24 stundir - 04.04.2008, Page 21
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 21
Kokkurinn orðljóti sem má
segja að sé jafn þekktur fyrir að
bölva og elda góðan mat er nú
kominn aftur á skjáinn í þátt-
unum Hell’s Kitchen. Í þáttunum
ræður Gordon Ramsay ríkjum og
er síður en svo ætíð ánægður með
hópinn sem honum er ætlað að
þjálfa, en keppt er í eldamennsku
og loks stendur einn uppi sem sig-
urvegari.
Efnilegur fótboltamaður
Ramsay fæddist í Skotlandi en
ólst upp í Englandi eftir að for-
eldrar hans fluttu til Stratford-
upon-Avon. Hann þótti efnilegur
fótboltamaður á yngri árum og
var um tíma á báðum áttum hvort
hann ætti að velja sér feril á fót-
boltavellinum eða fyrir framan
eldavélina. Hann spilaði með Ox-
ford United en í einum leik liðsins
tók útsendari Glasgow Rangers
eftir Ramsay og komst hann á
samning hjá liðinu aðeins 15 ára
gamall. Þremur árum síðar ákvað
hann hins vegar að gefa atvinnu-
mennskuna upp á bátinn og sneri
sér alfarið að eldamennskunni.
Eldskírn í Frakklandi
Ramsay hóf þjálfun sína hjá
Marco Pierre á veitingastaðnum
Harvey’s, en vann síðan á Le
Gavroche við hlið Albert Roux. Þá
starfaði hann þrjú ár í Frakklandi
þar sem hann hlaut eldskírn og
öðlaðist mikla reynslu í hefðbund-
inni franskri matargerð. Gordon
rekur nú veitingastaði um allan
heim, fjölda staða í London svo og
veitingastaði í Japan, Bandaríkj-
unum, Prag, París og Amsterdam.
Auk þess hafa komið út sex upp-
skriftabækur eftir Ramsay svo og
ævisaga hans Humble Pie þar sem
Ramsay segir hreinskilnislega frá
erfiðri æsku sinni og baráttunni
upp metorðastigann. Kona
Ramsay heitir Tana og eiga þau
fjögur börn.
maria@24stundir.is
Gordon Ramsay á sér margar hliðar
Auðmjúk baka orðljóta Skotans
Ramsay Þykir orðljótur með af-
brigðum í sjónvarpsþáttum sínum
og jaðra við að vera dónalegur.
Það getur verið skemmtilegt að
prufa ýmiss konar smárétti og
þessi hér er sannarlega öðruvísi.
Kaupa skal Chorizo-pylsur og
skera í hæfilega stóra bita. Bitarnir
eru síðan settir í eldfast mót og
þremur matskeiðum af vodka
dreift yfir og kveikt í. Loks eru sett-
ir kokteilpinnar í flamberuðu bit-
ana og þeir bornir fram með öðr-
um smáréttum eins og t.d. öðru
kjöti, ostum, brauði og sultu.
Flamberaðar
Chorizo-pylsur
Matarsmekkurinn breytist eftir því
sem fer að vora og fólk fer að langa
í eitthvað léttara. Parmaskinka vaf-
in utan um melónubita er létt og
gott snarl sem auðvelt er að útbúa
og slíkt getur einnig sómt sér vel
sem forréttur. Þá er ekki síðra að
vefja parmaskinku utan um
ferskjubita eða bera fram með fíkj-
um. Gott er að stinga stöngli í bit-
ana til að auðveldara sé að veiða þá
upp og borða.
Parmaskinka
með fíkjum
Góður bolli af ilmandi Rúbín kaffi,
hvar sem er, hvenær sem er.
Suður-amerísk blanda með
örlitlum keim frá Afríku.
Uppistaðan er Brasilíukaffi en
auk þess er í blöndunni kaffi frá
Kólumbíu, Kosta Ríka og Kenýa.
Hágæðablanda frá Kólumbíu
og Kenýa ásamt dálítilli viðbót
frá Brasilíu og Kosta Ríka.
Kaffið er valið af mikilli alúð til
að ná fram því besta.
Milt eðalkaffi frá Kolumbíu,
Kosta Ríka og Brasilíu.
Hressandi fyllt bragð og ferskur
ilmur gerir það að frábærum
drykk sem gott er að njóta.
Rúbín kaffi er unnið úr völdum hágæða kaffibaunum frá hásléttum
þekktustu kaffisvæða heims, Kólumbíu, Brasilíu, Kosta Ríka,
Mið-Ameríku og Afríku.
Umhyggja og sérþekking við brennslu, mölun og pökkun skilar
ferskum ilmi kaffisins, einstakri bragðfyllingu og ljúfum eftirkeimi alla
leið í bollann þinn. Njóttu þess.
Ilmurinn, keimurinn, áhrifin...