftir þessari ákvörðun og verð stoltari af henni með hverju árinu. Enn í dag spila ég á trommusettið og fékk heilmikið út úr því peningalega þar sem ég vann mér inn fyrir heilli íbúð með trommuslætti. Kormákur Geirharðsson stórkaupmaður. Kunni ekki trúarjátninguna Ég fermdist á sólríkum degi í maí 1960 og það var mikið tilstand. Við bjuggum á Seyð- isfirði og efnið í kjólinn þurfti að kaupa í Reykjavík. Ég fékk fyrstu hælaskóna mína fyrir ferminguna og þeir voru támjóir. Þó að þetta hafi verið fínn dagur man ég samt enn að ég beið allan daginn eftir hátíðleikanum sem einhvern veginn kom aldrei. Kannski var það að hluta til út af því að halda þurfti þrjár veislur til að koma öllum fyrir þar sem við bjuggum í frekar litlu timburhúsi. Mamma og amma stóðu á haus en pabbi var að spila á orgelið í kirkjunni. Þannig varð enginn tími til að allir færu saman í kirkjuna en menn tíndust svona inn. Þegar börnin mín fermdust passaði ég mig á að vera ekki á hlaupum fram á síðustu stundu. Eins komst Iðunn systir mín ekki í ferminguna þar sem hún var á Akureyri í stúdentsprófum. Það þótti mér leiðinlegt. Svo var ég kannski bara dálítið dramatísk! Af gjöfunum stendur upp úr að ég fékk úr frá mömmu og pabba sem var draumurinn. Síðan fór óstjórnlega í taugarnar á mér að ættingjar væru látnir standa upp í kirkjunni. Kannski var ég þá strax orðin svona mikill jafnaðarmaður! Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Beið eftir hátíðleikanum Það eru tíu ár síðan ég fermdist og þetta var afar góður dagur. Undirbúningurinn var bú- inn að vera svo mikill að ég var orðin mjög spennt. Fermingardagurinn byrjaði sér- staklega vel því að bróðir minn kom óvænt heim frá Bandaríkjunum til að vera með okkur og það leið næstum því yfir mömmu þegar hann birtist á tröppunum. Ég fermdist að morgni í Garðakirkju í Garðabæ sem er hugguleg og falleg kirkja. Eftir athöfnina fór ég í myndatöku og síðan var veislan haldin seinnipartinn í sal og hátt í hundrað manns komu og fögnuðu með mér. Foreldrar mínir sáu aðallega um undirbúninginn en ég fékk nú samt að ráða einhverju um hvað yrði í matinn og hvernig yrði skreytt. Á þessum tíma var í tísku að vera í kínakjól og Buffalo- skóm þannig að ég var í svoleiðis í dökk- bláum lit. Skórnir hækkuðu mann töluvert og mér fannst ég vera voða pæja. Annars stendur upp úr frá þessum degi að ég fékk í gjöf frá foreldrum mínum að fara með þeim til Indlands. Þangað fórum við í tveggja vikna ferð á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og heimsóttum meðal annars fósturbörn sem við höfðum verið að styrkja. Þetta hefði ekki getað orðið betri fermingargjöf. Alma Guðmundsdóttir söngkona. Óvænt heimsókn og Indlandsferð Ég held að ég hafi átt með furðulegustu fermingardögum sem til eru. Ég fermdist ári seinna en gengur og gerist, í norsku sjó- mannakirkjunni í Gautaborg með einum öðrum Íslendingi, Ingþóri Guðmundssyni, sem var í KF Nörd-liðinu á Sýn. Það var Ís- lendingapresturinn frá Kaupmannahöfn, séra Lárus, sem kom og fermdi okkur þann- ig að þetta var mjög norræn ferming. Það var dálítil pressa að fermast bara tveir enda ekkert hægt að komast hjá því að kunna trúarjátninguna og muldra bara með í stað- inn. Þessi óhefðbundna ferming kom til af því að ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og þar fermast krakkar ári eldri en hér. Upphaflega ætlaði ég því að fermast með sænskum fé- lögum mínum en þegar á hólminn var kom- ið fannst mér sænsk ferming svo allt öðruvísi að ég ákvað að fermast frekar á íslenskan hátt. Á eftir var haldin fín veisla heima þótt það hafi ekki komið jafn margir fyrir vikið, en á móti kom að ég fékk þeim mun meira sent af peningum í gjöf sem manni þótti svo sem ekki leiðinlegt á þessum tíma. Ferming- arpeningarnir voru notaðir til að kaupa gjaldeyri fyrir utanlandsferð um sumarið. Sigmar Vilhjálmsson útvarpsmaður. Sænsk ferming í norskri kirkju Hvað stendur upp úr frá fermingar- deginum? Nú eru fermingar að byrja af fullum krafti. Kirkjur landsins fyllast af prúðbúnum börnum en sumir kjósa að fermast borgaralega. Áður var litið á þennan dag sem fyrsta skref barnsins inn í heim fullorðinna og eimir jafnvel af því enn þótt nú sé farið að tala um unglinga og allt sem þeim fylgir. Þetta er dagur til að gleðjast með fjölskyldunni, borða góðan mat og fá gjafir. Hér rifja við- mælendur upp minningar frá sínum fermingardegi og hvað var eftirminnilegast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.