24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 47

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 47
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 47 „Ég samdi flest þeirra í Færeyj- um og Danmörku. Stundum þegar ég var á tónleikaferðalögum. Upp- runalega samdi ég þau öll á fær- eysku og svo þýddi vinur minn þau yfir á ensku. Þá kom upp sú hug- mynd að gera tvo diska á tveimur tungumálum.“ Íslendingar hafa tekið þér opnum örmum en hvernig hafa viðtökurnar verið í Danmörku og á hinum Norð- urlöndunm? „Það hefur gengið mjög vel. Ís- land er náttúrlega mjög sérstakt í mínum huga. Mér finnst tengslin milli Íslendinga og Færeyinga mjög sérstök. Þeir eru eins og systur og bræður. Að koma til Íslands var fyrir mig eins og að koma heim. Og þannig er það ennþá. Þetta er náttúrlega aðeins öðruvísi en í Danmörku og hinum Norður- löndunum. En það hefur verið góð mæting á alla tónleikana mína, fólk tekur vel á móti tónlistinni minni, þannig að ég er mjög ánægð.“ Björk Guðmundsdóttir hefur ver- ið að túra um heiminn með lagið Independence sem hún tileinkar m.a. færeysku þjóðinni. Hvað finnst þér um þetta framtak? „Mér finnst það æðislegt hjá henni! Alveg frábært.“ Eiga Færeyingar að krefjast sjálf- stæðis frá Dönum? „Já, auðvitað. Ég er algjörlega á þeirri skoðun. Færeyjar eiga að vera sjálfstæðar og ég vona bara að það gerist sem fyrst. Það er nauð- synlegt fyrir landið til þess að geta flogið á eigin vængjum.“ Ertu byrjuð að vinna að nýrri plötu? „Já, já, ég er alltaf að vinna með ný lög og svona. Fyrst ný lög eru á leiðinni hlýtur ný plata að vera það líka. Ég ætla að gera eitthvað allt annað næst!“ Viltu segja eitthvað meira um það? Hún hlær leyndardómsfullum hlátri. „Nei, ég er ennþá að vinna með hugmyndirnar í huganum þannig að allt getur breyst.“ Að lokum: Gætirðu hugsað þér að flytja aftur til Íslands einhvern dag- inn? „Já, ég hugsa oft um að koma aftur til Íslands. Ég vona að ég eigi eftir að gera það. Ég hef alltaf ætlað mér að koma aftur fljótlega en veit ekki alveg hvenær það verður. Þótt ég eigi ekki íbúð á landinu lengur er Ísland ennþá mitt annað heim- ili.“ 24stundir/Kristfríð Tyril Eivör, ásamt hljómsveit sem ferðaðist með henni um Írland á síðasta ári. a „Jóga hjálpar mér mjög mikið í öllu sem ég geri. Það gefur mér sál- arró og gerir mér gott, bæði líkamlega og and- lega.“ Það fyrsta sem ég geri á morgnana: Ég fer í sturtu og fæ mér svo kaffi. Það síðasta sem ég geri á kvöldin: Ég spila á gítarinn minn og bið kvöldbænirnar mínar. Það besta við að vera Færeyingur: Fegurðin og góða orkan sem þar býr. Og svo skerpu- kjötið, auðvitað! Það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir mig: Einu sinni þegar ég var með tónleika í Þýskalandi reyndi ég að vera fyndin með því að syngja eitthvert bull á þýsku – en enginn hló! Það sem heimurinn þarfnast núna: Kærleiki, friður og virðing fyrir Móður jörð. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Laugardagur 31. maí 2008  Meiri kostnaður og óhag- stætt gengi ástæða þess að Iceland Airwaves neyðist til að draga saman seglin. »Meira í Morgunblaðinu Ú́tlitið ekki gott  Eivör Pálsdóttir fyllir skarð Emilíönu á tónlist- arhátíðinni Bræðslunni síðar í sumar. » Meira í Morgunblaðinu Emilíana dottin út  Leikarinn Tom Cruise hefur hleypt af stað vef- síðu sem hann helgar eigin persónu. » Meira í Morgunblaðinu Tomcruis.com reykjavíkreykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.