24 stundir - 15.03.2008, Page 60

24 stundir - 15.03.2008, Page 60
60 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir Birgir Leifur Hafþórsson at- vinnukylfingur hefur staðfest að hann taki þátt í Opna Madeira- mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi en mótið hefst í næstu viku. Er þetta fyrsta mót hans um tveggja mánaða skeið en hann hefur þjáðst af meiðslum í baki og öxlum um tíma. Hvíldin hefur þó kostað hann fall á peningalistanum. Þar er hann nú í 240. sæti en þarf a.m.k. að ná ofar en 120. sæti í haust þegar mótaröðinni lýkur til að viðhalda keppnisrétti. Er hann nú tæplega fjórum milljónum króna frá þeim er þar sitja og þyrfti helst að næla í pening á mótinu framundan. Evrópumótaröðin í golfi Birgir Leifur loks á stjá Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Átta af helstu veðbönkum Evrópu telja mestar líkur á að Barcelona eða Manchester United standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð eftir að dregið var í átta liða úrslitum þeirra í gær. Ljóst er þó að þau etja ekki kappi í úrslitaleiknum sjálfum enda mætast þau í undanúrslitum að því gefnu að bæði vinni sína leiki í átta liða úrslitunum. Ekki þarf að koma á óvart að sömu bankar gefa hvorki tyrkneska liðinu Fenerbache né þýska liðinu Schalke góðar líkur á að komast lengra en orðið er. Er því kjörið fyrir bjartsýna menn og konur að veðja á annaðhvort liðið því að það getur gefið best fjörtíufalt til baka gangi það eftir. Sé horft raunsæisaugum á hlut- ina má heita víst að Chelsea hafi Tyrkina og á óvart kemur ef Bör- sungar detta út fyrir þeim þýsku. Um leiki Arsenal og Liverpool og Roma og Manchester United er meiri vandi að spá. Arsenal lék stórkostlega gegn AC Milan en það gerði Liverpool líka gegn Inter Mil- an. Þótt fleiri setji vafalaust kláran sigur á United gegn Roma er einn viðbótarþáttur þar sem skiptir máli; Rómverjar voru niðurlægðir af þeim ensku í þessari keppni fyrir ári og bæði leikmenn þess og þjálf- ari hafa lært sínu lexíu vandlega. Frekari rök má fyrir færa enda lagði Roma Real Madrid af velli í síðustu umferð og það félag er síst lakara en Manchester United. Tippað á Barca  Barcelona líklegast til að taka Meist- aradeildardolluna að mati veðbanka ➤ Leikið 1. aprílArsenal - Liverpool Roma - Manchester United ➤ Leikið 2. aprílSchalke - Barcelona Fenerbache - Chelsea VIÐUREIGNIRNAR Bandaríkjamaðurinn Bode Miller tryggði sér heimsbik- arinn í alpagreinum í vikunni en þetta er í annað skipti sem kappinn sérlundaði nær þeim stórkostlega áfanga. Síðast tryggði hann sér slíkt árið 2005 og aftur nú enda með gott forskot á næsta mann, Didier Cuche. Miller fagnaði áfanganum með því að strunsa inn í hjólhýsi sitt og loka á eftir sér. Hann gaf eng- in viðtöl. Enn og aftur Íshokkílið Detroit Red Wings varð fyrsta liðið til að tryggja sér farseðil í úrslitakeppni NHL þessa leiktíðina eftir sig- ur á Dallas Stars. Liðið jafnaði ennfremur met í deildinni en þetta er áttunda leiktíð liðsins í röð þar sem það nær hundrað stigum. Montreal Canadiens náðu þessum áfanga síðast 1982 og er metið því merkilegt. Úrslitakeppni Bardagi Muhammad Ali og Joe Frazier í Manila á Filipps- eyjum 1975 er mesta einvígi í íþróttasögunni samkvæmt könnun veðbankans Totes- sport meðal notenda sinna. Fékk sá atburður 26 prósent atkvæða en næst á eftir þótti eftirminnilegust keppni John McEnroe og Björns Borg í úr- slitum Wimbledon-keppn- innar í tennis 1980. Mesti íþrótta- viðburðurinn Íslenska sundlandsliðið held- ur af stað til Hollands um helgina en þar fer fram Evr- ópumótið í 50 metra laug síð- ar í vikunni. Þær Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigrún Brá Sverrisdóttir fara fyrir stelp- unum en Örn Arnarson og Jakob Jóhann Sveinsson fylla hóp strákanna. Til Hollands Bond-stúlka í Ást Leikkonan Honor Blackman sem lék Bond-stúlkuna Pussy Galore í Goldfinger hyggst mæta í leikprufu fyrir uppsetningu á söngleiknum Ást í London. » Meira í Morgunblaðinu Það er meira í Mogganum í dag Á undanförnum misserum hafa fjölmargar rokkstjörnur í eldri kant- inum heimsótt landið og leikið fyrir íslenska tónleikagesti. Hvar eru ungu stjörnurnar? spyr Jóhann Bjarni Kolbeinsson. » Meira í Morgunblaðinu Innrás ellismellanna reykjavíkreykjavík Músíktil- raunum Tónabæjar og Hins hússins lýkur í kvöld í Hafn- arhúsinu þegar í ljós kemur hvaða hljóm- sveit ber sigur úr býtum. » Meira í Morgunblaðinu Úrslitastundin nálgast Laugardagur 15. mars 2008 Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Er hann nú tæplega fjórum millj- ónum króna frá þeim er þar sitja nú og þyrfti helst að næla í pening á mótinu sem framundan er.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.