24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Oftast samanstóð high tea af köldu
kjöti, eggjum eða fiski, kökum og
samlokum og var jafnan staðgóð
máltíð verkamanna. Á seinni árum
hefur það hins vegar þróast svo að
high tea stendur nú fyrir viðamikið
eftirmiðdagste þar sem stássstellið
er dregið fram og listilega gerðar
samlokur og kökur útbúnar.
Á öllum fínni hótelum
High Tea er vinsælt á fínni hót-
elum víða um heim svo sem á Ritz-
og Claridge’s-hótelunum í Lond-
on. Íslendingar munu nú einnig fá
tækifæri til að kynnast þessari hefð
á Vox á Hilton Reykjavík Nordica.
Þar verður high tea reitt fram á
hverjum degi frá og með laug-
ardeginum næstkomandi og sam-
lokur, ávextir, breskar skonsur og
sætmeti borið fram á þriggja hæða
diski að hefðbundnum sið.
Kampavín og te
„Hjá okkur verða fjórar mis-
munandi tegundir af samlokum
sem verða síbreytilegar. Gúrku-
samlokurnar má þó ekki vanta í
einhverri mynd og eins ætlum við
að leggja áherslu á íslenskt og nor-
rænt hráefni eins og venjulega hjá
okkur á Vox. Sætmetið verður
heimatilbúnar sörur og litlar múff-
ur svo og auðvitað skonsur með
rjóma og sultu,“ segir Ólafur Örn
yfirþjónn. Þá áréttar hann að high
tea tengist ekkert endilega tei held-
ur frekar að fá sér kampavínsglas
með samlokunum en kaffi- eða te-
bolla með sætmetinu.
Skonsur
300 g hveiti, 2 tsk. lyftiduft, nip-
salt, 50 g flórsykur, 80 g smjör, 1
egg, 125 ml mjólk. Egg eða mjólk
til að pensla. Sigtið hveiti, lyftiduft,
flórsykur og salt saman. Blandið
smjöri saman við með fingrunum.
Hellið mjólk út í og hrærið með
gaffli. Deigið á að vera klístrað og
mjúkt. Hellið deiginu á hveitistráð
borð og hnoðið ekki of mikið.
Fletjið deigið út þannig að það
verði 2 cm þykkt og stingið út um
það bil 5 cm kökur. Leggið á hvolf
og bakið við 220°C í 10-12 mín.
Borið fram með skonsurjóma og
sultu.
Salamíbrauð með eggjasalati
Hvítt samlokubrauð, harðsoðið
egg, 5 sneiðar danskt salami,
1 msk. gott majónes, karrí, túr-
merik, nýmalaður pipar og salt.
Eggið er tvískorið í eggjaskera,
blandað út í majónesið og kryddað
eftir smekk. Síðan er öllu smurt á
brauðsneið og allt salamíið nema
ein sneið sett ofan á. Skorpan er
skorin burt, samlokan skorin í
fernt og skreytt með salamísneið.
High tea með samlokum, skonsum og kampavíni
Ensk matarhefð kynnt
fyrir Íslendingum
➤ Þessi uppskrift að rjóma meðskonsunum passar fyrir fjóra
og má segja að fylli skarð
hins enska „clotted cream“:
➤ Blandið saman 100 g afrjómaosti, 1 tsk. af sykri, nip-
salti og einum bolla af þeytt-
um rjóma.
SKONSURJÓMI
Áður fyrr var high tea
borið á borð á milli
klukkan fimm og sex á
daginn og kom í stað eft-
irmiðdagskaffis og kvöld-
verðar. Nafnið er dregið
af því að máltíðin var oft-
ast borðuð við borðstofu-
borðið eða high table.
Gúmmelaði Samlokur,
ávextir, heimabakaðar
sörur og múffur.
Upphaf hins breska eftirmið-
dagstes er yfirleitt rakið aftur til
Önnu, sjöundu hertogaynjunnar
af Bedford, sem uppi var snemma
á 19. öld. Anna borðaði yfirleitt
hádegismat snemma og kvöldmat
seint sem þýddi að seinnipartinn
var hún orðin svöng og var henni
þá fært snarl. Lundúnabúar
kynntust tei fyrst seint á sextándu
öld þegar það var flutt inn frá
Kína. Framan af hafði aðeins há-
stéttin efni á því að drekka te en
árið 1784 voru háir tollar af te-
innflutningi afnumdir og al-
menn neysla hófst.
Sex bollar að meðaltali
„Ég hef drukkið te frá tánings-
aldri og finnst best að drekka það
með mjólk. Sjaldan drekk ég kaffi
en þá helst cappuccino. Yfir dag-
inn drekk ég að meðaltali sex
bolla af tei og nota pokate á dag-
inn meðan ég er í vinnunni, en
finnst betra að hella upp á í te-
katli þegar ég er heima og á
kvöldin. Mest drekk ég af Earl
Grey og það er gott til að koma
sér í gang á morgnana þar sem
það er dálítið sterkara en t.d.
Darjeeling-teið sem ég drekk
frekar seinnipartinn og á kvöldin.
Við seljum orðið mun meira te í
búðinni þannig að vinsældir þess
hafa aukist. Eins hef ég tekið eftir
því að fólk sækist eftir því að
drekka frekar til skiptis te og kaffi
frekar en eingöngu annað hvort,“
segir Paul Newton sem rekur
verslunina Pipar og salt ásamt
eiginkonu sinni, Sigríði Þorvarð-
ardóttur, en hann er borinn og
barnfæddur í Englandi.
maria@24stundir.is
Te orðið vinsælla á Íslandi segir Paul Newton
Earl Grey best á morgnana
Paul finnst best Að
hella upp á í tekatli.
24stundir/Árni Sæberg
Ólafur Örn Ólafsson
Yfirþjónn á VOX.
24stundir/Kristinn
S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ...
Blandarinn sem allir eru
að tala um!
Mylur alla ávexti, grænmeti klaka
og nánast hvað sem er
Hnoðar deig
Býr til heita súpu og ís
Hraðastillir
Lífstíðareign!
y g