24 stundir - 04.04.2008, Side 35
24stundir FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 35
Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
heida@24stundir.is
Fyrirtækið Live Nation var stofnað
í Beverly Hills í Kaliforníu árið
2005. Það sérhæfir sig í skipulagn-
ingu tónleika, íþróttaviðburða og
annarra stærri mannfagnaða. Hinn
30. september átti fyrirtækið 117
tónleikastaði, þar af 75 í Banda-
ríkjunum og 42 annars staðar í
heiminum. Með þekktari tónlist-
arhátíðum sem fyrirtækið kemur
að er Glastonbury-hátíðin á Eng-
landi og bandaríska þunga-
rokkshátíðin Ozzfest, en einnig á
Live Nation nokkra af þekktari
tónleikastöðum Lundúnaborgar,
þar á meðal London Astoria og
Brixton Academy, ásamt því að
reka Wembley Arena.
Peningarnir virðast nægir
Í október árið 2007 tilkynnti
Live Nation að samningar hefðu
náðst við Madonnu eftir að hún
yfirgaf útgáfufyrirtæki sitt Warner.
Hinn 31. mars síðastliðinn gerði
Live Nation 12 ára samning við
írsku rokksveitina U2 og nú,
nokkrum dögum síðar, hefur fyr-
irtækið bætt Jay Z við, en gengið
verður frá 150 milljóna dollara
samningi við hann í vikunni. Þetta
ku vera stærsti samningur sem Live
Nation hefur gert við tónlistar-
mann, jafnvel enn stærri en fyrr-
nefndir samningar við Madonnu
og U2.
Svo virðist sem Live Nation fari
nýjar leiðir í kynningu á lista-
mönnum sínum. Þannig ætlar Live
Nation að sjá um fatalínu, sölu-
varning, tónleika og hljómplötur
Jay-Z, og á greinilega næga pen-
inga til að ýta Jay-Z fram á við og
upp.
Öruggt dæmi
Á móti kemur að Live Nation
fær hlut af allri sölu á efni sem
tengist Jay-Z á einn eða annan
hátt, hvort sem um aðgöngumiða á
tónleika, plakat, bol eða geisladisk
er að ræða. Fréttir herma að fyr-
irframgreiðsla Jay-Z sé um 60
milljónir dollara og því greinilegt
að Live Nation telur nokkuð víst
að markaðsátakið komi til með að
virka vel.
Jay-Z Hefur ástæðu til
að brosa þessa dagana.
Live Nation gerir risasamning við Jay-Z
Jay-Z fær 150
milljónir dollara
Umboðsfyrirtækið Live
Nation fer nýjar leiðir í
kynningu á tónlist-
armönnum með samn-
ingum sínum. Jay-Z, U2
og Madonna eru öll á
mála hjá fyrirtækinu.
➤ Með minnkandi geisla-diskasölu eru tekjur af sölu-
varningi sífellt hærri.
➤ Flestar hljómsveitir selja bolimeð myndum.
➤ Mínus fór ótroðnar slóðir ogseldi belti og G-strengi.
SÖLUVARNINGUR
„Við erum að tala um einhverja
alvirtustu plötusnúða í heimi.
Þetta verður ekkert grín!“ segir Jón
Atli Helgason hjá viðburðarfyr-
irtækinu Jóni Jónssyni. Í samvinnu
við Techno.is stendur fyrirtækið að
tónleikum plötusnúðanna Carl
Cox og Fedde le Grand á Broadway
þann 23. apríl næstkomandi. Sá
síðarnefndi er Íslendingum að
góðu kunnur eftir heimsókn sína á
Klakann í fyrra, en kappinn þeytti
skífum á Broadway við mikinn
fögnuð viðstaddra. Þetta mun hins
vegar vera fyrsta heimsókn Carls
Cox til landsins, en hann hefur
verið í fremstu röð plötusnúða í
þrjá áratugi og unnið með mönn-
um á borð við Fatboy Slim.
„Fedde er sá heitasti í dag, það
er engin spurning. En sá reyndasti
og besti er Carl Cox. Hann er bú-
inn að vera á topp tíu lista yfir
bestu plötusnúðana hjá virtustu
Dj-tímaritum í heimi í 25 ár og
oftar en einu sinni verið á toppn-
um,“ segir Jón Atli og bætir við að
erfitt sé að fá Carl til landsins.
„Við fengum þetta í gegn af því
að hann vill endilega koma til Ís-
lands. Það skemmtilega við þetta
er að búið var að bóka þá báða
sinn á hvora tónleikana, en þegar
þeir fréttu hvor af öðrum vildu
þeir sameina þetta.“
Miðasala hefst í dag á midi.is og
í versluninni Jack & Jones Kringl-
unni.
halldora@24stundir.is
Plötusnúðarnir Carl Cox og Fedde Le Grand trylla lýðinn á Íslandi
Fedde Le Grand Þeytir skífum á Broad-
way síðar í mánuðinum.
Dansveisla á Broadway
Það varð uppi fótur og fit á
tökustað nýju James Bond mynd-
arinnar, Quantum of Solace, á
dögunum þegar Carlos Lopez,
bæjarstjóri smábæjar í Chile, réðst
inn á tökustað og hellti úr skálum
reiði sinnar yfir kvikmyndagerð-
arfólkið. Fréttastofa Reuters grein-
ir frá því að að lokum hafi lögregla
þurft að handjárna bæjarstjórann
og flytja hann á brott. Ástæðurnar
fyrir reiðikasti Lopez munu hafa
verið þær að honum fannst lög-
reglufylgd tökuliðsins leggja þungt
farg á íbúa bæjar síns. Einnig líkaði
honum það illa að bærinn væri
notaður sem staðgengill fyrir
smábæ í nágrannalandinu, Bólivíu.
Lopez sagði í viðtali við fjölmiðla
að nærvera lögregluliðsins hefði
vakið upp óþægilegar minningar
um ógnarstjórn Augustus Pinoc-
hets á áttunda og níunda áratugn-
um. vij
Bæjarstjóri mót-
mælir James Bond
Sonur Rod Stewart, Sean Stewart,
hefur verið kærður fyrir að stela
bíl frá föður fyrrverandi kærustu
sinnar, Caleigh Peters. Hann sá
bílinn með lyklum í fyrir utan
heimili föður hennar, kvik-
myndaframleiðandans Jon Pet-
ers, og tók hann þaðan. Jon, fræg-
astur fyrir að framleiða
Flashdance og Superman Ret-
urns, kærði stuldinn en Sean
neitar öllu og segir kærustuna
hafa lánað sér bílinn. re
Stal bíl pabba
fyrrverandi
KJÓLAR 1590
EKKI MISSA AF!
SMÁRALIND – KRINGLUNNI VIÐ HLIÐINA Á VERO MODA
Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510
HÚ
SG
AG
NA
-
L
AG
ER
SA
LA HÚSGAGNALAGERSALA
Opnunartími
mán-fös 9.00-18.00 lau 11.00-16.00
70%
afsláttur
LEÐUR SÓFASETT
TAU SÓFASETT
LEÐUR HORNSÓFAR
TAU HORNSÓFAR
TUNGUSÓFAR
TUNGUHORNSÓFAR
STAKIR SÓFAR
BORÐSTOFUSTÓLAR
BORÐSTOFUHÚSGÖGN
ELDHÚSBORÐ
RÚMGAFLAR JÁRN
RÚM 120-150-180X200
Allt að
Ertu að flytja, láttu fagmenn
sjá um verkið fyrir þig
Örugg og trygg
þjónusta