24 stundir - 31.05.2008, Síða 29

24 stundir - 31.05.2008, Síða 29
LAUGARDAGUR 31. MAÍATVINNA AUGLÝSINGASÍMI 510 3728 / 510 3726 Viltu vinna með okkur? Næsta vetur vantar okkur í Grandaskóla Umsjónarkennara í 5. -6. bekk Umsjónarkennara á yngra stigi - kjörið tæk- ifæri fyrir fólk sem vill vinna í teymiskennslu í skemmtilegu starfsumhverfi. Sundkennara í hlutastarf. Stuðningsfulltrúa, meginverkefni er vinna með nemendum undir verkstjórn kennara. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf við skólann. Nánari upplýsingar gefa Börkur skólastjóri borkur@grandaskoli.is og Inga aðs- toðarskólastjóri inga@grandaskoli.is , sími 411-7120 Grandaskóli stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Nemendur eru um 290 talsins í 1. - 7. bekk og við skólann starfa um 50 starfsmenn. Mikill stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi skólans og í hópnum ríkir fagmennska, metnaður og góður andi. Skólinn er vel búinn tækjum og hafa allir kennarar skólans fartölvu til afnota. Sterk hefð er fyrir list- og verkgreinakennslu í skólanum og hlaut skólinn Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur vorið 2007 fyrir tónlistarup- peldi. Áhersla er lögð á skapandi skólastarf og sveigjanlega starfshætti m.a. til að koma til móts við einstaklingsmun nemenda. Í yngri deild skólans, 1. - 4. bekk, er áhersla á teymiskennslu. Tveir umsjó- narkennarar vinna með hvern árgang, ýmist sem heild eða í mismunandi hópum. Í eldri deild skólans, 5. - 7. bekk, er hefðbundin bekkjarskipting en áhersla lögð á samvinnu árganga og sveigjanlega starfshætti. Nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans www.grandaskoli.is Hjúkrunarfræðingar til HSA/FSN Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild og skurðstofu við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Um er að ræða dag- kvöld- og næturvaktir (eða bakvaktir v/skurðstofu) við almenna hjúkrun en á FSN eru m.a. lyf- og handlæknisdeild auk fæðingardeildar, skurðstofu, bráðamóttöku, rannsóknarst. ofl.þ.h. Stöðurnar eru lausar nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi og starfshlutfall 50-100%. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi frá 28.02.05. og stofnanasamningi FÍH og HSA, ásamt húsnæði á viðráðanlegu verði aðstoð við flutningi á svæðið ef með þarf og fl.þ.h. Allar frekari upplýsingar um störfin og annað starfsumhverfi gefa: Lilja Aðalsteinsdóttir Hjúkrunar- framkvæmdastjóri HSA, S- 470 1450, lilja@hsa.is og/eða Valdimar O. Hermannsson fulltrúi forstjóra HSA/FSN, S. 860 6770, valdimarh@hsa.is . Sjá einnig nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.hsa.is Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008 og skulu umsóknir, er greina frá m.a. reynslu og fyrri störfum, sendast til: HSA/FSN, Mýrargötu 20, 740 Fjarðabyggð, eða á ofanritaða. Til frekari upplýsinga: Neskaupstaður í Norðfirði er byggðakjarni innan Fjarðabyggðar sem er stærsta sveitarfélag á Austurlandi, með um 5.500 íbúa. Upptökusvæði HSA/FSN, er allt Austurland en þar búa nú u.þ.b., 15.000 manns og fer ört fjölgandi. Í Fjarðabyggð er rekin öflug þjónusta, verslun og afþreying á svæðinu er fjölbreytt svo og rekstur hótela og veitingahúsa um allan fjórðunginn. Í Neskaupstað er starfræktur grunnskóli, tónskóli og leikskóli ásamt Verkmenntaskóla Austurlands, en einnig er góð aðstaða til íþróttaiðkunnar. Sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og golfvöllur eru á svæðinu sem og fínasta skíðasvæði í Oddskarði. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu enda eru mörg skemmtilegustu göngu- og útivistarsvæði landsins á Austurlandi. www.fjardabyggd.is Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað www.marelfoodsystems.com Hugbúnaðarsérfræðingur Hugbúnaðarsérfræðing vantar á tækjahugbúnaðarsvið til að vinna við þróun hugbúnaðar fyrir ýmiss konar tæki og lausnir fyrir matvælaiðnað. Um er að ræða skapandi starf við hönnun og þróun á myndgreiningarkerfum og rauntímahugbúnaði. Áhugasömum gefst kostur á að vinna með hópi sérfræðinga að hönnun nýrra tækja, allt frá hugmynd að uppsetningu hjá viðskiptavini og sjá afrakstur í verki. Starfinu fylgja ferðalög erlendis. Þú hefur: • menntun í verk-, tækni- eða tölvunarfræði • reynslu af forritun • góða enskukunnáttu Við bjóðum: • þjálfun í forritunarmálum • afbragðs vinnuaðstöðu og mötuneyti • fjölskylduvænt vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma • aðgang að íþróttaaðstöðu og gott félagslíf • styrki til símenntunar og íþróttaiðkunar Nánari upplýsingar um starf hugbúnaðarsérfræðings veitir Aðalsteinn Víglundsson , vörustjóri, alliv@marel.is, í síma 563 8000. Fylla skal út umsóknir á heimasíðu Marel ehf., www.marel.is fyrir 6. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað og fyllsta trúnaði heitið gagnvart umsækjendum. Marel ehf er dótturfélag Marel Food Systems hf sem er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Hjá Marel Food Systems starfa yfir 2100 starfsmenn í 5 heimsálfum, þar af um 380 manns hjá Marel ehf á Íslandi.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.