24 stundir - 04.04.2008, Síða 2
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Ég skil dómarana mjög vel,“ segir
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi
manns sem ákærður var fyrir
nauðgun í Hótels Sögu-málinu
svokallaða. Var maðurinn sýknað-
ur í Héraðsdómi en Hæstiréttur
sendi málið aftur heim í hérað.
Þrír dómarar í Héraðsdómi
Reykjavíkur viku í gær sæti í mál-
inu en þeir töldu ummæli Hæsta-
réttar fela í sér „fyrirmæli til dóm-
ara málsins um það að álykta beri á
tiltekinn veg af atvikum þess“ og
bæta við að þetta hljóti að vera „í
andstöðu við ákvæði 70. gr. stjórn-
arskrárinnar þar sem tryggður er
réttur manns til að fá fjallað um
ákæru á hendur honum fyrir óháð-
um og óhlutdrægum dómstóli.“
Þá gera dómararnir athugasemd
við túlkun Hæstaréttar á hugtakinu
ofbeldi og segja réttinn breyta túlk-
un laganna. Það sé andstætt 69.
grein stjórnarskrárinnar um að
„engum skuli refsað nema brotinu
sé lýst í settum lögum.“
Hæstiréttur var ósammála hér-
aðsdómi um að ekki væri um of-
beldi að ræða í málinu í skilningi
194 gr. hegningarlaga. Í málinu bar
konan að maðurinn hefði ýtt henni
inn í salernisklefa, dregið niður um
hana sokkabuxur og nærbuxur og
þvingað hana til kynmaka. Konan
kvaðst sökum áfalls ekki hafa getað
veitt mótspyrnu.
Hæstiréttur taldi sömuleiðis að
mat á því hvort manninum hefði
átt að vera ljóst að konan vildi ekki
eiga kynmök við hann yrði ekki
reist á þeim grunni að hún hefði
ekki verið honum andhverf áður en
hún fór með honum inn á kvenna-
salerni Hótels Sögu þar sem meint-
ur glæpur var framinn.
Hæstiréttur taldi heldur ekki
hægt að horfa framhjá því að
ákærði fór inn á kvennasalerni og
beið þar framan við lokaðan klefa
en ekki verði séð að hann hafi talið
konuna hafa hvatt sig til þess.
Úrskurðurinn verður samkvæmt
upplýsingum 24 stunda kærður til
Hæstaréttar sem annaðhvort getur
staðfest hann eða lagt fyrir héraðs-
dóm að taka málið fyrir aftur. Þá
verða kvaddir til nýir dómarar.
Deila um hvað
telst ofbeldi
Þrír dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur sögðu sig frá Hótels
Sögu-málinu í gær Segja Hæstarétt brjóta gegn stjórnarskrá
Hótel Saga Hér átti
meint nauðgun sér stað.
➤ Hver sem hefur samræði eðaönnur kynferðismök við
mann með því að beita of-
beldi, hótunum eða annars
konar ólögmætri nauðung
gerist sekur um nauðgun og
skal sæta fangelsi ekki skem-
ur en 1 ár og allt að 16 árum.
Til ofbeldis telst svipting
sjálfræðis með innilokun, lyfj-
um eða öðrum sambæri-
legum hætti.
194. GR. HEGNINGARLAGA.
24stundir/Golli
2 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 23
Amsterdam 9
Alicante 22
Barcelona 18
Berlín 10
Las Palmas 22
Dublin 16
Frankfurt 10
Glasgow 12
Brussel 9
Hamborg 9
Helsinki 12
Kaupmannahöfn 8
London 15
Madrid 27
Mílanó 20
Montreal -2
Lúxemborg 8
New York 4
Nuuk 2
Orlando 20
Osló 10
Genf 8
París 14
Mallorca 19
Stokkhólmur 8
Þórshöfn 8
Léttir til sunnan- og vestanlands, en stöku él
norðan- og austanlands. Norðan 5-10 m/s
síðdegis.
Frost 0 til 7 stig á morgun, en um frostmark
sunnantil.
VEÐRIÐ Í DAG
0
-1
-2
-2 0
Léttir til
Fremur hæg norðlæg átt og víða bjartviðri, en
stöku él norðaustan- og austanlands. Frost 1
til 8 stig, en um frostmark suðvestantil.
VEÐRIÐ Á MORGUN
-1
-2
-3
-1 -1
Hæg norðlæg átt
„Við lýsum yfir vonbrigðum
með að ráðuneytið skuli ekki, í úr-
skurði sínum, taka efnislega af-
stöðu til kröfu okkar heldur vísa
henni frá,“ segir Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landverndar.
Umhverfisráðherra hefur stað-
fest ákvörðun Skipulagsstofnunar
frá 4. október, um að framkvæmdir
tengdar álveri Norðuráls í Helgu-
vík, þurfi ekki í sameiginlegt mat á
umhverfisáhrifum.
Landvernd kærði Skipulags-
stofnun fyrir að beita ekki laga-
heimild og óska eftir að umhverfis-
áhrif framkvæmda vegna álversins
yrðu metin sameiginlega.
