24 stundir - 04.04.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 24stundir
„Ein klukkustund einkaþotu á
flugi jafnast á við ársútblástur
venjulegs fólksbíls (sjá hér). Flug
forsætis- og utanríkisráðherra til
Búkarest gæti hafa tekið um
fimm klukkustundir samkvæmt
Dohop. Fram og til baka mengar
þotan því á við ársútblástur 10
fólksbíla.“
Eggert Sólberg
truflun.net/eggert
„[…]Þeir sem tekið hafa þátt í
mótmælum síðustu áratugi geta
augsýnilega margt af vörubíl-
stjórum lært. […] En enn vaknar
sú spurning, - fá lögreglumenn
önnur fyrirmæli í umgengni
sinni við verkamennina á vöru-
bílunum en við t.d. ungmenni
sem mótmæla náttúruspjöllum?“
María Kristjánsdóttir
mariakr.blog.is
„Þetta er glæsilegt hjá atvinnubíl-
stjórum. Loksins koma menn
með bein í nefinu sem þora að
láta í sér heyra og mótmæla ofur-
okri á bensíni og öðrum gjöldum.
Áfram bílstjórar! Ekki gefast upp!
Hvernig væri að lærisveinar
Hannesar Hólsteins færu að
safna fyrir atvinnubílstjóra?“
Njáll Ragnarsson
njalli.blog.is
BLOGGARINN
Eftir Viggó I. Jónasson
Viggo@24stundir.Is
„Þeir þurfa að taka fulla ábyrgð á
því sem hefur gerst. Nú er málið
bara komið of langt,“ segir Hjalti
Úrsus Árnason sem hefur stefnt
Fréttablaðið fyrir að birta rógburð
um sig í blaðinu. Greint er frá
þessu í bæjarblaðinu Mosfellingi í
dag. Stefna Hjalta var þingfest 31.
janúar og verður tekin fyrir síðar í
mánuðinum en sáttaumleitanir
hafa ekki skilað neinum árangri.
Staðreyndum snúið við
Þann 8. október á síðasta ári
birti Fréttablaðið frétt þar sem sagt
var að fyrrverandi formanni Kraft-
lyftingasambands Íslands hefði
verið bolað frá völdum af kraftlyft-
ingamönnum sem hafi ekki viljað
sækjast eftir aðild að Íþrótta- og
ólympíusambandi Íslands af ótta
við reglubundið lyfjaeftirlit. Hjalti
Úrsus var nafngreindur sem einn
af þessum mönnum.
Hann fer fram á að ummælin
verði dæmd dauð og ómerk, að
Fréttablaðið birti leiðréttingu í
sínu eigin blaði sem og öðrum
miðlum og að blaðið greiði sér 10
milljónir króna í skaðabætur.
Frétt Fréttablaðsins kom í kjöl-
far aukaþings Kraftlyftinga-
sambandsins þar sem meðal ann-
ars var rædd tillaga um að kljúfa
sig frá Alþjóða kraftlyftinga-
sambandinu og ganga í annað
samband sem stendur ekki fyrir
lyfjaprófunum. Hjalti vill meina að
Fréttablaðið hafi látið líta svo út
sem hann hafi viljað forðast lyfja-
prófin en hann segir að þetta hafi
verið þveröfugt. „Eina ástæðan fyr-
ir því að ég fór á þennan fund var
að tryggja að það yrðu lyfjapróf
áfram.“ Hjalti segir að fundargerð
aukaþingsins sanni það að
Fréttablaðið hafi farið
rangt með stað-
reyndir í umfjöll-
un sinni.
Hann segir
að hann hafi
leitað til
Fréttablaðs-
ins um að fá fréttina leiðrétta.
„Þeir buðu mér að ég myndi leið-
rétta þetta. Ég var ekki sáttur við
það. Þeir skrifuðu fréttina án þess
að ræða við mig og svo á ég allt í
einu að leiðrétta þeirra vitleysu.“
Lögfræðingur Fréttablaðsins,
Einar Þór Sverrisson,
segist ekki svo viss
um að Fréttablað-
ið hafi farið rangt
með staðreyndir
í þessu máli. „Við
teljum að það séu
ekki skilyrði til að
dæma einhver
ummæli dauð
og ómerk,“
segir hann.
Hjalti Úrsus stefnir Fréttablaðinu vegna fréttar
Vill 10 milljónir
í skaðabætur
Hjalti Úrsus Árnason hef-
ur stefnt Fréttablaðinu
vegna fréttar sem birt var
8. október síðastliðinn.
Hann fer meðal annars
fram á 10 milljónir króna
í skaðabætur.
