24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Árbæjarskóli fagnar 40 ára af- mæli sínu í dag. Af því tilefni verð- ur skólinn opinn gestum og gang- andi milli klukkan 10.00 og 14.00. „Það verður opið hús hjá okkur þar sem boðið verður upp á sýningu á verkum nemenda, uppákomur á sviði og frumfluttur skólasöngur sem er saminn af fyrrverandi nem- anda skólans, Þorvaldi Bjarna Þor- valdssyni. Það má segja að það sé tími til kominn að við eignumst skólasöng, eftir 40 ár! Þá verða einnig veitingar í boði og allt gert til að hafa daginn sem eftirminni- legastan,“ segir Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla. Um 800 nemendur sækja skólann, sem var fyrst staðsettur í samkomuhúsi á Árbæjarblettinum, en flutti árið 1967 í núverandi húsnæði. tsk Fagnar fertugsafmælinu með pompi og prakt Árbæjarskóli með opið hús í dag Fimmtudagurinn 29. maí var enginn venjulegur dagur í lífi Víðis Reynissonar. Víðir er deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra og var í aðalhlutverki þegar sterkur jarðskjálfti reið yfir Suðurland en skjálftinn fannst rækilega um alla höfuðborgina og voru starfsmenn, sem allir voru við vinnu enda skjálftinn á vinnutíma, fljótir að opna Samhæfingarstöð í kjallaranum í Skógarhlíðinni. Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is 07.00 Dagurinn hjá mérhófst eins og flestir aðrir dagar. Ég vaknaði, fór í sturtu og fékk mér morgunverð. 08.00 Kom börnunummínum í skóla, en þau eru í Snælandsskóla í Kópa- vogi. Eftir það keyrði ég svo sjálfur í Skógarhlíðina til vinnu. 08.30 Vinnudagurinn hófstóvenjulega að því leyti að við byrjuðum á því að kenna námskeið sem við höfum verið með í gangi þessa vikuna. Síðasti hluti þess var fyrir hádegi í gær en námskeiðið var haldið fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem koma að vinnu í Samhæfingarstöðinni. 12.30 Námskeiðinu lauken í hádeginu borð- aði ég svínasteik í mötuneytinu í Skógarhlíðinni ásamt starfsfólki og fólkinu sem sótti námskeiðið. Þar voru málefni líðandi stundar rædd. 13.00 Fór yfir tölvupóstdagsins. 14.00 Hélt stöðufund meðstarfsfólki mínu til að samhæfa bakvaktir og sumarfrí og tryggja að það gengi allt saman upp svo allir gætu tekið það sum- arfrí sem þeir vildu. 15.45 Ég sat við skrifborðiðmitt og skrifaði minnisblað um verkefni sem þarf að sinna þegar almannavarnalögin taka gildi. Allt í einu byrja ég að finna fyrir smá skjálfta en hann ágerðist meira og meira og að lok- um skalf allt og nötraði á skrif- borðinu hjá mér. Þegar ég áttaði mig á að hér væri um að ræða stór- an jarðskjálfta kallaði ég allt mitt fólk niður í Samhæfingarstöðina sem er í kjallaranum hérna í Skóg- arhlíðinni en skrifstofan mín er uppi á fjórðu hæð. 15.48 Við vorum kominniður og búin að virkja Samhæfingarstöðina um það bil þremur mínútum eftir að við fundum skjálftann. Þar stjórnaði ég aðgerðum og var í sambandi við Veðurstofuna til að fá upplýsingar um stærð og staðsetningu. 16.00 Vorum komin meðnokkuð nákvæma staðsetningu á upptökum skjálft- ans og hvar þörfin á hjálp væri mest. Hélt áfram að afla upplýs- inga, var í samskiptum við við- bragðsaðila og þá sem voru að vinna á vettvangi. Ég sá til þess virkja allt það björgunarlið sem hugsanlega þyrfti á að halda. 17.00 Hélt áfram aðhringja ótal símtöl sem vörðuðu áætlanagerð og sótti fundi til að tryggja að allt væri gert til að þeir sem þyrftu á að halda fengju aðstoð. Okkar hlutverk er að samhæfa aðgerðir björgunar- sveita, slökkviliða, lögreglu, Rauða krossins, heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sveitarfélaga sem bregðast við og að tryggja að það umdæmi sem áfallið dynur yfir fái þá aðstoð sem það þarf. 18.00 Það er í mínumverkahring að tryggja upplýsingaflæði til ráð- herra. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kemur á fund. 18.30 Fundaði í Samhæf-ingarstöðinni með Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra ásamt vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskólanum. Borðaði pitsu á hlaupum sem var pöntuð í Skógarhlíðina. 