24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU
Fær hugann til að fljúga og kemur
tilfinningum á rót”
M.K MBL
Falleg, fyndin,sönn og kvenleg”
V.G Bylgjunni
“Ég hvet fólk til að drífa sig
á leikinn og njóta”
Jón Viðar DV
SÍÐASTA SÝNING
SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA
„Pff, ég fann ekkert fyrir þessu.
[…] Fúlt að geta ekki borið sam-
an skemmdir við nágrannana.
„Jú, fiskabúrið sprakk og stéttin
er klofin í fernt“ – „Já baðkarið er
hrunið til grunna og allir speglar
skakkir“ – „Já, konan er brotin í
mölv og börnin skökk.“ Og svo
framvegis.
Bobby Breiðholt
balladofbob.blogspot.com
„Aðalfundur Sálfræðingafélags
Íslands fór fram í dag. [...] Fyrir
tveimur dögum á samningafundi
sögðu samningamenn ríkisins:
„það þarf náttúruhamfarir til
þess að við samþykkjum þessa
kröfugerð ykkar.“ Náttúruöflin
standa með sálfræðingum í kjara-
baráttunni.
Hafrún Kristjánsdóttir
habbakriss.eyjan.is
Þeim BBC-mönnum þótti það
nokkuð merkilegt, sem fram kom
í viðtalinu við Heiðar[Jónsson
snyrti], að Miss Iceland 1959 hafi
verið að halda upp á sjötugs-
afmælið sitt í gær á Hótel Örk , í
miðju skjálftasvæðinu, og Heiðar
verið veislustjóri.
Andrés Jónsson
andres.eyjan.is
BLOGGARINN
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Iceland Airwaves-hátíðin stendur
ekki á tryggri jörð. Þetta varð ljóst í
gær þegar Eldar Ástþórsson sagði
upp starfi sínu sem fram-
kvæmdastjóri.
„Það er áherslumunur á því
hvernig ég vildi reka hátíðina og
hvernig eigandi Hr. Örlygs, Þor-
steinn Stephensen, vill gera það,“
segir Eldar og finnst greinilega erf-
itt að láta af stöðu sinni. „Við
sjáum hlutina ekki alveg eins fyrir
okkur. Ég er mjög ánægður með
það form sem er á hátíðinni í dag
en þegar maður horfir til framtíðar
um hvernig hún eigi að þróast
sjáum við þetta ekki eins fyrir okk-
ur. Ég held að það sé best að gefa
honum sitt svigrúm til þess að gera
það sem hann vill gera til þess að
halda þessu áfram.“
Eldar neitaði að fara nánar út í
ágreiningsmál þeirra félaga og tek-
ur fram að slitin séu í góðu og að
hann óski þess heitast að hátíðin
lifi áfram.
Stendur ekki vel
Þorsteinn Stephensen við-
urkennir að hátíðin sé í fjárhags-
kröggum og að verið sé að draga
saman seglin til að halda henni
gangandi.
„Þetta snýst um kjör og efna-
hagslega afkomu hátíðarinnar sem
er langt frá því að vera nógu
trygg,“ segir Þorsteinn um brott-
hvarf framkvæmdastjórans en
hann ætlar sjálfur að sinna starf-
inu. „Starfsfólk Hr. Örlygs er orðið
sjóað og gott í því sem það gerir.
En það er ekki hægt að bjóða því
sömu kjör og er hægt annars stað-
ar.“
Hann segir hátíðina ekki standa
vel fjárhagslega. Ekki hafi gengið
að fá hærri styrki og honum sé
sniðinn þröngur stakkur vegna
skorts á starfhæfu húsnæði.
Tekjurnar hafa því ekki hækkað í
samræmi við þann kostnað sem
hefur verið að hækka. Bæði út af
gengi og verðbólgu í landinu.
Þorsteinn segir að vegna þessa
verði að skera niður og minnka há-
tíðina í sniðum í ár. Færri staðir,
færri aðgöngumiðar og færri inn-
lendar og erlendar hljómsveitir.
„Við verðum að horfa á það að
við séum að færa hátíðina þrjú til
fjögur ár aftur í tímann, hvað þró-
un varðar. Hátíðin verður samt
haldin,“ lofar Þorsteinn að lokum.
Fjárhagsvandræði ógna stærstu tónleikahátíð landsins
Iceland Airwaves-
hátíðin í hættu
Eldar Ástþórsson hefur
sagt upp störfum sem
framkvæmdastjóri Ice-
land Airwaves-hátíð-
arinnar. Þorsteinn Steph-
ensen viðurkennir að
hátíðin sé í hættu.
Þorsteinn Dregur saman seglin.
Iceland Airwaves
Færri staðir, færri
sveitir og færri miðar.
