24 stundir - 04.04.2008, Page 23

24 stundir - 04.04.2008, Page 23
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 23 Margrét Þóra Þorláksdóttir og Andrea Guðmundsdóttir, mat- ráðar í Listaháskóla Íslands, eiga heiðurinn af þessari uppskrift að salati með svínalundum sem gleð- ur sennilega þá er finnst lítill mat- ur í salatskammti. Uppskrift að þessu salati hefur m.a. birst í bóka- klúbbnum „Af bestu lyst“. Sumarlegt salat (aðalréttur fyrir fjóra) ½ dl þurrt sérrí ½ dl sojasósa 4 tsk. engiferrót (fersk og rifin) 3 hvítlauksrif (marin) 400 g svínalundir ½ dl Hoi-sin-sósa 2 msk. púðursykur 2 msk. hvítvínsedik 1 msk. ólífuolía 1 tsk. sesamolía 2 rauðlaukar 1 msk sesamfræ (ristuð) 2 pokar salatblanda 4 ferskjur Blandið saman sérríi, sojasósu, engifer og hvítlauk. Takið frá ½ dl af leginum og geymið þar til síðar. Setjið lundina í plastpoka og hellið afganginum af leginum þar í. Lokið pokanum og látið löginn blandast kjötinu vel. Látið bíða í kæli í a.m.k. eina klukkustund. Þerrið marineringuna af kjötinu og grillið í 10-12 mínútur á opnu grilli. Blandið nú saman marinering- unni, sem var lögð til hliðar í upp- hafi, Hoi-sin-sósu, púðursykri, ediki og olíu og hitið að suðu. Bæt- ið sesamolíu saman við. Takið af hitanum. Skerið kjötið í strimla og bland- ið saman við salatblönduna í stóra skál eða á fat. Skerið lauk í þunnar sneiðar og dreifið yfir ásamt sesamfræjum. Dreypið sósu yfir. Skerið ferskjur í þunna báta og stráið yfir að síðustu. Berið afgang af sósunni fram með salatinu. dista@24stundir.is Sumarlegt salat með svínalundum Létt en matarmikið 24stundir/Ásdís Matarmikið og bragðgott Undir austurlenskum áhrifum Ef leitað er að léttri og þægilegri máltíð þá er fondú alltaf góður kostur, sérstaklega þegar fólki er boðið í mat. Það þarf ekki mikinn undirbúning fyrir fondú, heldur er nóg að kaupa kjöt og skera niður grænmeti. Svo geta gestirnir borð- að á sínum hraða og hver og einn steikir sitt kjöt eftir smekk. Í eft- irrétt er tilvalið að nota fondúpott- inn áfram en kannski með jarð- arber og súkkulaði í það skiptið. Þægileg og létt máltíð Portobello-sveppir eru mat- armiklir og góðir sveppir sem henta vel sem meðlæti en einnig sem aðalréttur. Gott er að blanda saman olíu, bal- samediki, púðursykri og timían- kryddi og láta sveppina liggja í blöndunni í nokkrar mínútur áður en þeir eru steiktir eða grillaðir. Þá er geitaostur tilvalinn með til fyll- ingar, kryddað með maldonsalti og nýmöluðum pipar og skreytt með ferskum kryddjurtum. Portobello-sveppir Börn verða fljótt þreytt á því að fá sama nestið með sér í skólann dag eftir dag og stundum þarf að prófa eitthvað nýtt og venja sig af því að setja alltaf brauð í boxið. Prófið tortillakökur í staðinn með rjóma- osti, grænmeti og skinku. Þá má líka setja ýmislegt annað á flatköku en ost og hangikjöt; hummus og gúrku, jurtakæfu og tómata eða rjómaost með grænmeti og góðri skinku. Fjölbreyttara nesti í skólann *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 4.000 kr. Fyrir 5 e›a 500! Sómabakkarnir eru tilvaldir í hvers konar veislur, t.d. í afmælisbo›i›, starfsmannapart‡i› e›a hvenær sem 5 e›a fleiri koma saman. Nánari uppl‡singar á somi.is PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* 9. apríl Börn og uppeldi Auglýsingasímar: Katrín Laufey 510 3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510 3722 kolla@24stundir.is Í sérblaði 24 stunda um börn og uppeldi sem kemur út miðvikudaginn 9. apríl verður fjallað um tómstundir barna þegar skóla lýkur, hvað er í boði fyrir þau í skólafríinu og hvað er þeim fyrir bestu. Þá verður heilsa þeirra sett í forgang, bent á góð ráð gegn offitu og hvernig spyrna má gegn henni með góðri hreyfingu og réttu mataræði. Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.