24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
Róbert
Marshall Að-
stoðarmaður
ráðherra.
Því miður eru flestar sögur af mínum hrekkjum á sjó ekki fyrir viðkvæma. Sú saklausasta
sem ég man eftir gerðist sumarið 9́5 skömmu eftir siglingu með Dala-Rafni til Bremerhaven í
Þýskalandi. Ég og félagi minn, Kiddi Valgeirs, ákváðum að hrekkja fyrsta stýrimanninn sem
gegndi þessu starfi í fyrsta sinn. Það er einmitt hluti af námi stýrimanna að geta læknað
menn af kvillum ýmiss konar og eru þá kynsjúkdómar ekki undanskildir. Þannig stóð á að ég
hafði keypt einhver ósköp af plastpöddum handa syni mínum sem hafði gaman af allskyns
skorkvikindum. Ég sturtaði sum sé öllu pöddusafninu ofan í nærbuxurnar framan til og
Kiddi sótti stýrimanninn sem ég man því miður ekki lengur hver var. Kiddi lét það fylgja að
sennilega hefði Róbert náð í einhverja óáran í Þýskalandi. Þegar stýrimannsgreyið kom í klef-
ann minn í fylgd Kidda bar ég mig aumlega og sagði honum að þetta liti því miður ekki vel
út. Hann bar sig mannalega og sagðist öllu vanur þannig að ég sýndi honum ofan í nærbux-
urnar mínar sem voru náttúrlega troðfullar af maurum, bjöllum, geitungum og margfætlum.
Ég tel víst eftir þetta að við Kiddi séum meðal fárra útvalinna í heiminum sem hafa séð sálina
yfirgefa mannslíkamann. Blessuðum manninum varð svo hverft við þetta að hann náfölnaði,
varð svo jafn skyndilega eldrauður í framan og rauk svo á dyr á eftir sálartetrinu sem hafði
yfirgefið skipið þegar hér var komið sögu.
Með nærbuxurnar fullar af pöddum
Ég var í mínum fyrsta túr til sjós á Jóni Þor-
lákssyni, gömlum nýsköpunartogara frá
Reykjavík. Ég var fjórtán ára að aldri en eldri
strákur hafði tekið mig í kennslustund og
varað mig við ýmsum þeim klækjum sem ég
yrði örugglega beitt. Ekki fór ég varhluta af
tilraunum skipsfélaga minna til að senda
mig allskyns erinda en mér tókst að víkja
mér undan hrekkjunum. „Póstbáturinn
kemur í dag,“ sagði mér einhver í heyranda
hljóði. „Já, já,“ svaraði ég, „Ég skal láta sem
ég trúi þér.“ „Þetta er alveg satt. Póstbát-
urinn kemur alltaf á sunnudögum með nýj-
ustu blöðin og selur okkur gos og sælgæti.“
Svo leið sunnudagurinn og enginn kom
póstbáturinn. Svo kom annar sunnudag-
urinn á sjó. Þegar ég kom í borðsalinn í
kvöldmatinn áður en ég fór á næstu vakt,
brá mér verulega. Menn sátu og voru að lesa
nýjustu blöðin. „Var þetta virkilega satt? Var
póstbáturinn þá til eftir allt saman?“ Um
kvöldið kom skýringin á nýjum dagblöðum.
Skipverji á togaranum Surprise hafði veikst á
útstíminu og hafði verið sendur yfir til okkar
sem vorum að ljúka veiðiferð. Hann hafði að
sjálfsögðu tekið blöðin með sér handa frétta-
þyrstri áhöfninni á Jóni Þorlákssyni.
Anna Krist-
jánsdóttir Vél-
stjóri.
Féll fyrir sögunni
um póstbátinn
Ég var í 25 ár á sjó og þeir sem til þekkja geta
staðfest að það er undantekningarlaust níðst
á nýliðunum. Þegar ég fór í minn fyrsta túr
var ég til dæmis látinn trekkja togklukkurnar
en það er mjög algengt nýliðaverkefni.
Togklukkur eru að sjálfsögðu ekki til en ný-
liðarnir fá lykil í hendurnar sem tengdur er
við rafmagn. Skipstjórinn gaf mér þetta
verkefni og ég stökk að sjálfsögðu til fullur
áhuga og fékk þetta fína raflost. Ég lét skip-
stjórann þó ekki komast upp með þetta og
greip fyrsta tækifærið til þess að hrekkja
hann á móti. Tækifærið kom eitt kvöldið
þegar hann bað um að sér yrði færð köku-
sneið með kaffinu. Ég bauðst til þess að færa
honum kökuna en greip þess í stað sápu-
stykki. Þegar ég kom til skipstjórans sat hann
í mestu makindum og sagði mér að stinga
kökunni upp í hann. Ég varð við því og stakk
sápustykkinu í munninn á honum. Ég veit í
raun ekki hvernig hann brást við vegna þess
að ég var svo snöggur í burt.