HEYRST HEFUR …
Eftir skjálftann í fyrradag þyrptust netnotendur á
fréttasíður í von um upplýsingar. Umferðin á mbl.is
var gríðarleg en notendur visir.is grípu í tómt þar
sem síðan lá niðri í um tvær klukkustundir. Auglýs-
ing þeirra í Fréttablaðinu í gær, með yfirskriftinni
„Ég sá það fyrst á vísir.is“ þykir því spaugileg. Loka-
orðin eru; „notendur vita að hverju þeir ganga þeg-
ar þeir heimsækja vísi.“ Já, að hann sé hruninn. bös
Og enn af jarðskjálftanum á Suðurlandi því skjálft-
inn setti svo sannarlega strik í reikninginn hjá Matt-
híasi Imsland og kollegum hans hjá Iceland Ex-
press. Flugfélagið afhjúpaði í vikunni nýtt
afþreyingarkerfi í vélum sínum og bauð fjölmiðla-
mönnum til Berlínar til að kynna herlegheitin. Lítið
hefur þó farið fyrir umfjöllun fjölmiðla um kerfið
því lítið annað kemst að en skjálftinn mikli. vij
Hljómsveitin Grjóthrun gaf út plötu í gær en nafn-
giftin hlýtur að teljast nokkuð kaldhæðnisleg í ljósi
atburða vikunnar. Auðvitað er um tilviljun að ræða
en bassaleikari sveitarinnar er þekktur fyrir að hafa
puttann á púlsinum hvað þjóðmál varðar. Þar er
enginn annar en Grímur Atlason á ferð. Athygli
vekur að í plötuumslaginu er sérstaklega tekið fram
að platan hafi verið tekin upp án fíkniefna. bös
„Það er „fokkt opp“ að koma
heim til sín eftir svona. Það er eins
og það hafi verið snargeðveikt partí
hérna í viku,“ hrópaði Magni Ás-
geirsson rokkstjarna er hann kom
heim í húsið sitt í Hveragerði eftir
skjálftann. Hann var á Akureyri
þegar skjálftinn reið yfir og hafði
stuttan tíma í gær til þess að reyna
að laga skemmdir áður en hann
þurfti að rjúka til Grundarfjarðar
þar sem Á móti sól lék á dansleik í
gærkvöldi. „Það er allt út um allt.
Fólkið við hliðina á mér svaf í hjól-
hýsi í nótt. Þar er útveggur sprung-
inn. Þetta fór mun betur en annars
staðar. Þetta er ekkert sem vert er
að grenja yfir.“
Ljósakrónan í svefnherberginu
hrundi á rúmið hans, myndir
hrundu af veggjum, 200 geisla-
diskar dreifðust yfir stofugólfið,
rauðvínsflöskur splundruðust á
eldhúsgólfinu og sjónvarp sonar
hans eyðilagðist.
„Gullplöturnar eru allar ónýtar.
Svo opnaðist ísskápurinn þannig
að lyktin er frekar sterk og ógeð-
felld. Það fór eitt málverk eftir
ömmu mína í gólfið en sem betur
fer er í lagi með myndina sjálfa.
Við getum orðað það svo að
rammagerðin á Suðurlandinu
muni hafa svolítið mikið að gera á
næstunni.“
Félagar hans úr Á móti sól búa
líka í Hveragerði og fóru verr út úr
skjálftanum. Verst fór hjá Sævari
gítarleikara þar sem skápar fóru
með veggjum og allt hrundi út úr
eldhússkápum. Þar á meðal rán-
dýrt brúðkaupsstell sem hefur haft
mikið persónlegt gildi. Magni seg-
ist þó ekki geta hugsað sér að flytja.
biggi@24stundir.is
Allt í rusli hjá Magna eftir skjálftann
Allar gullplöturnar
ónýtar
Magni Hristur, ekki hrærður, eftir skjálft-
ann í Hveragerði.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
4 1 5 8 3 7 2 6 9
8 2 3 6 9 1 5 7 4
6 9 7 2 4 5 8 3 1
7 4 6 9 1 2 3 8 5
1 8 9 3 5 6 7 4 2
5 3 2 4 7 8 1 9 6
9 5 8 1 6 3 4 2 7
2 7 4 5 8 9 6 1 3
3 6 1 7 2 4 9 5 8
Þetta var þín hugmynd, var það ekki?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Nei, ekki nema hann drukkni
kannski.
Stefán, er nokkur verri þótt hann vökni aðeins?
Stefán Pálsson er formaður Samtaka hernaðarandstæð-
inga, sem stóðu í gær fyrir mótmælum gegn vatnspynt-
ingaraðferðum Bandaríkjamanna, með því að standa fyrir
sýnikennslu í slíkum pyntingum..