24 stundir - 04.04.2008, Side 15
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 15
Ríkulegur staðalbúnaður
• Galvaníseruð grind
• Evrópskar þrýstibremsur
• Radial dekk / 13” álfelgur
• Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum
• Útdraganleg trappa við inngang
• Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk)
• 50 mm kúlutengi
• 220v tengill (blár skv. reglugerð)
• Útvarp með geislaspilara,
hátalarar inni og úti
• Upphitaðar 12 cm springdýnur
• Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými
• Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic
• SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti
• 2 gaskútar
• Gasviðvörunarkerfi
• Öflug Truma combi 4 miðstöð
m/heitu vatni
• Stór loftlúga m/þriggja hraða viftu
• Skyggðir gluggar
• 2 feta geymsluhólf
• Stórt farangurshólf
• Voldugir öryggisarmar fyrir þak
og tjald
• 1 x færanlegt lesljós með viftu
• 110 amp rafgeymir
• Heitt og kalt vatn, tengt
• Rafmagnsvatnsdæla
• 86 lítra vatnstankur
• Klósett með hengi
Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft
til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla,
fylgihluti og margt fleira.
Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600
Fax 551 5601 • www.utilegumadurinn.is
CD spilari/
útvarp
vatn tengt
heitt/kalt
Fjöðrun f.
ísl. aðstæður
Evrópskar
Þrýstibremsur
Upphitaðar
lúxusdýnur
12 cm
Lau kl. 10.00-17.00
Sun kl. 12.00-16.00
Rockwood Fellihýsin 2008
Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum
helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7.
Rockwood fellihýsin eru glæsileg og sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum.
Með evrópskum þrýstibremsum, galvaniseraðri grind og hlaðin staðalbúnaði.
Rockwood fellihýsi
Verð frá 1.398.000 kr.
Í Bretlandi eru fleiri konur en
karlar á aldrinum 18 til 45 ára
milljónamæringar og áætlað er að
árið 2020 verði meirihluti breskra
milljónamæringa kvenkyns, að því
er kemur fram í skýrslu The Eco-
nomist fyrir Barclays-bankann.
Leiða má líkur að því að íslenskar
konur séu ekki eftirbátar breskra
kvenna, að sögn Þórönnu Jóns-
dóttur hjá Auði Capital.
„Íslenskar konur mennta sig
ekki minna en breskar konur. Þótt
fjármagnseign kvenna hér á landi
hafi lítið verið rannsökuð er at-
vinnuþátttaka kvenna hér mjög
mikil miðað við önnur Evrópu-
lönd og þess vegna má gera ráð fyr-
ir því að konur eigi sjálfsaflafé í
meiri mæli en áður. Áður urðu
konur ríkar af því að þær erfðu fé,
við hjónaband eða skilnað,“ segir
Þóranna.
Á námstefnu Samtaka atvinnu-
lífsins, Félags kvenna í atvinnu-
rekstri, viðskiptaráðuneytisins og
iðnaðarráðuneytisins í síðustu viku
lögðu fulltrúar Auðar Capital
áherslu á að konur þyrftu að taka
þátt í fjárfestingum, bæði þegar um
er að ræða eigið sjálfaflafé og sam-
eiginlegt sparifé þeirra og maka
þeirra.
„Giftar konur taka sjaldnar
ákvörðun um hvernig farið er með
sparifé en karlarnir. Ef konur virkja
fjármagnið sjálfar færast líka völd
og ákvörðunartaka til þeirra,“
bendir Þóranna á.
Hún segir fjölbreytni skipta máli
fyrir fjármálageirann. „Ef konur
endast ekki í fjármálageiranum
vegna þess að þeim hugnast ekki
menningin og starfsumhverfið sem
þar skapast þá fer fjármálageirinn á
mis við mikla þekkingu og hæfni.
Nálgun kvenna og viðhorf til fjár-
málaþjónustu er gjarnan öðruvísi
en karla og það þarf að virkja þær
til þátttöku.“
ingibjorg@24stundir.is
Áætlað að konur verði meirihluti breskra milljónamæringa 2020
Konur hér engir eftirbátar
Barcleys banki auðkonur
skáka breskum auðmönnum.
Í Vegvísi Landsbankans segir
að búast megi við að vöru-
skiptajöfnuður snúist við og
afgangur myndist þegar líður á
árið. Vegvísirinn vitnar í upp-
lýsingar Hagstofu Íslands um
að verulegur vöxtur sé í út-
flutningi áls. Áhrifanna sé farið
að gæta í hagtölunum og von
sé á áframhaldandi vexti af
þeim sökum á næstu mán-
uðum. Jafnframt er talið líklegt
að nýleg lækkun gengis krón-
unnar leiði til minni innflutn-
ings en ella á næstunni. ibs
Viðsnúningur
framundan
Þegar Joyti De-Laurey var ritari í
Goldman Sachs fjárfesting-
arbankanum í Englandi stal hún
um 600 milljónum króna á fjög-
urra ára tímabili án þess að yf-
irmenn yrðu þess varir. Hún
hafði umsjón með ávís-
anaheftum þeirra og falsaði und-
irskriftir. Hún keypti fasteignir,
bíla og skartgripi auk þess sem
hún gaf fé til velgerðarmála. Í
viðtali við Mail on Sunday segir
De-Laurey, sem er nú laus úr
fangelsi, að upp um sig hafi
komist þegar hún gat ekki stillt
sig um að stela rúmlega 20 millj-
ónum króna rétt áður en hún
hugðist flytja úr landi. ibs
Stórsvindlari
Húsið sem Al-Walid Talal
prins ætlar að láta reisa í
Jedda í Sádi-Arabíu verður
1.600 metra hátt eða tvöfalt
hærra en hæsta bygging
heims, Burj Dubai. Áætlað er
að byggingin í Jedda kosti yfir
700 milljarða íslenskra króna.
Þegar byggingin hefur náð
vissri hæð þarf að fljúga með
bæði efni og iðnaðarmenn í
þyrlu. Turninn þarf að þola
bæði eyðimerkurhita og frost.
Tveir minni turnar verða látn-
ir styrkja þann stóra vegna
mikilla hafsvinda. ibs
1.600 m turn