24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 19
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 19 Ráðherrar ríkjanna fimm sem liggja að Norður-Íshafi funduðu um réttindi til nýtingar þess í bænum Ilulissat á Grænlandi. Niðurstöðu fundarins sögðu þeir vera þá, að kapphlaupi um yfirráð yfir norður- skautinu hefði verið aflýst. Nú skyldu alþjóðalög og vísindin ráða ferðinni. Hluta hagsmunaaðila boðið Löndin fimm sem Danir stefndu til Ilulissat áttu vegna legu sinnar augljósra hagsmuna að gæta. Bandaríkin, Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland mynda saman keðju í kringum Norður-Íshafið. Það vakti hins vegar athygli að sam- ferðalöndum þeirra í Norðurheim- skautsráðinu – Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi – var ekki boðið að vera með. „Þetta ýtir undir áhyggjur manna um að þessi fimm ríki ætli sér að klára dæmið áður en alþjóðasam- félagið kemur að því,“ segir Ágúst Þór Árnason, umsjónarmaður meistaranáms í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Vísindin og alþjóðalögin sem norðurskautsríkin vonast til að leysi deiluna snúast um Lomonosov- hrygginn, 1800 kílómetra langan neðansjávarfjallgarð. Hryggurinn teygir sig þvert yfir norðurskautið, frá Síberíu til Grænlands og Kan- ada. Samkvæmt gildandi alþjóðalög- um má miða efnahagslögsögu ríkja við neðansjávarhryggi, ef tekst að sýna fram á að þeir séu framhald landgrunns ríkisins. Þannig gætu löndin sölsað undir sig hafsvæði 100 sjómílur út frá þeim stað þar sem hryggurinn nær 2.500 metra dýpi. Þessi lagastoð hefur í gegnum tíð- ina verið nefnd í tengslum við út- víkkun íslensku efnahagslögsög- unnar umfram 200 mílur á Reykjaneshrygg. Hvar liggja hagsmunirnir? Ágúst telur að Íslendingar ættu að krefjast þess að alþjóðasamfélag- ið fái að koma að framtíðaráætlun- um um norðurskautið, utan 200 mílna lögsögunnar. „Ég tel að við ættum að endur- skoða afstöðu okkar gagnvart kröf- um á grundvelli landgrunns. Þá megum við velta fyrir okkur hvort hagsmunir okkar felist ekki í því að tryggja rétt alþjóðasamfélagsins á svæðum sem hafa jafnmikla sér- stöðu og heimskautasvæðin.“ Allir vilja eiga norðurskautið  Fimm ríki sem liggja að norðurskautinu funduðu á Grænlandi  Hætt við að önnur lönd verði atkvæðalaus um framtíð svæðisins ➤ Siglingaleiðir milli Vest-urlanda og Asíu mætti stytta verulega með því að fara norðurleiðina. ➤ Von er um að miklar olíu- oggaslindir leynist undir sjáv- arbotni Norður-Íshafs. MÖGULEIKARNIR © GRAPHIC NEWS H E I M S K A U T S B A U G U R Norður- póllinn Bandaríkin Noregur Rússland Kanada Danmörk Lomonosov - hryggur: Er lagður til grundvallar kröfu Rússlands, Kanada og Danmerkur. Ríkisstjórnir þessara landa telja hrygginn vera framhald af landgrunni sínu. Landhelgi landanna fimm nær 200 sjómílur út frá ströndum þeirra samkvæmt gildandi alþjóðalögum. 200 sjómílur Ríkin sem liggja að norðurskautinu hafa ólíkar hugmyndir um tilkall sitt til svæðisins. Deilur um mörk lögsögu hafa reynst erfiðar, en að þeim loknum á eftir að sættast á það hvernig eigi að hluta sundur það hafsvæði sem liggur utan 200 mílnanna. Smugurnar: Íslendingar, Norðmenn og Rússar hafa deilt um nytjarétt í Smugunni og Síldarsmugunni, sem liggja utan 200 mílna lögsögu. ÓÚTKLJÁÐ LÖGSAGA Í NORÐURHÖFUM Andrés Ingi Jónsson andresingi@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Forsenda þess að ríki heims geti aukið starfsemi sína í kringum norðurpólinn er að íshellan minnki verulega. Spálíkönum um loftslagsbreytingar ber almennt saman um að það muni gerast, þótt nákvæmni þeirra sé ekki eins mikil og óskandi væri. „Menn orða þetta þannig að það séu verulegar líkur á að Norður- Íshafið geti orðið nánast íslaust að sumri til við lok aldarinnar,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Það er ekki víst að heimskautasjórinn verði al- veg íslaus, en hann mun opnast mikið á sumrin. Í öllum líkönum er ennþá mjög mikill hafís að vetri til. Veturnir eru það kaldir þarna að það þyrfti að hlýna ansi mikið til að hafís hætti að myndast að vetri.“ Ef þessi þróun gengur eftir þá mun sá hafís sem þekur norður- pólinn verða líkari þeim sem um- kringir Suðurskautslandið að vetri. Spám um breytingar á ísbreiðunni ber saman Sumarísinn mun hverfa á öldinni „Þetta er eitthvert afskekktasta svæði sem maður getur hugsað sér að vera á,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, sem gekk á norðurskaut- ið árið 2000. „Þetta er líka mjög óvenjulegt svæði að því leyti að þetta er hafsvæði sem hefur verið ísilagt í gegnum tíðina. Maður var á sínum tíma ekki mikið að velta fyrir sér yfirráðum eða hagsmunum stórveldanna,“ segir Haraldur og hugnast illa mögulegar afleiðingar aukinnar nýtingar norðurpólsins. „Ef ísinn fer mun það hafa gíf- urleg áhrif á náttúruna og breyta eðli svæðisins algjörlega. Aukinni skipaumferð og olíuborun getur fylgt mengun og hætta á mengun- arslysum, þannig að maður hugsar fyrst og fremst til umhverfisáhrifa og áhrifa á dýr á svæðinu.“ Pólförum framtíðarinnar gæti reynst það þrautin þyngri að feta í fótspor Haraldar, ef spár ná fram að ganga. „Ef ísinn verður meira og minna lagnaðarís þess vetrar, þá getur orðið ansi erfitt að ganga á pólinn á skíðum.“ Haraldur Örn þekkir pólinn af eigin raun Framandi náttúra og dýralíf í hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.