24stundir/Hilmar
Ekki sáttur við Fréttablaðið Hjalti
vill meina að blaðið hafi vegið illa að
heiðri sínum í umfjöllun sinni.
Ritstjóri Fréttablaðsins Þorsteinn
Pálsson tjáir sig ekki um málið.
HEYRST HEFUR …
Spennan er í algleymingi í þáttunum Bandið hans
Bubba. Fjórir keppendur eru eftir og því ljóst að
undanúrslit hefjast í kvöld. Páll Rósinkranz verður
gestadómari kvöldsins, sem er við hæfi enda hefur
hann verið í fremstu röð íslenskra söngvara lengi.
Hann mun því koma sér fyrir á milli Villa naglbíts
og Björns Jörundar, en báðir hafa þeir vakið mikla
athygli í vetur fyrir smellin tilsvör. afb
Rás 2 hefur rokkað hringinn ásamt hljómsveitunum
Sign, Dr. Spock og Benny Crespo’s Gang í vikunni.
Hópurinn var á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en í
Vestmannaeyjum kvöldið þar áður. Ferðin til Eyja
tók sinn tíma, en sjórinn var úfinn og Herjólfur tók
sinn tíma í að sigla á milli. Bassi, trommuleikari
Benny Crespo’s Gang og Hrói hljóðmaður höfðu
þó vaðið fyrir neðan sig og skelltu sér með flugi. afb
Annars gengu tónleikarnir í Vestmannaeyjum vel
þrátt fyrir svaðilför landkrabbanna á milli eyja. Eftir
tónleikana könnuðu hljómsveitirnar pöbbamenn-
ingu Vestmannaeyja með Finna, hinn síhressa
söngvara Dr. Spock, í fararbroddi. Eftir að barir
lokuðu var haldið á gistiheimili þar sem fjörið hélt
áfram og Addi, gítarleikari Sign, sló í gegn sem kló-
settpappírsmúmía. afb
„Ég leik Maríu. Hún er skvísa
sem hefur unnið sér það helst til
frægðar að hafa orðið í öðru sæti í
Ungfrú Ísland,“ segir leikkonan
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir um
hlutverk sitt í sakamálaþáttunum
Svörtum englum.
Óskar Jónasson leikstýrir þátta-
röðinni sem verður í sex hlutum.
Handrit þáttanna er byggt á sögum
eftir Ævar Örn Jósepsson og stefnt
er á að hefja sýningar á RÚV í
haust.
Ákveðin en brothætt
„María er með munninn fyrir
neðan nefið, ákveðin og viss í sinni
sök,“ segir Þórdís um persónu
sína. Hún bætir við að María sé þó
brothætt og í rauninni sígrátandi,
enda kasólétt með tilheyrandi
hormónaflæði. „Ég verð
að kreista tárakirtlana
fyrir hlutverkið. Það á
eftir að ögra mér á
skemmtilegan hátt, en
ég verð að segja að ég
var afskaplega ánægð
með það að mér
skyldi takast
að grenja á
æfingunni í
morgun.“
Jóhannes Haukur Jóhannesson
leikur eiginmann Þórdísar í þátt-
unum. „Þau eru Séð og heyrt-par,“
segir Þórdís. „Hann er sjálfstætt
starfandi atvinnurekandi. Svona
hot shot sem keyrir um á flottum
bíl og á dýr jakkaföt. Það má
segja að fegurðardrottn-
ingin hafi náð í feitan
feng.“
atli@24stundir.is
Þórdís Elva brosir í gegnum tárin
Leikur ólétta
fegurðardrottningu
Fegurðardrottning Persóna Þórdísar
lenti í öðru sæti í Ungfrú Ísland.
Fengur Jóhannes leikur
kærasta Þórdísar.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
2 3 6 9 5 7 1 4 8
4 8 7 1 2 6 3 5 9
9 5 1 8 3 4 2 6 7
1 7 3 6 4 2 8 9 5
5 9 4 3 7 8 6 1 2
6 2 8 5 1 9 4 7 3
7 1 9 2 6 3 5 8 4
3 4 5 7 8 1 9 2 6
8 6 2 4 9 5 7 3 1
Vel gert, séra. Sjáumst næst.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Já, enda er ekki enn búið að
útkljá hvort kom á undan.
Ætlar eggið að kenna hænunni?
Körfuboltalið FSu tryggði sér á miðvikudaginn rétt til að
spila í úrvalsdeildinni á næsta ári. Liðið er að mestu leyti
skipað nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands. Brynjar
Karl Sigurðsson er þjálfari liðsins.
15% afsláttur
föstudag og
laugardag
ÞAÐ VORAR
Rauðarárstígur 14
sími 551 5477