24 stundir - 04.04.2008, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir
Sumar 2008Fífunni í Kópavogi 4.–6. apríl 2008
Upplifðu sumarið með okkur
á sýningunni í Fífunni 4.-6. apríl!
Kynningar, fræðsla og skemmtun
fyrir alla fjölskylduna
Sýningin er opin sem hér segir:
Föstudag 4. apríl kl. 16:00 – 19:00, laugardag 5. apríl
kl. 11:00 – 19:00 og sunnudag 6. apríl kl. 11:00 – 18:00
Tugir sýnenda, hundruð áhugaverðra hluta og þúsundir hugmynda
Allir gömlu góðu réttirnir
og frábærar nýjungar
Komdu til okkar,
taktu með eða borðaðu
á staðnum
Alltaf góð
ur!
Kjúklingastaðurinn
Suðurveri
Nú er
orðin
n stór
Ingibjörg Sólrún sagðist mjög
ánægð með fundinn í Búkarest.
„Það er því ljóst að það er stað-
fastur vilji manna hér að sýna fulla
einurð í Afganistan og taka á sig
skuldbindingar til næstu ára. Það
sem er gott við fundinn er að það
er verið að ræða það sem vel hefur
tekist í Afganistan en það er líka
verið að ræða það sem upp á vant-
ar,“ segir Ingibjörg.
Hún segir einkum þrennt hafa
verið nefnt: „Í fyrsta lagi spilling í
stjórnkerfinu í Afganistan, sem
krafist er að Afganar taki á. Í öðru
lagi er viss skortur á samhæfingu
hjá alþjóðaliðinu sem þarna er;
milli einstakra ríkja og milli Sam-
einuðu þjóðanna og NATO. Þetta
er eitthvað sem þessar alþjóða-
stofnanir verða að takast á við. Í
þriðja lagi er skortur á ákveðnum
Eftir Egil Ólafsson í Búkarest
„Það er mikill samhljómur með
fólki um nauðsyn þess að halda
áfram að styðja Afganistan og
hvika hvergi í þeirri vinnu sem er
framundan. Það hefur náðst mik-
ill árangur en það má ekki hætta í
miðjum klíðum, um það eru
menn einróma á þessum fundi,“
sagði Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sem í gær sat sérstakan fund
um málefni Afganistans á leið-
togafundi NATO í Rúmeníu.
Mikilvæg ferð Ingibjargar
Geir telur að ferð Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð-
herra til Afganistan í síðasta mán-
uði hafi verið mikilvæg og nauð-
synleg skilaboð af Íslands hálfu
varðandi þátttöku í Afganistan.
tengslum milli alþjóðasamfélags-
ins, milli stjórnvalda í Afganistan
og almennings í Afganistan.
Stundum miðast aðstoðin meira
við pólitíska hagsmuni aðildar-
ríkjanna en fólks í Afganistan.
Menn eru gagnrýnir á sjálfa sig og
stjórnvöld í Afganistan. Menn
leggja áherslu á að Sameinuðu
þjóðirnar verði sýnilegar í landinu
og þær verði meira leiðandi en
þær hafa verið.“
Hvika ekki í Afganistan
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið um málefni Afganistans á NATO-fundi í Rúmeníu
Leiðtogar Geir H. Haarde forsætisráð-
herra með Bush Bandaríkjaforseta,God-
manis forsætisráðherra Lettlands og Le-
terme, forsætisráðherra Belgíu.
➤ Í dag eru um 47.000 hermennog friðargæsluliðar í Afgan-
istan frá 40 þjóðum.
➤ Erlent herlið í Afganistan erþar í umboði Sameinuðu
þjóðanna.
FJÖLMENNUR HER
NATO hefur staðfest að Georgíu
og Úkraínu verði um sinn ekki
boðin aðild að bandalaginu, en
ákvörðunin verður tekin til endur-
skoðunar í desember næstkom-
andi. Ríkjunum var þó gefið vilyrði
um aðild síðar meir. Makedón-
ímönnum verður heldur ekki boð-
in aðild vegna deilna þeirra við
Grikkja um nafn á ríkinu. Leiðtog-
ar NATO-ríkjanna samþykktu hins
vegar allir á fundi sínum í Búkarest
í Rúmeníu að Albaníu og Króatíu
verði veitt aðild.
George Bush Bandaríkjaforseti
talaði fyrir því að Úkraínu og
Georgíu yrði veitt aðild, en vegna
andstöðu bæði Þjóðverja og Frakka
varð ekkert úr því.
atlii@24stundir.is
Albanía og Króatía gerast aðilar að NATO
Úkraína, Makedónía
og Georgía fá ekki aðild
Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt
að tíbeska höfuðborgin Lhasa
verði aftur opnuð fyrir erlendum
ferðamönnum 1. maí næstkom-
andi. Lhasa var
lokuð fyrir
ferðamönnum
og fréttamönn-
um eftir að
mótmæli gegn
Kínastjórn
blossuðu upp í
Tíbet í síðasta
mánuði.
Ferðamenn þurfa sem fyrr sér-
staka heimild frá kínverskum yf-
irvöldum til að ferðast til Tíbets.
Umferð bæði kínverskra og er-
lendra ferðamanna til Lhasa og
Tíbets hefur aukist gríðarlega frá
því að umdeild lestarleið var lögð
til héraðsins árið 2006. aí
Góð tíðindi fyrir ferðalanga
Lhasa opnuð
aftur í maí
Til átaka kom milli lögreglu og
íbúa í Kristjaníu í Kaupmanna-
höfn í fyrrinótt. Ólætin hófust
eftir að lögregla hugðist handtaka
eiturlyfjasala og skaut hund sem
hafði verið sigað á hana.
Um hundrað grímuklæddir
menn fóru þá um Kristjánshöfn,
brutu rúður og kveiktu elda.
Mikil reiði ríkir nú meðal Krist-
janíubúa vegna hundsdrápsins. aí
Óeirðir í Kristjaníu
Reiði vegna
hundsdráps