24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is Náttúrubarn, seiðkona, kyn- bomba, stelpan í næsta húsi, álfa- mær, óhamið náttúruafl. Eivör Pálsdóttir er allt þetta og meira til. Þessa dagana er hún á tónleika- ferðalagi um Danmörku, Noreg og Finnland. Hún heimsækir Ísland alltaf af og til og finnst þá allrabest að bregða sér í jóga. Eivör Pálsdóttir talar reiprenn- andi íslensku eftir aðeins tveggja ára búsetu hér á landi fyrir nokkr- um árum. Hún byrjar þó á því að afsaka sig við blaðamann og segist alls ekki nógu góð í því ástkæra, yl- hýra. Kannski er það einhvers konar fullkomnunarárátta. Kannski bara hógværð. Í það minnsta talar hún betri íslensku en margir Íslending- ar. Skýrmælt og róleg. Gæti örugg- lega orðið hin fínasta sjónvarps- þula – en það væri auðvitað sorgleg sóun á miklum hæfileikum. Eivör reynir að heimsækja Ís- land eins oft og hún getur, enda bjó hún hér í tvö ár á meðan hún stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og eignaðist þá vini fyrir lífstíð. „Ef ég á nokkurra daga frí þá reyni ég að nýta mér það til að koma og hitta vini mína,“ segir hún hress í bragði. Eitt af því sem Eivör tekur sér fyrir hendur þegar hún kemur til Íslands er að fara í jóga. Hún kynntist jóganu einmitt þegar hún bjó hér á landi og stundar það nú á hverjum degi. „Ég byrjaði hægt og rólega í Kramhúsinu þegar ég var átján ára og hef verið í þessu síðan. Stund- um þegar ég kem hingað nota ég tímann til að fara á jóganámskeið með vinkonum mínum hjá Krist- björgu Elínu Kristmundsdóttur jógakennara,“ upplýsir hún. Hvað gefur það þér? „Jóga hjálpar mér mjög mikið í öllu sem ég geri. Það gefur mér sál- arró og gerir mér gott, bæði lík- amlega og andlega. Þetta eru alls konar æfingar, öndun og hug- leiðsla,“ útskýrir Eivör sem virðist einmitt búa yfir einhverri undar- legri sálarró og þroska. Nánast eins og ekkert gæti komið henni úr jafnvægi. Ekki veitir af þegar dagarnir fara í flakk og ferðalög en Eivör er nú á tónleikaferðalagi um Danmörku, Noreg og Finnland. Hún býr bæði í Færeyjum og Danmörku og keypti sér hús í Færeyjum fyrir hálfu ári. „Ég bý í litla þorpinu þar sem ég ólst upp, sem heitir Gata, og er voða mikið þar. Þar er ég nálægt sjónum og náttúrunni. Þetta er kyrrlátur staður og þar get ég sam- ið lögin mín, unnið og verið í ró- legheitum. Svo bý ég líka í Dan- mörku og ferðast mikið á milli landa.“ Þú hefur verið kölluð náttúru- barn. Er það réttnefni? „Ég myndi segja að það passaði vel við mig. Ég er mjög bundin náttúrunni og er alin upp í mikilli nálægð við hana, í lítilli sveit í Fær- eyjum. Ég þarf mikið á náttúrunni að halda og fæ orku og hugmyndir úr henni.“ Ertu komin í sambúð í nýja hús- inu? „Nei, ég er ekki í sambúð en ég á vin,“ segir Eivör og hlær. „Ég á mjög sætan, færeyskan kærasta, sem er tónlistarmaður og er að spila í bandinu mínu líka.“ Hefurðu tekið hann með þér til Íslands? „Nei, hann hefur ekki komið með mér ennþá – en ég á örugglega einhvern tíma eftir að taka hann með!“ lofar hún og brosir kankvís- lega. Eiga að krefjast sjálfstæðis Þegar Eivör kemur til Íslands býr hún ýmist hjá vinkonum sínum eða Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur söngkonu. Ólöf Kolbrún kenndi Eivöru söng í Söngskólanum í Reykjavík og Eivör segist ennþá leita mikið til hennar. „Hún hefur verið mér mjög góður kennari og er það enn. Stundum finnst mér ég þurfa að rifja upp það sem ég hef lært í söngnum og hún tekur mig ennþá í kennslu, í klukkutíma hér og klukkutíma þar. Svo erum við líka mjög góðar vinkonur.“ Þú syngur klassík, popp, rokk og þjóðlagatónlist jöfnum höndum. Er ekkert mál að stökkva svona á milli ólíkra tónlistartegunda? „Nei, það er bara rosa skemmti- legt að gera eitthvað öðruvísi líka. Það litar daginn minn bjartari lit- um. Ég er mest í minni tónlist núna, að túra með bandið mitt. Þannig að klassíkin brýtur pró- grammið mitt skemmtilega upp.“ Talandi um liti. Þú hefur líka ver- ið að mála og haldið málverkasýn- ingar. Ertu ennþá að mála? „Ég er ekki hætt að mála en það er svolítið langt síðan ég málaði síðast,“ segir Eivör hlæjandi og vill greinilega ekki gera allt of mikið úr þessu áhugamáli. „Ég hef alltaf málað mikið og hef haldið nokkrar listasýningar í Færeyjum. Undan- farið hef ég bara ekki haft tíma til þess.“ Hvernig málverk málarðu? „Ég geri mikið af því að mála fólk og alls konar stemningu. Oft mála ég svolítið táknrænar myndir og málverk sem ganga út á samspil ljóss og myrkurs. Ef ég tek mér frí í nokkra mánuði þá nota ég það til að mála. Það getur verið gott að skipta yfir í aðrar listgreinar.“ Ertu alltaf að semja tónlist og texta í huganum? „Já, ég er alltaf með litla bók í vasanum. Það er þannig með tón- list og textagerð að þetta kemur stundum til manns á skrýtnum tímum. Jafnvel þegar maður stend- ur einhvers staðar úti á miðri götu. Ég vil alltaf vera tilbúin að taka á móti hugmyndunum þegar þær koma til mín.“ Fimmta plata Eivarar, Human Child, kom út fyrir ári en lögin á henni urðu til á tveggja ára tíma- bili. Eins og að koma heim a „Færeyjar eiga að vera sjálf- stæðar og ég vona bara að það gerist sem fyrst. Það er nauð- synlegt fyrir landið til þess að geta flogið á eig- in vængjum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.