24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir
Michael O’Brien er latur maður
sem ólst upp í Kaliforníu. Þegar
hann flutti til miðvesturríkja
Bandaríkjanna hélt hann áfram að
vera latur og fyrir það ættum við
að þakka honum.
Hann nennti nefnilega ekki að
skipta um dekk tvisvar á ári og
fann upp dekk með nöglum sem
hægt er að skjóta út eða draga inn
með rofa inni í bílnum, allt eftir yf-
irborði vegar.
Íslendingar ættu að vera góður
markhópur, þar sem dekkin sam-
eina umhverfiskosti naglalausra
dekkja og öryggi nagladekkja.
Dekkin, sem heita Q-Celsius í
höfuðið á tæknimanni James
Bond, koma væntanlega á markað
innan árs og munu kosta um 30%
meira en hefðbundin vetrardekk.
Nöglunum er skotið út með
loftþrýstingi og er loftið í dekkj-
unum nýtt til þess.
Eftir að nöglum hefur verið
skotið út 30 sinnum þarf að athuga
loftþrýsting dekkjanna.
Ný tegund nagladekkja hinn gullni meðalvegur?
Nagladekk í anda James BondStarfsmenntanám
· Blómaskreytingar
· Búfræði
· Garðyrkjuframleiðsla
· Skógur og umhverfi
· Skrúðgarðyrkjubraut
www.lbhi.is
Háskóli
lífs og lands
Umsóknarfrestur um skólavist
er til 4. júní
Bílaverkstæði
Smurstöð
Verslun
Vissir þú að...
vélarslitvörn frá Liqui Moly
kemur í vegfyrir að vélin bræðir
úr sér ef hún verður olíulaus.
LÍFSSTÍLLBÍLAR
bilar@24stundir.is a
Ég get tekið sem dæmi þegar ég keyri til vinnu
heiman frá mér í Vesturbænum og til vinnu í
Borgartúninu þá keyri ég framhjá sjö bensínstöðvum
á fimm kílómetrum.
Eftir Einar Elí Magnússon
einareli@24stundir.is
Á höfuðborgarsvæðinu eru um 70
bensínafgreiðslustöðvar, sam-
kvæmt upplýsingum á heimasíð-
um olíufélaganna.
Á sama svæði eru 196.373 íbúar,
þar af 150.398 sem hafa aldur til að
keyra bíl. Þessir einstaklingar,
ásamt fyrirtækjum, eiga 124.621
fólks- og sendibíl.
Leikur að tölum
Úr þessum tölum má búa til
margs konar tölfræði. Til dæmis að
hver bensínstöð anni að meðaltali
1780 bílum. Gefum okkur svo að
bíleigendur taki að meðaltali elds-
neyti einu sinni í viku, og að meg-
inörtröðin sé frá níu á morgnana
til níu á kvöldin. Þá er að meðaltali
21 bíll að taka eldsneyti á stöðinni
á klukkutíma.
Taki hver bíll fimm mínútur að
meðaltali, mætti loka bensínstöð
með 10 dælum fyrir klukkan hálf-
tólf á hádegi, næðist hámarksnýt-
ing á afgreiðslutíma.
Það er því ljóst að framboð á elds-
neytisafgreiðslu er mun meira á höf-
uðborgarsvæðinu en eftirspurn. En
skyldi það koma niður á neytand-
anum, til lengri tíma litið?
Skilar sér í álagningu
„Framboðið er vissulega mun
meira á höfuðborgarsvæðinu en
víða annars staðar,“ segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
„Það hefur komið fram í viðtali
við forvígismann þess olíufélags
sem er stærst á markaðnum að
þetta skili sér að hluta í hærri
álagningu til neytenda.
Eftir að nýr aðili kom inn á
markaðinn, fór að fóta sig og koma
sér upp aðstöðu, hafa hin félögin
sótt um aðstöðu á svipuðum slóð-
um. Ég get tekið sem dæmi þegar
ég keyri heiman að frá mér í Vest-
urbænum og til vinnu í Borg-
artúninu þá keyri ég framhjá sjö
bensínstöðvum á fimm kílómetr-
um.
Ég hefði talið æskilegt að héðan
í frá yrði svona þjónusta á útboðs-
grundvelli. Þá væru gerðir leigu-
samningar til einhverra ára og síð-
an mættu menn eiga von á því að
aðstaðan yrði boðin út aftur að
þeim tíma loknum,“ segir Run-
ólfur að lokum.
Vallargrund 1-3, Kjalarnesi
BENSÍNAFGREIÐSLUSTÖÐVAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Heimildir: Heimasíður olíufélaganna
Um 70 bensínafgreiðslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu
Fleiri stöðvar ekki endi-
lega neytendum í hag
Á sama tíma og sam-
keppni á olíumark-
aðinum tryggir neyt-
endum skammtímatilboð
og aukið framboð á af-
greiðslustöðvum gæti
hún líka þýtt hærri álagn-
ingu til lengri tíma litið.
Til eru bílar sem leggja sjálfir í
stæði, en fyrir þá sem eiga mikið
erindi í miðbæinn hlýtur að vera
enn meira virði ef hægt er að leggja
bílnum frítt.
Ingvar Helgason hóf í vikunni
sölu á nýjum Subaru Justy með
eins lítra, þriggja strokka vél sem
uppfyllir kröfur um bíla sem leggja
má frítt í stæði í miðbæ Reykjavík-
ur. Eyðsla bílsins í blönduðum
akstri er 5,0 lítrar á hverja hundrað
kílómetra og CO2 útblástur er að
hámarki 120 g/km.
Þrátt fyrir smæð er Justy örugg-
ur og státar meðal annars af sex
loftpúðum.
Umhverfisvænn Subaru
Nýr Justy leggur frítt
Myndband sem virðist sýna Max
Mosley, forseta FIA og Formúlu
1, í kynlífsathöfnum með fimm
vændiskonum skekur nú bíla-
heiminn hjóla á milli. Ekki hefur
fengist úr því skorið hvort mað-
urinn í myndbandinu sé í raun
Mosley, og gæti myndbandið
raunar hæglega verið ráðabrugg
til að velta honum úr forseta-
stólnum.
Flengingar í
formúlunni?
Ford T 100 ára
Stöðumælaverðir í Bretlandi hafa
verið iðnir við kolann. Á síðustu
sex árum hefur útgefnum sekta-
miðum á ári fjölgað úr 800.000 í
3,5 milljónir árið 2007. Í pundum
talið þýðir það 214 milljónir á ári,
en ef stöðusektum útgefnum af
lögregluþjónum er heildar-
upphæðin 480 milljónir punda.
Bretar duglegir
að sekta
Ekki svo að skilja að Volvo C30 sé
einstaklega karlmannlegur bíll,
en viljir þú gera hann enn kven-
legri geturðu nú tekið gleði þína.
Volvo býður nefnilega 20 skreyti-
filmur til að heilmerkja bílinn.
Sem er standa þær aðeins til boða
í Svíþjóð, en vonandi munu
Volvo eigendur um allan heim
njóta þeirra fyrr en varir.
Viltu kvenlegri
Volvo C30?
Þann 1. október árið 1908 rúllaði
fyrsti Ford T-bíllinn af færiband-
inu, fyrsti fjöldaframleiddi bíll-
inn á viðráðanlegu verði. Í tilefni
af aldarafmælinu verða mikil há-
tíðarhöld í Bandaríkjunum í
sumar. Viljir þú taka þátt í þeim
skaltu skella þér á síðuna
tparty2008.com.