24 stundir


24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 62

24 stundir - 15.03.2008, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 15. MARS 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Við féllum kylliflatir fyrir þessari karlmannlegu töffara- tónlist, en Tony er nánast óþekktur að því er virðist hér á landi. Hann hefur þó unnið með mörgum frægum, einsog Elvis, Tinu Turner, Ray Charles og Hank Williams jr. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Þann 19. mars kemur út geislaplat- an Minni karla, þar sem Skugga- sveitin leikur lög fenjarokkarans Tony Joe White, með nýjum text- um Baggalútsins Braga Valdimars Skúlasonar. Valinn maður í hverju rúmi Á plötunni syngja þekktir tón- listarmenn einsog Megas, Maggi Eiríks, Jenni í Brainpolice, Óttarr Proppé, Ragnar Kjartansson og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Það er þó Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum, og Sigurður Guð- mundsson sem eiga heiðurinn af gerð plötunnar. „Við fundum Best of-disk með Tony í safninu hjá Rúnari Júl. Við féllum kylliflatir fyrir þessari karlmannlegu töff- aratónlist, en Tony er nánast óþekktur að því er virðist hér á landi. Hann hefur þó unnið með mörgum frægum, einsog Elvis, Tinu Turner, Ray Charles og Hank Williams jr.“ Kunnu engin deili á honum Það skýtur skökku við að á lof- plötu til heiðurs Tony Joe White skuli enginn söngvari laga hans hafa vitað hver maðurinn væri. „Enginn nema Mugison, sem við töluðum við líka. Hann reyndist upptekinn þegar á hólminn var komið. Þá munaði litlu að Tony spilaði á plötunni, en ég náði ekki í hann, enda stórt nafn þarna úti.“ Tony Joe White heiðraður af Skuggasveitinni Plata til heiðurs óþekktum manni ➤ Fæddur 1943 í Louisiana.Auknefni: The Swamp Fox. ➤ Lög hans hafa verið gerð vin-sæl af 25 þekktum listamönn- um. ➤ Er þekktur sem frumkvöðullfenjarokksins, ásamt Cree- dence og Lynard Skynard. TONY JOE WHITE Skuggasveitin, ásamt fjölda gestasöngvara, hefur gert lofplötu um Tony Joe White, sem eng- inn gestasöngvaranna veit nein deili á. Fenjarokkið ræður! Kiddi mundar gítarinn karlmannlega, enda segir hann tónlistina karlrembulega. 24 stundir/Sverrir Nýjasta mynd grínarans Bens Stiller, Tropic Thunder, skartar skemmtilegum leikurum, á borð við Jack Black og Robert Downey jr., en hann leikur blökkumann í myndinni. Samfélag þeldökkra segir það svartan blett á Holly- wood sé ekki unnt að ráða leikara af afrísku bergi brotinn heldur þurfi að farða hvítan leikara í starfið. Stiller segir að málið skýrist þegar horft er á myndina. Fer í gervi blökkumanns Eftir kjölfar stjórnarskipta á Kúbu hefur nú- tíminn loksins haldið innreið sína á hina fögru eyju. Til að fagna því að eyj- arskeggjar búa nú við stöðugra flæði rafmagns hafa stjórnvöld ákveðið að leyfa íbú- um að kaupa sér ýmsan mun- aðarvarning svo sem DVD- spilara, brauðristar, loftkælingar og sjónvörp stærri en 24 tommur. Hingað til hafa einungis útlend- ingar og fyrirtæki mátt fjárfesta í DVD-spilurum en nú er tíðin önnur og því má hver sem er fjár- festa í fyrsta flokks DVD-spilara. Svo er annað mál hvort fólk hefur efni á því. vij DVD loksins komið til Kúbu Grínistinn Billy Crystal, sem er einarður aðdáandi hafnaboltaliðsins New York Yan- kees, lét gamlan draum rætast þegar hann kastaði fyrstur fyrir liðið í leik gegn Pitts- burgh Pirates, í 5-3 tapleik. „Þetta var ótrú- leg upplifun, ég get varla lýst henni,“ sagði Billy hrærður, en hann fagnaði í leiðinni sex- tugsafmæli sínu þennan sama dag. Crystal leikstýrði myndinni 61* sem fjallaði um af- rek og raunir Yankee-liðsins árið 1961. Lét drauminn rætast Rapparinn P.Diddy hyggst nú bregða á það ráð að setja á laggirnar fyrirtæki sem sér um akstur fræga fólksins eftir Hollywoodpartíin. Rapp- arinn hefur, að sögn talsmanns hans, fengið sig fullsaddan á fréttum af ölvuðum stjörnum und- ir stýri og vill nú beita sér fyrir því að fræga fólkið sýni tilhlýðilega ábyrgð. Stjörnur á borð við Lindsay Lohan, Paris Hilton, Nicole Richie og Kiefer Sutherland ættu að geta nýtt sér þjón- ustuna, en þau hafa sem kunnugt er öll verið tekin fyrir ölvunarakstur á síðastliðnum tveim- ur árum. hþ Spornar við ölvunarakstri Ný námsbraut - leið til BA gráðu við erlenda háskóla. Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Umsóknarfrestur til 28.maí 2008 MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Góð reynsla - um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. Síðara inntökupróf 31.maí 2008 Umsóknarfrestur til 26. maí 2008 Leir og tengd efniMÓTUN Hringbraut 121 • 107 Reykjavík • sími 5511990 Fyrra inntökupróf 5.apríl 2008 Umsóknarfrestur til 25. mars 2008 www.myndlistaskolinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.