24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 49
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Tíbeskur munk-
ur að nafni Lama
Tenzin hefur
helgað líf sitt því
að bjarga nauð-
stöddum börn-
um frá afskekkt-
asta héraði
Nepals, Dolpo.
Hann var stadd-
ur hér á landi fyrir skömmu á leið
sinni frá Bandaríkjunum til Ind-
lands og hitti þá hóp íslenskra
listamanna sem hrifust af óeig-
ingjörnu starfi hans í þágu barna.
Listamennirnir efna til menning-
arhátíðar fyrir alla fjölskylduna í
Gerðubergi á morgun í þágu
barnanna í Dolpo. Helga Arn-
alds, myndlistarkona og brúðu-
leikari, er einn listamannanna
sem koma að hátíðinni. „Íbúar
héraðsins Dolpo búa við mikinn
skort og börnin þar hafa enga
möguleika á að mennta sig. Sér-
staklega eru stúlkurnar illa stadd-
ar þar sem viðhorf til kynjanna
eru mjög gamaldags og almennt
er talið að þær geti ekki lært og
að konur eigi að vera lægra settar
en karlar. Eitt af því sem Lama
Tenzin hefur gert er að hann hef-
ur sótt nokkur börn til Dolpo,
flest stúlkubörn, og flutt þau
með sér til Indlands þar sem
hann hefur ásamt fjölskyldu sinni
stofnað heimili fyrir þau og send-
ir þau í góðan einkaskóla. Mark-
miðið er að þau snúi síðan aftur
til Dolpo sem kennarar, læknar,
hjúkrunarfólk og fleira svo þau
geti veitt íbúum þar nauðsynlega
grunnþjónustu og stuðlað að
uppbyggingu og framförum á
svæðinu,“ segir Helga.
Fjölskyldudagskrá
Meðal dagskrárliða á hátíðinni
á morgun eru brúðusýning Bernds
Ogrodniks á Pétri og úlfinum eftir
Sergei Prokofiev, sýning frá Hinu
íslenska töframannagildi og trúð-
arnir Barbara og Gjóla. „Þetta er
hugsað fyrir alla fjölskylduna, ekki
síst börnin, og allir listamennirnir
sem koma fram ætla að gefa vinnu
sína,“ segir Helga. „Svo má geta
þess að boðið verður upp á svo-
kallaða bænaborðasmiðju í tíbesk-
um anda fyrir börn. Það er siður
Tíbeta að skrifa bænir sínar á
borða og láta vindinn svo bera þá
yfir lönd og höf. Með því að bjóða
íslenskum börnum upp á þetta er
ætlunin að innræta þeim sam-
kennd með bágstöddu fólki úti í
heimi og trú á að þau geti gert
eitthvað til þess að hjálpa því.“
Menningarhátíð fyrir fjölskylduna
Styrkja börnin
í Dolpo
Menningarveisla fyrir
alla fjölskylduna verður
haldin í Gerðubergi á
morgun milli klukkan 13
og 16. Hátíðin er haldin
til styrktar börnum í hinu
afskekkta Dolpo-héraði í
Nepal.
Barngóður Lama Tenzin
ásamt íslenskum börnum.
➤ Upphafskona framtaksins erGuðrún Vera Hjartardóttir
myndlistarkona.
➤ Meðal annars er verið aðsafna fyrir skólabíl.
Á DAGSKRÁNNI
Helga Arnalds
Faðir Jovica, serbneskur lista-
maður og prestur í serbnesku rétt-
trúnaðarkirkjunni, verður með
íkonasýningu í þremur kirkjum á
Íslandi í júní, safnaðarheimili Há-
teigskirkju, Skálholtskirkju og
Glerárkirkju á Akureyri.
Sýningin í Háteigskirkju verður
opnuð í dag, laugardaginn 31. maí
klukkan 12. Í upphafi opnunarinn-
ar verður flutt stutt lofgjörð á
kirkjuslavnesku, ensku og íslensku
í kirkjunni sjálfri. Lofgjörðin nefn-
ist akaþist, en það orð er ættað úr
grísku og merkir lof- og þakkar-
gjörð.
Sýningin verður í safnaðarheim-
ilinu til sunnudagsins 8. júní og
verður komin í Skálholtskirkju
mánudaginn 9. júní og stendur þar
í viku. Um miðjan júní verður hún
svo komin í Glerárkirkju
Íkonasýning hins
serbneska Jovica
Tónlistarhátíðinni Björtum
sumarnóttum sem halda átti í
Hveragerðiskirkju nú um helgina
hefur verið aflýst vegna jarðskjálft-
anna sem riðu yfir Suðurland á
föstudag. Menningarmálanefnd
Hveragerðis tók ákvörðun um að
blása hátíðina af að höfðu samráði
við almannavarnanefnd Hvera-
gerðis og sýslumann Árnessýslu.
Björtum sumar-
nóttum aflýst
MENNING
menning@24stundir.is a
Þetta er hugsað fyrir alla fjölskylduna, ekki síst börn-
in, og allir listamennirnir sem koma fram ætla að gefa
vinnu sína.