24 stundir


24 stundir - 04.04.2008, Qupperneq 13

24 stundir - 04.04.2008, Qupperneq 13
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 13 Kistan.is hefur sent 20 há-skólamönnum spurn-ingar er varða dóm yfir Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni og þeir beðnir að svara þeim. Í gær voru 15 búnir að svara spurningunum og voru allir á því að dómurinn væri réttlátur. Einstaka vildi að Hannes yrði rek- inn úr Háskólanum en aðrir voru á því að áminning myndi duga. Gísli Gunnarsson prófessor bendir á að Hannes hafi ekki ver- ið dæmdur fyrir brot á hegning- arlögum heldur í skaðabætur (ekki sekt) fyrir brot á einkamála- rétti. „Rektor getur því ekki beitt ströngustu viðurlögum (t.d. brottvísun úr starfi) í málinu, þá ætti Hannes skaðabótarétt.“ Þeg- ar háskólamennirnir voru spurðir um söfnun til handa Hannesi ætl- aði enginn þeirra að taka þátt í henni og voru flestir á því að söfnunin væri háðung fyrir Hannes. Auglýsing umbókinaStrákurinn í röndóttu náttföt- unum sem birtist í 24 stundum í gær vakti aldeilis athygli. Síminn stoppaði ekki á skrifstofu bókaút- gáfunnar Veraldar því lesendur vildu vita hvað þríhyrningur á náttfötum drengsins þýddi. Á skrifstofunni voru menn með þetta á hreinu. Myndin var fengin frá Auschwitz í Póllandi og sýnir fanga í útrýmingarbúðum. Nas- istar skráðu fanga með númerum og þríhyrningi eða Davíðsstjörnu eftir því hvaða flokki þeir til- heyrðu og ástæðu þess að hann hafði verið sendur til Auschwitz. Og mennhaldaáfram að hneykslast á þotu- liðinu í ríkisstjórn- inni. Vefurinn and- riki.is sem haldið er úti af frjálshyggjumönnum í Sjálfstæð- isflokknum lætur þetta flakka: „Fyrir nokkrum áratugum gekk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Keflavíkurveginn á tveimur jafn- fljótum til að mótmæla aðild Ís- lands að NATO. Í gær sparaði hún sér ferðina suður eftir og flaug með einkaþotu af Reykja- víkurflugvelli til Rúmeníu til að heiðra sama NATO með nærveru sinni.“ elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Munið þið eftir nýja hagkerfinu? Þegar netbólan fór að blása út und- ir nýliðin aldamót fóru einhverjir úrtölumenn að fjasa um að það væri nú kannski heldur lítil inni- stæða fyrir verðmati sumra fyrir- tækja, sér í lagi ýmissa tölvu- og tæknifyrirtækja, sem höfðu sprott- ið fram úr dimmum tölvuleikjasöl- um og vaxið í veldisvís á alnæmum heimsmarkaði alnetsins svokallaða. Virði fyrirtækjanna var komið í hæstu hæðir og umsvifin svo of- boðsleg að jafnvel rykföllnustu fé- lagsfræðikennarar voru orðnir staffírugir ráðgjafar í örtækni og hvers konar míkróflögum. Hagkerfið var í blóma, svo mikl- um blóma að nánast hvaða sprota sem stungið var ofan í sólblóma- maríneraðan jarðveginn fór fyr- irhafnarlítið að vaxa af sjálfu sér. Það þurfti lítið að vökva. Þó var einn vandi sem lá eins og grá stein- vala ofan á rjómabolluástandinu. Tekjurnar létu á sér standa. Gjöldin voru þó á sínum stað og uxu bara og uxu eins og baunagrasið hans Jóa. Nýja hagkerfið En þetta þótti ekki mikill vandi. Spekingar netbólunnar smíðuðu sér einfaldlega nýja kenningu. Nú var komið nýtt hagkerfi. Nýja hag- kerfið var að þeirra sögn ekki leng- ur bundið af takmörkunum gamla hagkerfisins. Nú var ekkert lögmál að fyrirtæki þyrftu að