„Það kemur í ljós við rannsókn
þessa máls að efnisleg afstaða til
sameiginlegs mats var tekin um
mitt ár 2006. Það er álit mitt að það
sé viss formgalli á niðurstöðu
Skipulagsstofnunar að það skyldi
ekki tilkynnt þá og þegar að fram-
kvæmdirnar færu allar í eitt sam-
eiginlegt mat,“ segir Þórunn Svein-
bjarnardóttir umhverfisráðherra.
„Þó úrskurðurinn sé að lands-
lögum, er hann ekki endilega mér
að skapi. Ég hefði gjarnan viljað úr-
skurða í öðru og betra lagaum-
hverfi, en þessi niðurstaða áréttar
mikilvægi þess að í stjórnarskrá Ís-
lands sé umhverfiskafli þannig að
náttúruvernd og umhverfi njóti
verndar stjórnarskrárinnar rétt eins
og atvinnufrelsi og eignarréttur.“
Umhverfisráðherra hyggst leggja
fram frumvarp til breytinga á lög-
um þannig að Skipulagsstofnun
þurfi ávallt að taka afstöðu til sam-
eiginlegs mats á umhverfisáhrifum
tengdra framkvæmda.
aegir@24stundir.is
Landvernd gagnrýnir umhverfisráðherra vegna Helguvíkur
Tók ekki efnislega afstöðu
Lúðvík Bergvinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, segir
að enn sé stefnt að því að afnema
stimpilgjöld með öllu á kjörtíma-
bilinu. „Það verður hins vegar að
huga að tímasetningunni. Nú um
stundir búum við við talsverða
verðbólgu og erfiðleika í hagkerfinu.
Þrátt fyrir það kæmi mér ekki á
óvart að stimpilgjöld yrðu afnumin
með öllu fyrr en seinna.“ Lúðvík
segir að sú gagnrýni sem komið hef-
ur fram um að of langur tími sé
þangað til stimpilgjöld vegna kaupa
á fyrstu fasteign verði afnumin sé
skiljanleg. „Hins vegar þarf bara
þennan tíma til að leysa úr tækni-
legum atriðum varðandi lagasetn-
inguna. Það er mikilvægt að vel sé
vandað til þeirrar vinnu svo að hlut-
irnir séu sléttir og felldir. fr
Stimpilgjöld af fyrstu fasteign afnumin 1. júlí
Tíminn notaður í
tæknilega útfærslu
Í utandagskrárumræðu á Alþingi í
gær um útvistun á heilbrigðisþjón-
ustu á Landspítala sagði Guðlaugur
Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
meðal annars að efla ætti háskóla-
hlutverk Landspítalans. Tók ráð-
herrann fram að það mætti alveg
gera með einkaaðilum en Valgerður
Sverrisdóttir, þingmaður Framsókn-
arflokksins, hafði áhyggjur af
menntunarþættinum vegna aukins
einkareksturs á deildum spítalans.
Ráðherrann varði ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að fela
einkaaðilum að reka öldrunardeild á Landakoti. Þuríður Backman,
þingmaður Vinstri grænna, sagði að menn væru að koma sér undan
því að taka á launamálum almennt með því að bjóða rekstur öldr-
unardeildarinnar út en erfitt hefur verið að halda henni opinni vegna
manneklu. Sagði Þuríður málið lýsandi dæmi um þann þrönga fjárhag
sem Landspítalinn byggi við.
Efla á háskólahlutverkið
Gert er ráð fyrir að uppbygging
álvers fari rólega af stað og að
efnahagslegra áhrifa fari ekki að
gæta að ráði fyrr en 2009 og 2010.
Forráðamenn Norðuráls telja
framkvæmdina ekki valda óæski-
legri þenslu í samfélaginu og
sögðu það á framkvæmdaþingi í
Reykjanesbæ í gær.
Telja álver ekki
valda þenslu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt karlmann í átta mánaða
fangelsi, þar af fimm mánuði
skilorðbundið í þrjú ár, fyrir fjór-
ar líkamsárásir gagnvart fyrrver-
andi eiginkonu sinni og húsbrot.
Maðurinn var jafnframt dæmdur
til að greiða konunni 900 þúsund
krónur í miskabætur.
Árásirnar fjórar voru gerðar á
heimili konunnar á árunum 2005
og 2006. Maðurinn ruddist í
heimildarleysi inn á heimilið, sló
konuna hnefahögg meðal annars
í andlit, bak, axlir, hnakka og
maga, dró hana á hárinu og
sparkaði í hana. aí
Dæmdur fyrir fjórar líkamsárásir
STUTT
● Árétting Eigandi jeppa á
stórum dekkjum sem mynd
var af í blaðinu í gær, tengist
á engan hátt mótmælum gegn
bensínverði. Í fréttinni var
talað um mótmæli jeppakalla
sem leika sér á fjöllum. Bíleig-
andinn er beðinn velvirð-
ingar.
● Slegist í bíl Umferð um
Sæbraut í Reykjavík stöðv-
aðist í gær þegar kona féll út
úr bíl eftir slagsmál við bíl-
stjórann. Að sögn sjón-
arvotta mátti litlu muna að
vörubíll sem kom aðvífandi
æki yfir konuna. Málið er í
rannsókn lögreglu.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skrifstofuna
undir 1 þaki