19.00 Var í viðtali í beinniútsendingu hjá Rík- issjónvarpinu. Þar gat ég sagt frá þeirri niðurstöðu vísindamanna að þeir teldu ekki líkur á öðrum sterk- um eftirskjálfta þannig að við gát- um aflétt þeirri ákvörðun að biðja fólk á Suðurlandi um að halda sig utandyra. 23.30 Þegar mér finnst viðvera búin að ná góð- um tökum á aðstæðum og við sáum að þeir sem virtust ætla sér að leita aðstoðar í fjölhjálparstöðv- um okkar voru mættir og það var komin ró á stjórnkerfið fór ég að huga að því að fara að sofa eftir langan dag. 24.00 Var kominn heim ogsofnaði mjög fljót- lega. 05.57 Vaknaði áður envekjaraklukkan hringdi, en hún var stillt á 06.00. Fór í sturtu og fékk mér morgun- mat en fór svo beint í Samhæfing- arstöðina. 06.30 Fékk yfirlit yfir stöðumála frá þeim sem höfðu staðið vaktina yfir nóttina og tók svo fljótlega aftur við stjórn í Samhæfingarstöðinni. 08.30 Undirbjó mig fyrirfund með ríkis- stjórninni. 09.30 Sat ríkisstjórnarfundþar sem var farið yfir málið og næstu skref í stöðunni voru rædd. Það skalf allt og nötraði 24stundir með Víði Reynissyni, deildarstjóra almannavarna- deildar sem sá um samhæfingu aðgerða í skjálftanum á fimmtudag ➤ Fæddist 1967 í Vest-mannaeyjum og ólst þar upp til ellefu ára aldurs. ➤ Er nú giftur og tveggja barnafaðir í Kópavogi. ➤ Hefur verið björgunarsveit-armaður síðan 1986. ➤ Lærði trésmíði og starfaði viðýmislegt þar til hann hóf störf hjá Almannavörnum ríkisins árið 2000. VÍÐIR REYNISSON 24stundir/Júlíus Hagaskóli fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Skólinn var stofnaður 1958, þegar gagn- fræðaskólinn við Hring- braut fluttist yfir á Hag- ana. Af þessu tilefni verður skólinn opinn al- menningi milli klukkan 11.00 og 14.00 í dag, þar sem boðið verður upp á kaffi og auðvitað afmæl- isköku í tilefni dagsins. Allir nemendur skólans hafa unnið hörðum höndum síðustu daga og vikur að sýningu, sem spannar sögu skólans í máli og myndum og end- urspeglar samfélagið þann tíma sem skólinn hefur starfað. Af nógu er að taka, enda hefur margt breyst í þjóðfélaginu á 50 árum. Á myndinni sjást tveir vaskir nemendur gera klárt fyrir sýninguna. tsk Hagaskóli í hálfa öld Sveinn Arason endurskoðandi hefur verið skipaður í embætti ríkisendurskoðanda af forsæt- isnefnd Alþingis. Sveinn tekur við af Sigurði Þórðarsyni sem lætur af embætti í sumar. Fimm manns sóttu um embættið, Birgir Finnbogason, Óskar Sverr- isson, Rúnar Bjarni Jóhannsson, Sigurgeir Bóasson og Sveinn Ara- son, en Sveinn hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá embætti rík- isendurskoðanda. Sveinn Arason ráðinn Aðgangur kvenna að réttarríkinu er til muna lakari en aðgangur karla, að mati Júditar Resnik, að- alfyrirlesara á fjórða Tengslaneti kvenna á Bifröst, sem í þetta sinn bar heitið konur og réttlæti. Júdit Resnik er prófessor við Yale-háskóla. Hún bendir á að fyrir framan marga réttarsali víða um heim standi styttur af réttlæt- isgyðjum en víða um heim sé að- gangur kvenna að sömu sölum lítill ef nokkur. Hún lýsti áhyggj- um af því að í Bandaríkjunum er farið að leysa lagaleg ágreinings- efni utan réttarsala. Resnik telur þá þróun hættulega ekki síst fyrir konur. Tengslaneti 4 var slitið á Bifröst síðdegis í gær. Fjöldi ís- lenskra fyrirlesara talaði á ráð- stefnunni, en hinn erlendi gest- urinn var Maud De Boer Buquicchio, annar fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins. bee Réttarríkið er fyrir karlana Fermingar í Fríkirkjunni við Tjörnina 2009! Fríkirkjan við Tjörnina er óháð landfræðilegum sóknar- mörkum – svo að þú getur tekið þátt sama hvar þú býrð! Auk hefðbundinnar fermingarfræðslu verður áhersla lögð á fræðslu um vímuefnavarnir og almenn mannréttindi. • Samþjöppuð kennsla - minna rask yfir veturinn. • Fermingardagur að eigin vali. • Kennslu og fermingargjöld eru engin! Skráning fer fram á skrifstofu safnaðarins í Safnaðar- heimilinu að Laufásvegi 13, Reykjavík. Hún er opinn alla virka daga frá 9:00 til 14:00 en föstudaga til 12.30. Verið velkomin Hjörtur Magni Jóhannsson Prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík Sími: 552 7270, Netfang: frikirkjan@frikirkjan.is, heimasíða: www.frikirkjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.