24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
maður er frekur af því að það þarf
að ná einhverju fram þá er það
tamin og öguð frekja. Daginn eftir
brást ég hinn versti við einhverju
og þá kom á mig einhver allt ann-
ar litur. Svona erum við bara. Fólk
verður að fyrirgefa, eða að
minnsta kosti þola okkur smá
uppþot í þágu þess að gera alltaf
betur og betur.“
Fá stjórnendur ekki oft á sig
þennan frekjustimpil?
„Jú, þeir eru bara venjulegt fólk.
En menn þurfa að hafa skap til að
skapa.“
Væntanlega hefði Söngskólinn
aldrei orðið til ef stofnandinn hefði
ekki haft skapið og metnaðinn til að
koma honum á laggirnar.
„Söngskólinn er það sem hann
er af því að mér heppnaðist að
laða til mín einstakt starfsfólk og
kennara sem gerðu skólann að því
sem hann er. Og í kringum þann
hóp hefur myndast annar hópur
sem í eru makarnir. Það er und-
arlega þéttur hópur. Alltaf þegar
eitthvað þarf að gera í skólanum;
mála, þrífa, smíða eða fara eitt-
hvað, þá eru makarnir alltaf boðn-
ir og búnir. Hér er heldur aldrei
haldin skemmtun eða samkoma
án þess að makarnir komi líka.
Þess vegna hefur þessi kjarni
myndast í gegnum öll þessi ár.“
Tekur konan þín þá virkan þátt í
þessu starfi með þér?
„Já, hún vinnur hérna við
Söngskólann.“
Nú útskrifast sífellt fleiri söngv-
arar hér á landi og erlendis. Eru
næg verkefni fyrir allt þetta fólk?
„Ísland tekur bara við svo og
svo mörgum. En fólk hefur leitað
út fyrir landsteinana eftir atvinnu
og um þessar mundir eru á milli
þrjátíu til fjörutíu manns að
syngja sem atvinnusöngvarar úti
um allan heim, eins og á Scala, í
Metropolitan, Covent Garden og
Vínaróperunni. Það skemmtileg-
asta sem gerðist líka við tilkomu
Söngskólans er að það mynduðust
sterkar og góðar söngdeildir við
aðra tónlistarskóla. Í raun var
Söngskólinn hvatinn að því og frá
þessum skólum hafa líka komið
margir frábærir söngvarar.“
Garðar Thór betri söngvari
Áttu þér líf fyrir utan tónlistina?
Önnur áhugamál?
„Allt mitt líf snýst í kringum
tónlist. Ég er heppinn að því leyti.
Ég átti hesta og hesthús hér áður
fyrr, fór á hestbak á hverjum degi
og hirti hestana mína kvölds og
morgna í tæplega þrjátíu ár. Reið
hestum yfir landið á sumrin og
svona. Svo eltist það af mér. Ég
hef engan áhuga á golfi ennþá og
hafði aldrei áhuga á veiði. En tón-
listin var alltaf til staðar, hvort
sem það var í formi vinnu eða
áhugamáls. Fjölskyldan og börnin
eru líka öll í tónlist.“
Sonur þinn, Garðar Thór, er ald-
eilis að gera garðinn frægan þessa
dagana …
„Já, honum gengur vel. Nanna
María, dóttir mín, er líka atvinnu-
söngkona og núna í vor var Aron
Axel, yngsti sonur minn, að taka
hæsta próf sem tekið hefur verið
við Söngskólann. Hann er einnig
með flotta rödd en á eftir að
ákveða hvað hann leggur fyrir sig;
píanó, söng, tónsmíðar eða stjórn-
un. Sigrún Björk, elsta barnið
mitt, er kennari og sú eina sem fór
ekki í músík. Börnin eru öll á
fullu í því sem þau vilja gera.“
Hvor er betri söngvari – þú á
yngri árum eða Garðar Thór?
„Ég hugsa að Garðar Thór hafi
vinninginn þar.“
Af hverju?
„Hvatinn hjá honum er jafn-
mikill og hjá mér en möguleikar
hans eru meiri. Hann gat farið að
vinna við þetta miklu fyrr en ég.
Ég þurfti alltaf að skapa mína
möguleika og var að gera svo
margt annað um leið. En hann
fékk þetta tækifæri strax. Hann
var gripinn glóðvolgur og það var
unnið með hann. Ég verð nú samt
að segja að við erum ansi líkir.
Hann er ekki ósvipaður mér á sín-
um tíma. Ég sagði Garðari Thór
einhvern tímann fyrir löngu að
það væri pottþétt að hann yrði
föðurbetrungur. Hann var mjög
sár yfir því og sagði: „Góði pabbi,
láttu ekki svona!“ Svo hafa hin
börnin alla burði til að gera það
sama og hann.“
Hefurðu hvatt börnin þín eða
latt í þessa átt?
