24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Nýjasta tískan hjá kvikmynda- verunum í Hollywood er að blása nýju lífi í gamlar myndaseríur með nýjum framhaldsmyndum. In- diana Jones, Rambo, Rocky og Die Hard eru gott merki um þessa tísku og nú er allt útlit fyrir að löggan Axel Foley, úr Beverly Hills Cop-myndunum, fái að spreyta sig aftur á hvíta tjaldinu. Kvikmyndablaðið Variety hefur greint frá því að Paramount- kvikmyndaverið hyggist gera nýja Beverly Hills Cop-mynd sem myndi verða sú fjórða í röðinni. Eddie Murphy mun vera búinn að samþykkja að snúa aftur í hlutverk sitt sem Axel Foley en samninga- viðræður standa yfir við Brett Rat- ner um að hann taki að sér leik- stjórnina. Hin fyrsta Beverly Hills Cop- mynd leit dagsins ljós 1984 og átti hún stóran þátt í því að skjóta Ed- die Murphy upp á stjörnuhim- ininn. Myndin lenti í öðru sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndirnar það ár- ið, á eftir Ghostbusters, og var til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta kvikmyndahandritið. Þegar þriðja myndin kom út ár- ið 1994 fékk hún vægast sagt slæm- ar móttökur. Myndin þénaði ein- ungis 44 milljónir dollara í Bandaríkjunum og féll í grýttan farveg hjá kvikmyndarýnum um allan heim. Eddie Murphy mun, sem fyrr segir, endurtaka hlutverk sitt sem Axel Foley en hann hefur sett það skilyrði að hann fái að taka virkan þátt í vinnslu myndarinnar. Ekki er búið að ráða handrits- höfund til að skrifa handritið að myndinni en reiknað er með að það verði frágengið á allra næstu dögum. Stefnt er að því að tökur á myndinni hefjist á næsta ári en áætlað er að myndin verði frum- sýnd árið 2010. vij Framhaldsmyndatískan heldur áfram í Hollywood Beverly Hills-löggan aftur á stjá Mynd/Getty Images Aftur sem Foley Eddie Murphy vill leggja sitt af mörkum Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is Eva María Árnadóttir er ein þeirra sem útskrifast úr fatahönn- unardeild Listaháskóla Íslands í dag. Eva hefur átt góðu gengi að fagna í náminu og var meðal ann- ars á mála hjá hinum víðfræga Marc Jacobs í fyrra. „Ég eyddi síðasta sumri í New York í starfsnámi hjá Marc Jacobs. Ég var þar í þrjá mánuði, meðal annars við undirbúning tískuvik- unnar í New York. Linda kenn- arinn minn hjálpaði mér að finna réttu aðilana og svo voru þetta endalaus tölvupóstur og símtöl áð- ur en þeir buðu mér að koma, sem var alveg magnað,“ segir Eva og bætir því við að lærdómurinn hafi verið mikill. „Ég var aðallega í því að skottast út í bæ og kaupa efni, lita efni og fleira í þeim dúr. En ég lærði mikið og það var virkilega gaman að fá að fylgjast með öllu þarna. Þetta er auðvitað þvílíkt stórt og mér fannst skemmtilegt að sjá þá áhugaverðu og áberandi gogg- unarröð sem þarna ríkir. Marc Ja- cobs er sjálfur á toppnum ásamt sínum aðstoðarmönnum en svo eru það undirmenn og aðstoð- armenn þeirra ásamt aðstoð- armönnum aðstoðarmannanna. Það var verið að halda virðingu gagnvart okkur starfsnemunum sem vorum neðst í fæðukeðjunni. En Marc er hinn ljúfasti maður.“ Stefnir út í heim Að sögn Evu gekk námið í Listaháskólanum vonum framar og kveðst hún full tilhlökkunar að söðla um hjá hönnuðum heims- borganna. „Ég stefni á að fara út eftir ára- mót og koma mér að hjá stórum hönnuði. Það er náttúrlega ekki verra að vera með meðmælabréf frá Marc Jacobs,“ segir Eva, en hún hefur haft brennandi áhuga á hönnun frá blautu barnsbeini. „Þetta byrjaði á því að maður var að klippa út barbí og fleira. Svo tók ég þátt í ýmsum keppnum og vann meðal annars hönn- unarkeppnirnar í 8.-10. bekk í Smáraskóla. Það var mjög skemmtilegt og ýtti frekar undir áhugann. Ég er allavega komin á það að ég sé á réttri hillu og mun halda áfram að hanna.“ Eva María Árnadóttir er ungur og upprennandi fatahönnuður Vann hjá Marc Jacobs í New York Í eigin hönnun Eva María klæðist hér kjól úr eigin smiðju. Eva María Árnadóttir hef- ur vakið athygli fyrir hæfileika sína í hönnun. Hún hefur unnið hjá hin- um virta Marc Jacobs og útskrifast nú með glans úr Listaháskólanum. Kápa Unnin úr hör. Veski Úr útskriftarlínu Evu Maríu. Eins og sjá má er fyrirmyndin gamaldags handlóð. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þetta byrjaði á því að maður var að klippa út barbí og fleira. Svo tók ég þátt í ýmsum keppnum og vann meðal annars hönnunarkeppn- inar í 8.-10. bekk í Smáraskóla. iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 20% afsláttur af yfirhöfnum Tilboðið gildir frá fimmtudegi til sunnudags Innritun fyrir haustönn 2008 Innritun fyrir haustönn 2008 stendur nú yfir. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Rafræn innritun fer í gegnum www.menntagatt.is. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is. Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: félagsfræðibraut, málabraut, náttúrufræðibraut, viðskipta- og hagfræðibraut. Brautir Heilbrigðisskólans: heilbrigðisritarabraut, heilsunuddarabraut, lyfjatæknabraut, læknaritarabraut, sjúkraliðabraut, brúarnám á sjúkraliðabraut og tanntæknabraut, viðbótarnám til stúdentsprófs. Almenn námsbraut. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, www.fa.is. Þar er einnig kynning á skólastarfinu, myndir úr félagslífi o.fl. Skólinn býður upp á fjarnám allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans. Skólameistari Hin skapmikla Naomi Campbell hefur verið ákærð fyrir að sví- virða lögregluþjóna á Heathrow í apríl síðastliðnum. Eins og frægt er orðið gerði fyrirsætan sér lítið fyrir og hrækti á annan lög- regluþjóninn auk þess að láta öll- um illum látum á flugvellinum. Var ákæran birt henni í Lund- únum í gær, en að sögn lögmanns hennar var henni brugðið. hþ Naomi Camp- bell ákærð - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.