24 stundir - 04.04.2008, Side 19
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 19
Þessar sósur eru ómissandi og af-
ar létt að útbúa þær með grill-
matnum:
Agúrku-raita
1 agúrka
1 dós hrein jógúrt
2 msk. skyr
1 tsk. hvítlauksmauk
1/2 tsk. cumminduft
1-2 vorlaukar
salt og pipar
1/2 tsk. engifer
minta
Agúrkan er rifin gróft niður í rif-
járni, þá er hún söltuð og látin
standa í nokkrar mínútur (vökvinn
fer úr). Jógúrti, skyri, engifer, vor-
lauk, hvítlauk og cummin blandað
saman. Smakkað til með salti, pipar
og skreytt með mintu.
Satay-jarðhnetusósa
Satay-sósa er ómissandi með
grilluðum kjúklingi á grillpinnum.
Öllu hráefni er blandað saman í
matvinnsluvél. Kryddað til með
fersku kóríander.
125 g hnetusmjör (chunky)
1 fínt saxaður skalottlaukur
1tsk. saxað engifer
1 kjarnhreinsaður chili-pipar
300 ml kókosmjólk eða sýrður
rjómi
safi úr 1/2 lime
1tsk. púðursykur
1tsk. sojasósa
1/4 búnt ferskt kóríander
Létt sinnepssósa
Góð með fiskréttum og glóðuðu
grænmeti en líka með nautakjöti.
200 ml sýrður rjómi
1-2 tsk. sinnepsduft (eftir
smekk)
¼ tsk. Dijon-sinnep
smá hrísgjónaedik
1 saxaður vorlaukur
salt og pipar
1 hvítlauksrif (má sleppa)
dista@24stundir.is
Einfaldar og léttar sósur með grillmatnum
Nokkrar góðar grillsósur
Grillaðar kjúklingabringur Með satay-sósu
24stundir/Golli
Rósmarín hentar vel til að krydda
marga grillrétti en nota má krydd-
ið á ýmsan máta við matseldina.
Flestir saxa rósmarín smátt til
notkunar, en einnig má nota ferska
rósmarínkvisti til að tylla saman
kjötvefjum sem á að grilla eða
þræða kjöt og grænmeti upp á þá
eins og grillspjót. Þá nota margir
rósmarínknippi sem pensla.
Knippið er þá vætt í olíu og grill-
metið penslað.
Rósmarínteinar
og penslar
Litríkt og ferskt glóðað grænmeti
er gott með öllum grillmat. Hvaða
grænmeti sem er hentar á grillið,
til dæmis sveppir, kúrbítur og
paprika, og einnig ávextir eins og
mangó og ananas. Þegar grænmet-
ið hefur verið grillað í nokkrar
mínútur er komið af því létt grill-
bragð. Þá má taka það af grillinu,
skera það í litla bita og smakka til
með ólífuolíu, mangómauki, bal-
samediki eða teryakisósu.
Glóðað og ljúf-
fengt grænmeti
Útbúa má skemmtilegan og líf-
legan grillmat fyrir börn úr ein-
földu hráefni með lítilli fyrirhöfn.
Smápítsur með pepperoni og ólíf-
um fyrir augu; ávaxtagrillpinna
með sykurpúðum og síðast en ekki
síst, það sem helst vekur lukku og
eftirtekt: kolkrabbapylsur. Þær er
auðvelt að útbúa, skerið einfald-
lega í pylsuna inn að miðju nokkra
skurði og grillið eins og venjulega.
Kolkrabbapylsur
vekja lukku