„Ég let engan og hvet þau frekar
ef ég finn að þau eru á þessari
leið. Ég segi ekki „þú ættir“ eða
„þú skalt“, heldur bara „vá, en
gaman, gerðu það“. Ef þau vildu
fara í aðra átt myndi mig ekki
dreyma um að beina þeim í átt að
músíkinni. Aron Axel, þessi
yngsti, ætlaði sko ekki að fara út í
tónlist. Ekki séns! Svo var hann
allt í einu kominn á kaf í þetta og
hafði drukkið tónlistina í sig án
þess að við vissum.“
Af viðtölum að dæma virðast
krakkarnir ykkar óvenju náin ykkur
foreldrunum …
„Nei, er það?“
Kannski vegna þessa sameigin-
lega áhugamáls?
„Já, það gæti reyndar verið. Til-
viljunin hagaði því þannig að
þeirra áhugamál eru þau sömu og
okkar. Okkar atvinna varð svo
þeirra atvinna. Kannski lengist
sambandsþráðurinn við það? Mér
finnst svo gaman á meðan krakk-
arnir mínir nenna ennþá með mér
í bíó! Í gamla daga fannst mér æð-
islegt þegar þau spurðu: „Viltu
koma í bíó, pabbi?“ Ég ætla til
dæmis ekki á nýju Indiana Jones-
myndina fyrr en við strákarnir
getum farið allir saman. Strákarnir
og Nanna. Við erum búin að
ákveða það.
Ég segi aldrei nei ef þau biðja
mig um að gera eitthvað með
þeim. Er á meðan er. Eftir því sem
ég eldist verðum við krakkarnir
meiri félagar.“
Ber Garðar Thór lagaval og ann-
að undir þig?
„Hann ber það ekkert endilega
undir mig en hann hringir í okkur
og segir okkur hvað er að gerast
hjá honum. Spyr okkur ráða ef
hann þarf á því að halda. Hann er
sem betur fer mjög sjálfstæður og
svo er hann vel giftur og á góðan
félaga og ráðgjafa í Tinnu, kon-
unni sinni. Hann getur líka hringt
í systkini sín, sem eru í yngri
kantinum og fíla kannski eitthvað
annað en við. Svo ber hann sitt-
hvað músíkalskt undir okkur for-
eldrana. Krakkarnir gera þetta öll.
Við tölum saman og þau spyrja
gjarnan ráða.“
Hvað finnst þér um svokallað
„crossover“ popptónlistar og klass-
íkur, eins og Garðar Thór hefur
verið að syngja?
„Það getur bara verið af hinu
góða. Það að verða sérfræðingur í
einhverju ákveðnu er algjörlega af
hinu góða, finnst mér. Hvort sem
það heitir að fara í þessa áttina,
hina áttina eða báðar. Svona
nokkurs konar A, B, BA eða eitt-
hvað annað. Ef einhver hefur
hæfileika til að gera bæði A og B
þá er það af hinu góða því að þá
kviknar áhugi hjá tveimur stórum
hópum í báðar áttir. Þetta er orðið
rosa flókið hjá mér! Tenórarnir
þrír gerðu þetta. Þar af var einn
sem gat þetta best og það var
Domingo. Þannig náði hann til
ótrúlegs fjölda fólks. Hinir tveir
reyndu þetta líka. Bara t.d. með
því að syngja Nessun Dorma á
einum fótboltaleik náði Pavarotti
hylli hundraða milljóna manna og
kvenna, sem höfðu aldrei hlustað
á óperur áður en urðu gjörsam-
lega „húkkt“.“
Fyrir þá sem hafa aldrei hlustað
á óperur, vita ekki alveg hvort þeir
eru A, B eða AB en langar til að
verða „húkkt“ er Carmina Burana
örugglega rétta verkið til að byrja
á. Kraftmikið stykki og einungis
klukkutími að lengd.
Fjáröflunar- og kynningartón-
leikar „Carnegie Hall-kórsins“ fara
fram í Langholtskirkju sunnudag-
inn 1. júní kl. 20 og 22. 24stundir/Kristinn Ingvarsson
a
„Ég sagði
Garðari Thór
einhvern tímann
fyrir löngu að það væri
pottþétt að hann yrði
föðurbetrungur. Hann
var mjög sár yfir því og
sagði: „Góði pabbi, láttu
ekki svona!“
Uppáhaldsópera:
Otello eftir Giuseppe Verdi.
Domingo eða Pavarotti?
Domingo.Við erum jafn-
gamlir og hann er ennþá að
syngja, auk þess sem hann
stjórnar óperum og óp-
eruhúsum.
Uppáhaldssöngkona:
Kiri Te Kanawa er í algjörum
sérflokki. Hún hefur komið
hingað til að kenna og er
skráður gestakennari við
Söngskólann í Reykjavík.
Haustið 2008 mun í fyrsta sinn á Íslandi verða boðið
upp á nám til BS-gráðu í næringarfræði. Námsleiðin
er svar við sívaxandi þörf fyrir fagfólk á sviði
næringarfræði til að takast á við mikilvæg verkefni í
samfélaginu. Námið er fjölbreytt og þverfaglegt. Það
er bóklegt og verklegt og byggist á raunhæfum
verkefnum. Öflugt samstarf er við háskóla og
stofnanir hérlendis og erlendis.