24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir
í dag
Mínus er nýkomin úr
tónleika ferð um Bretlands-
eyjar. Birta Björnsdóttir hitti
sveitina í Camden í London.
»Meira í Morgunblaðinu
Mínus á netið
Föstudagur 4. apríl 2008
Það er meira
í Mogganum
Silja Hauksdóttir hefur
lokið tökum á nýjum grín-
þáttum í anda Little Britain.
Þáttaröðin kallast Ríkið en
verður að öllum líkindum
sýnd á Stöð 2 í haust.
»Meira í Morgunblaðinu
Litla Ísland
reykjavíkreykjavík
Mugison segist hafa
millifært 4 milljónir á
Davíð Þór Jónsson
hljómborðsleikara.
» Meira í Morgunblaðinu
Örlátur Örn
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
„Mér dettur ekki annað í hug en
mæta á þetta mót,“ segir Ragna
Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í bad-
minton, en hún er skráð til leiks á
Meistaramóti Íslands í greininni
sem fram fer um helgina þrátt fyrir
að hafa ekki náð sér af meiðslum er
hún hlaut á móti erlendis fyrir
mánuði. Komu þau meiðsli í kjöl-
far annarra meiðsla seint á síðasta
ári þegar hún sleit krossbönd.
Þá lék hún engu að síður í
nokkrum mótum og segir að slíkt
eigi að vera í lagi nú líka. „Það væri
leiðinlegt að missa af þessu móti
enda stærsta mótið hérlendis. Svo
verður bara að koma í ljós hvort ég
verð að draga mig í hlé.“
Ragna er annars í ágætum mál-
um hvað varðar þátttöku á
Ólympíuleikunum í Kína í ágúst.
Aðeins er tæpur mánuður áður en
formlega kemur í ljós hvaða bad-
mintonleikmenn fara þangað og
eins og staðan er núna er Ragna
þar í vænlegri stöðu og heita má
víst að þangað komist hún. „Ég er
mjög spennt orðin að fá þetta stað-
fest þó afar líklegt verði að teljast
að ég komist. Framundan er svo
einnig Evrópumótið um miðjan
mánuðinn en svo ætla ég mér að
hvíla mig vel fram til sumarloka,
orðin helst til framlág eftir keyrslu
núna um tveggja ára skeið.“
Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í Meistaramótinu í badminton
Með þrátt fyrir meiðsli
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Heimsklassi er huglægur hverjum
og einum,“ segir Edwin Roald
Rögnvaldsson golfvallahönnuður.
Hann hefur líkt og fleiri verið í út-
rás um hríð. Hefur hann eytt
nokkrum mánuðum í Austur-Evr-
ópu þar sem áhugi á golfíþróttinni
er að vakna og hefur Edwin verið
þar til ráðgjafar í nokkrum löndum
enda golf nánast með öllu óþekkt
íþrótt þar um slóðir.
Gamla kerfið enn við lýði
Enn sem komið er er starf Edw-
ins í fyrrverandi austantjaldslönd-
um að mestu bundið við ráðgjöf og
aðstoð fremur en hönnun en hann
útilokar ekki að það verði einn
góðan veðurdag. „Fyrst og fremst
er um ráðgjöf að ræða enda hefð
fyrir golfi lítil sem engin hér. Til að
mynda er ekki einn golfvöllur í
Úkraínu ennþá sem þó er tugmillj-
ónaþjóð og í Rússlandi eru þeir
enn aðeins fjórir eða fimm. Meg-
inástæður fyrir þessum skorti eru
erfitt lagaumhverfi og hversu ný
íþróttin er fyrir mörgum hér.
Áhuginn fer þó ört vaxandi og sést
til að mynda á því að hér er til-
tölulega nýbyrjað að sýna frá stór-
mótum í golfi með rússnesku tali.
Þá hefur það sýnt sig að erfitt er að
kaupa land undir golfvöll. Það
skýrist af gömlum reglum og lög-
um sem meina bændum sem eiga
landið að selja það. Hér eiga menn
yfirleitt mjög litla skika og það er
því flókið og sums staðar ómögu-
legt með öllu að tryggja sér nógu
stórt land undir golfvöll.
Hjartað heima
En Edwin er einnig með tvö stór
verkefni hér heima sem hann
hyggst leggjast í strax í sumar. Ann-
ars vegar breytingar á Jaðarsvelli á
Akureyri og svo í Golfborgum í
Grímsnesi. „Þau eru bæði stór
verkefni og skemmtileg, sem ég
mun einbeita mér að og flakka þar
á milli í sumar. Bæði svæðin bjóða
upp á mikla möguleika og Golf-
borgaverkefnið er vel á veg komið.
Ég bind miklar vonir við þann völl
og tel að þar sé mjög sérstakur og
spennandi völlur í bígerð enda um-
hverfið stórkostlegt.“
Ísland og markaðssetning
Hvað varðar markaðssetningu
íslenskra golfvalla fyrir ferðamenn
telur Edwin að þar séu sóknarfæri
fyrir hendi. „Ég tel að möguleikar
okkar séu mun meiri en flestir þora
að vona og á ég þá bæði við land-
kynningu fyrir erlenda kylfinga og
hvað gæði golfvalla okkar varðar.
Landið okkar er frábært til golf-
vallagerðar. Það þarf bara að vanda
til verka. Falla ekki í þá gryfju að
spara eyrinn en kasta krónunni, þó
svo að mér finnist mikils misskiln-
ings gæta um það hvað felst í orð-
inu heimsklassi. Kostnaður kemur
honum lítið við og margir þeirra
golfvalla sem vakið hafa einna
mesta athygli á heimsvísu síðustu
ár hafa einnig verið meðal þeirra
ódýrustu. Í því samhengi er mik-
ilvægast að velja hentugt land. Við
eigum nóg af því á Íslandi og því
eru sóknarfæri mjög víða heima á
Íslandi.“
Enginn tími fyrir golf Forgjöfin hef-
ur haldist óbreytt síðan um aldamót
enda aldrei tími til spilamennsku
Heimsklassi er
hugarástand
Edwin Rögnvaldsson golfvallahönnuður hefur farið í útrás aust-
ur á bóginn til landa þar sem golfið er fyrst nú að gera strandhögg
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Svo ætla ég að hvíla mig
vel enda orðin helst til
framlág eftir keyrslu núna um
tveggja ára skeið.