24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 31. MAÍATVINNA AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726 Viltu vinna með okkur? Næsta vetur vantar okkur í Grandaskóla Umsjónarkennara í 5. -6. bekk Umsjónarkennara á yngra stigi - kjörið tæk- ifæri fyrir fólk sem vill vinna í teymiskennslu í skemmtilegu starfsumhverfi. Sundkennara í hlutastarf. Stuðningsfulltrúa, meginverkefni er vinna með nemendum undir verkstjórn kennara. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf við skólann. Nánari upplýsingar gefa Börkur skólastjóri borkur@grandaskoli.is og Inga aðs- toðarskólastjóri inga@grandaskoli.is , sími 411-7120 Grandaskóli stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Nemendur eru um 290 talsins í 1. - 7. bekk og við skólann starfa um 50 starfsmenn. Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi skólans og í hópnum ríkir fagmennska, metnaður og góður andi. Skólinn er vel búinn tækjum og hafa allir kennarar skólans fartölvu til afnota. Sterk hefð er fyrir list- og verkgreinakennslu í skólanum og hlaut skólinn Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur vorið 2007 fyrir tónlistarup- peldi. Áhersla er lögð á skapandi skólastarf og sveigjanlega starfshætti m.a. til að koma til móts við einstaklingsmun nemenda. Í yngri deild skólans, 1. - 4. bekk, er áhersla á teymiskennslu. Tveir umsjó- narkennarar vinna með hvern árgang, ýmist sem heild eða í mismunandi hópum. Í eldri deild skólans, 5. - 7. bekk, er hefðbundin bekkjarskipting en áhersla lögð á samvinnu árganga og sveigjanlega starfshætti. Nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans www.grandaskoli.is Hjúkrunarfræðingar til HSA/FSN Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild og skurðstofu við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Um er að ræða dag- kvöld- og næturvaktir (eða bakvaktir v/skurðstofu) við almenna hjúkrun en á FSN eru m.a. lyf- og handlæknisdeild auk fæðingardeildar, skurðstofu, bráðamóttöku, rannsóknarst. ofl.þ.h. Stöðurnar eru lausar nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi og starfshlutfall 50-100%. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi frá 28.02.05. og stofnanasamningi FÍH og HSA, ásamt húsnæði á viðráðanlegu verði aðstoð við flutningi á svæðið ef með þarf og fl.þ.h. Allar frekari upplýsingar um störfin og annað starfsumhverfi gefa: Lilja Aðalsteinsdóttir Hjúkrunar- framkvæmdastjóri HSA, S- 470 1450, lilja@hsa.is og/eða Valdimar O. Hermannsson fulltrúi forstjóra HSA/FSN, S. 860 6770, valdimarh@hsa.is . Sjá einnig nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.hsa.is Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008 og skulu umsóknir, er greina frá m.a. reynslu og fyrri störfum, sendast til: HSA/FSN, Mýrargötu 20, 740 Fjarðabyggð, eða á ofanritaða. Til frekari upplýsinga: Neskaupstaður í Norðfirði er byggðakjarni innan Fjarðabyggðar sem er stærsta sveitarfélag á Austurlandi, með um 5.500 íbúa. Upptökusvæði HSA/FSN, er allt Austurland en þar búa nú u.þ.b., 15.000 manns og fer ört fjölgandi. Í Fjarðabyggð er rekin öflug þjónusta, verslun og afþreying á svæðinu er fjölbreytt svo og rekstur hótela og veitingahúsa um allan fjórðunginn. Í Neskaupstað er starfræktur grunnskóli, tónskóli og leikskóli ásamt Verkmenntaskóla Austurlands, en einnig er góð aðstaða til íþróttaiðkunnar. Sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og golfvöllur eru á svæðinu sem og fínasta skíðasvæði í Oddskarði. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu enda eru mörg skemmtilegustu göngu- og útivistarsvæði landsins á Austurlandi. www.fjardabyggd.is Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað www.marelfoodsystems.com Hugbúnaðarsérfræðingur Hugbúnaðarsérfræðing vantar á tækjahugbúnaðarsvið til að vinna við þróun hugbúnaðar fyrir ýmiss konar tæki og lausnir fyrir matvælaiðnað. Um er að ræða skapandi starf við hönnun og þróun á myndgreiningarkerfum og rauntímahugbúnaði. Áhugasömum gefst kostur á að vinna með hópi sérfræðinga að hönnun nýrra tækja, allt frá hugmynd að uppsetningu hjá viðskiptavini og sjá afrakstur í verki. Starfinu fylgja ferðalög erlendis. Þú hefur: • menntun í verk-, tækni- eða tölvunarfræði • reynslu af forritun • góða enskukunnáttu Við bjóðum: • þjálfun í forritunarmálum • afbragðs vinnuaðstöðu og mötuneyti • fjölskylduvænt vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma • aðgang að íþróttaaðstöðu og gott félagslíf • styrki til símenntunar og íþróttaiðkunar Nánari upplýsingar um starf hugbúnaðarsérfræðings veitir Aðalsteinn Víglundsson , vörustjóri, alliv@marel.is, í síma 563 8000. Fylla skal út umsóknir á heimasíðu Marel ehf., www.marel.is fyrir 6. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað og fyllsta trúnaði heitið gagnvart umsækjendum. Marel ehf er dótturfélag Marel Food Systems hf sem er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá Marel Food Systems starfa yfir 2100 starfsmenn í 5 heimsálfum, þar af um 380 manns hjá Marel ehf á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.