24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 72

24 stundir - 15.03.2008, Blaðsíða 72
24stundir „KRONBORG PRESTIGE“ ANDADÚNSSÆNG Notaleg og góð sæng fyllt með 750 gr. af andadúni og andafiðri. Sængin er saumuð í ferninga og því helst dúnninn jafn yfir alla sængina. Þolir þvott. Stærð:135 x 200 sm. Koddi 50 x 70 sm. 2.990,- SÆNG 7.990,- „HEMINGWAY” SVEFNSÓFI Fallegur svefnsófi með slitsterku PU áklæði og rúmfatageymslu. Litur: Svartur. Stærð: B:186 x H:92 x D:95 sm. Í svefnstöðu: B:125 x L:186 sm. Frábær svefnsófi á góðu verði! SVEFNSÓFI 34.900,- HÁRÞURRKA Góð hárþurrka með þremur hausum. Frábær fermingargjöf! 90x200 sm. 34.900,- 120x200 sm. 49.900,- 153x203 sm. 59.900,- 183x203 sm. 69.900,- „GOOD NIGHT SLEEP” DÝNA Virkilega góð og vönduð dýna. Tilvalin fermingargjöf. Hreint ótrúlegt verð! Fáanleg í fjórum stærðum. Fætur fylgja með. www.rumfatalagerinn.is 5.990,- „CASSANDRA“ SÆNGURVERASETT Virkilega fallegt sængurverasett úr 100% bómullarsatíni. Litir: hvítt, svart og sandlitur. Stærð: 140 x 200 sm. Koddaver. St. 50 x 70 sm. ST. 120X200 SM. 49.900,- FERÐATÖSKUSETT Gott 3ja tösku sett. Tvær stærstu á hjólum. Sú minnsta í settinu er íþróttataska. Tilvalin fermingargjöf! 3 TÖSKUR SAMAN 3.990,- SLÉTTUJÁRN Keramik húðað sléttujárn sem má nota bæði á þurrt og blautt hár. 2.490,- 2.490,- 1.490,- „PRIME“ SÆNGURVERASETT Flott krep sængurverasett úr 100% bómull. Stærð: 140 x 200 sm. koddaver. St. 50 x 70 sm. Komdu og gerðu góð kaup! EINNIG Í SVÖRTU & SAND ? Niðurstöður dómstóla vekja ofthörð viðbrögð. Í hita umræðunnarfalla þung orð í garð dómsvaldsins ogaldrei er gagnrýninni svarað. Dómarartjá sig ekki um eigin dóma.Af einhverri ástæðu finnst sumumþetta skrítið. Þeim finnst skrítið aðdómarar, sem eru jú bara manneskjur, geti ekki tekið þátt í umræðunni eins og hver annar bloggari. Sumum finnst jafnvel að dómstólar eigi að ráða til sín almannatengslafulltrúa til að svara fyr- ir niðurstöður sínar. Til að svara þessu hef ég aðeins þetta að segja: Dómar eru oftast vel rökstuddir. Þeir eru síður en svo skoð- un venjulegrar manneskju heldur ann- ars vegar grundvallaðir á lögum hvers tíma og hins vegar á reglum tvö þús- und og fimmhundruð ára gamallar fræðigreinar. Sá misskilningur að dómar séu venjulegar skoðanir er hlægilegur. Þeir sem þenja sig mest hafa líklega aldrei lesið dóma. Þeir lesa snöggsoðna útdrætti úr dómum á net- fréttamiðlum. Þær niðurstöður dómstóla sem mest er deilt um eru yfirleitt skýrar og ein- faldar þegar öllu er á botninn hvolft. Það þarf engan almannatengslafulltrúa til að skýra þær út. Það þarf einungis að taka sér nokkrar klukkustundir og kynna sér málið í heild. En í dag getur enginn tekið sér nokkrar klukkustund- ir til að kynna sér mál. Þá er enginn tími eftir til að kvarta á netinu og væla yfir einhverju sem maður hefur ekki hundsvit á. Hættið að kvarta og farið að lesa Bergur Ebbi Benediktsson vill að fólk kynni sér málin. YFIR STRIKIÐ Þarf að sjóða upplýsingar ofan í fólk? 24 LÍFIÐ 24 studir grófu upp barnamyndir af 20 heimsþekktum einstakling- um sem hafa breyst mismunandi mikið. Barnamyndir af fræga fólkinu »64 Gillzenegger er genginn til liðs við Hvöt frá Blönduósi. Nágrannarnir í Tindastóli hræðast ekki Gillzenegger. Króksararnir óttast ekki Gillzenegger »70 Fjórir keppendur í Bandinu hans Bubba fengu sér tattú í vikunni. Villi vældi en Hjálmar kveinkaði sér ekki. Keppendum Bubba boðið upp á tattú »70 ● Systkinamót „Fimleikar eru náttúrlega fjöl- skyldusport en ég veit ekki hvort það er hægt fullyrða það út frá þessu, en það má alveg spyrja sig hvort þetta sé í genunum,“ segir Hrund Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, en nú um helgina fer fram Íslandsmót í áhaldafimleikum en þar eru 13 systkini skráð til leiks. „Það er mikil gróska í fimleikunum um þessar mundir og það er gaman að sjá að það eru ungir og sterkir krakkar að koma upp.“ ● Sár fátækt Hópur Íslendinga heimsótti nýlega Gíneu-Bissá til að sjá árangur af þró- unaraðstoð UNI- CEF. „Við erum litlar þjóðir og það var gaman að sjá hvað við getum náð miklum ár- angri,“ segir Katrín Júlíusdóttir þingkona. „Það var líka merkilegt að sjá hvað margt er sameiginlegt með kvennabaráttunni, hvort sem það er í ríki sem er númer 175 á lífsgæðalista SÞ eða í fyrsta sæti. Á báðum stöðum er til dæmis talað um hvað sé erfitt að fá konur til að taka þátt í pólitík og hvað sé erfitt fyrir þær að nálgast fjármagn.“ ● Þorir út þrátt fyrir svifryk Gunnar Her- sveinn, upplýs- ingafulltrúi um- hverfissviðs borgarinnar, gleðst yfir því að komast í hreina loftið í Biskupstungum um helgina, meðan svifrykið leggst yfir Reykja- vík. „Ef ég væri í bænum myndi ég þó hugsa mig tvisvar um áður en ég hjólaði eða gengi með umferð- aræðum. Svifrykið þyrlast upp úr götunni því nú er þurrt í veðri. Borgin bindur rykið eftir bestu getu og hélt því í skefjum í gær.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.