hafa tekjur umfram gjöld. Það gilti aðeins í gamla hagkerfinu, í gömlum iðn- og framleiðslufyrirtækjum. Svo- leiðis rekstur var álitinn gamal- dags. Mestu máli skipti að kon- septið, eins og það var kallað, væri gott. Ef konseptið var gott þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af tekjum. Þær myndu koma svo gott sem sjálfkrafa í ofurbjartri framtíðinni. Bókfærslukennarar í framhalds- skólum fengu um leið skömm í hattinn fyrir gamaldags hallæris- hugsun. Helst þyrfti að senda þá alla í endurmenntun. Fyrirtæki voru ekki lengur rekin fyrir tekjur af rekstri heldur fyrir hlutafé sem sparifjáreigendur dældu gagnrýnis- lítið inn í fyrirtæki nýja hagkerf- isins. Restin var tekin að láni. Brennsluhraði hlutafjár varð mik- ilvægari mælieining heldur en hefðbundin tekjuáætlun. Svo sprakk netbólan með látum upp úr aldamótum. Ástandið var svo bjart að menn fengu ofbirtu í augun og sáu ekki hætturnar sem blöstu við þegar sólin hneig til viðar. Gamaldags hagfræðilögmál Munið þið eftir verðbréfagutt- unum sem fylltu alla sjónvarps- þætti og spáðu endalausum upp- gangi verðbréfa? Að vísu voru alltaf einhverjir afdankaðir hagsögu- fræðingar að minna menn á að efnahagskerfi heimsins gangi yfir- leitt í nokkrum sveiflum. En boð- berar nýja hagkerfisins gáfu lítið fyrir svoleiðis speki. Nú væri ný tíð og gamaldags hagfræðilögmál giltu ekki lengur. Það var búið að taka þyngdarlögmálið úr sambandi. Það var komið nýtt fjármálakerfi. Pen- ingar voru ekki lengur takmörkuð auðlind. Í nýja fjármálakerfinu þurfti bara útsjónarsama og um- fram allt hugaða útrásarvíkinga til að finna uppsprettuna og virkja hana. Þá gætu menn eytt að vild. Málið var að kaupa, ekki að borga. Á morgun er annar dagur og allt það. Aldrei aftur Elton John Munið þið Range Roverana? Einkaþoturnar? Þyrlurnar? Og sjálfan Elton John? Munið þið alla kaupleigusamningana, raðgreiðsl- urnar, fjármögnunarsamningana? Eins og pönkararnir í gamla daga treystu nýju fjármáladúddarnir engum yfir þrítugu. Grandvarir eldri bankamenn voru settir til hliðar. Þeir kunnu ekki á nýja gló- bal fjármálakerfið. Kunnu ekki eyða eins og alvöru menn. Voru sí- fellt að þrasa um debit þegar hægt var einbeita sér að kredit. Aftur settu sparifjáreigendur allt sitt traust á unggíruga fjármálafursta. Svo hrundi úrvalsvísitalan í Kaup- höllinni. Svo féll gengið. Verð- bólgudraugurinn sá að því loknu um að brenna upp restina. Og vextirnir, maður lifandi! Leiðtogar þjóðarinnar eru nú í einkaþotunni alræmdu á leiðinni af Nató-fundi. Við bjóðum þau velkomin heim. Höfundur er stjórnmálafræðingur Um bólur og bólusóttir VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson Ástandið var svo bjart að menn fengu ofbirtu í aug- un og sáu ekki hætt- urnar sem blöstu við þegar sólin hneig til viðar. TB W A\ R E Y K JA V ÍK \ S ÍA www.triumph.is Krossgötur ehf Suðurlandsbraut 50 (bláu húsunum við Fákafen) www.gala.is • Sími 588 9925 Opið 11-18 • 11-16 lau. Full búð af flottum fötum frá Pause Café Str: 34-52 Nú hefst síðasta námskeiðið í fluguköstum í T.B.R húsinu Gnoðavogi 1 6. apríl kl 20:00 á þessum vetri. Kennt verður 6., 13., 20. og 27. apríl. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐ Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.