Flestir nýliðar hafa einnig verið sendir til
þess að gefa kjölsvíninu en þá fer hann með
matarafganga niður í kjölinn og leitar að
svíni sem er að sjálfsögðu ekki til.
Reynir
Traustason
Ritstjóri.
Gaf skipstjóranum
sápu í stað köku
Mér er alltaf minnisstætt þegar ég starfaði
sem stýrimaður undir Eggert Gíslasyni skip-
stjóra. Hann var þekktur fyrir að láta allt
flakka og var sérstaklega mikið á móti reyk-
ingum. Eitt sinn þegar við vorum að kasta
nótinni tók ég eftir því að hann hékk út um
gluggann og gargaði eitthvað en ég heyrði
ekki orð af því sem hann sagði. Þegar við
höfðum lokið verkinu fór ég til hans og
sagði að ég hefði ekki heyrt orð af því sem
hann var að æpa. Þá svaraði hann: „Það er
ekki nema von að þú heyrir ekkert þegar þú
ert alltaf með sígarettu í munninum.“ Ég hef
enn ekki áttað mig á því hvernig þetta tvennt
tengist.
Ég man líka eftir því að hafa hrekkt stýri-
mann eitt sinn. Ég fór þá niður í skipstjórn-
arklefa og notaði talstöðina til að kalla á
stýrimanninn upp en þóttist vera frá dönsku
landhelgisgæslunni. Ég bað hann á dönsku-
skotinni ensku að leita eftir okkur á rad-
arnum, hann samþykkti það að sjálfsögðu.
Ég beið svo í langa stund eftir því að hann
kæmi aftur en þá hafði hann reynt allt til að
finna skipið en ekkert gekk. Ég þakkaði hon-
um þá kærlega fyrir og sagði að greinilegt
væri að huliðsbúnaðurinn okkar virkaði.
Árni Bjarna-
son Forseti
FFSÍ.
Kall frá landhelg-
isgæslu Dana
Eftir margra áratuga sjómennsku hef ég ansi
margar sögur að segja en þó er ein sem
stendur alltaf upp úr. Ég hef líklega verið um
25 ára gamall og til í allt. Á þessum tíma var
ég stýrimaður á síldveiðiskipi og við lentum
í smá vanda í einum túrnum. Þannig var
mál með vexti að þegar við ætluðum að sigla
í land eftir að hafa veitt í 3-400 tunnur kom-
umst við að því að eitthvert rusl hafði flækst
í skrúfunni. Skipið hristist allt vegna þessa
og vélstjórinn kom hlaupandi til mín í miklu
uppnámi yfir málinu. Við vorum vanir að
þrasa um stjórnmál og þess háttar og ég til-
kynnti honum því strax að það væri nú ekk-
ert mál að skera úr skrúfunni. Hann spurði
þá hvort ég ætlaði ekki að taka það að mér.
Ég gat ekki skorast undan því enda átti ég
hugmyndina sjálfur. Vélstjórinn sótti því
beittan hníf á meðan ég klæddi mig í ullar-
nærfötin en ég átti engan kafarabúnað. Sjór-
inn var ekki jafnkaldur og ég bjóst við en ég
var mjög stressaður þegar ég fór niður enda
bjóst ég jafnvel við því að ég þyrfti að gefast
upp. Það fór þó ekki svo en mér tókst að
skera allt ruslið úr skrúfunni og við sigldum
í land á fullri ferð.
Dagbjartur Ein-
arsson Útgerð-
armaður.
Kafaði í sjónum á
ullarnærfötunum
Hver er eftirminni-
legasta sjó-
mennskusagan þín?
Íslensku sjómennirnir hafa yfirleitt verið álitnir hetjur lands-
manna enda er sjórinn okkar helsta náttúruauðlind. Starfsemin á
skipinu sjálfu hefur þó alltaf verið sveipuð ákveðinni dulúð enda
aðeins fáir útvaldir sem komast að og sögurnar verða yfirleitt eft-
ir á skipinu þegar sjóararnir koma í land.
Okkur tókst þó að fá nokkra einstaklinga til að deila með okkur
sögum af hrekkjum og nýliðamistökum sem lifað hafa í minningu
þeirra áratugum saman.
LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ
lifstill@24stundir.is a
Ég sýndi honum ofan í nærbuxurnar mínar sem
voru náttúrlega troðfullar af maurum, bjöllum,
geitungum og margfætlum.