24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir Alþingi er farið í frí eftir hinn hefðbundna skrípaleik um hvort „takist að ljúka þingstörfum“ á til- settum tíma. Ég hef haft orð á þessu áður en góð vísa er aldrei of oft kveðin: Það er alþingismönn- um til skammar að þeir skuli haga svo störfum sínum að fjöldi frum- varpa bíði afgreiðslu á vordögum og sé þá snarað á hundrað kíló- metra hraða gegnum þingið. Og dögum saman séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum um hvort „takist að ljúka þingstörfum“ eins og það sé mikilvægt pólitískt verkefni. Staðreyndin er auðvitað sú að hið eina mikilvæga við spurn- inguna um hvort „takist að ljúka þingstörfum“ snertir þingmenn sjálfa og sumarfríið þeirra. Þing- menn verða ævinlega sárhneyksl- aðir þegar haft er orð á þeirra langa sumarfríi og geta í löngu máli talið upp skyldustörf sín yfir sumarið – en sannleikurinn er náttúrlega sá að fyrir alla þingmenn aðra en ráð- herrana, þá er sumarið bara fyrst og fremst langt og notalegt frí. Og frekar en að láta mikilvæg mál bíða eða hætta á að þau séu af- greidd með tíu þumalfingrum í einhverju tilbúnu tímahraki, þá eiga þingmenn ósköp einfaldlega að skammast til að vinna bara vinnuna sína þangað til öllum verkefnum er lokið. Fara þá í frí. Það er það sem venjulegt fólk gerir. Þurfa þingmenn aðstoðarmenn? En þingmenn eru náttúrlega góðu vanir. Ekki aðeins eru þeir í óðaönn að koma sér upp aðstoð- armönnum á kostnað skattborg- ara, svona helst til að kosninga- smalar þeirra og reddarar fái vel launaða vinnu hjá ríkinu. Því það á ekki að vera ofverk nokkurs manns að sitja á Alþingi Íslendinga þessa átta mánuði á ári sem þeim þókn- ast að mæta til vinnu (og mæta þó illa, sumir). Það er beinlínis fráleitt að 63 þingmenn þykist ekki komast yfir að setja þessu landi lög án þess að fá aðstoðarmenn og vera í fríi 4 mánuði á ári. Kemur ekki hvort sem er mjög vænn hluti af lögunum í pósti frá Evrópu? Meðal þess sem ekki tókst að af- greiða nú í vor áður en „tókst að ljúka þingstörfum“ var eftirlauna- frumvarpið alræmda. Og mega þingmenn og einkum stjórnarliðar sitja uppi með stóra skömm í hatti yfir þeirri ósvinnu. Að þingmenn skuli ekki átta sig á því hve stórt það mál er í augum almennings í landinu, það lýsir bara firringu þeirra sjálfra. Var það ekki Geir Haarde forsætisráðherra sem sagði í viðtali á annarri sjón- varpsstöðinni að það væri nú engin frágangssök þótt málið tefðist að- eins því það væri nú ekki stórmál? Eða var það Ingibjörg Sólrún? Víst má deila fram og til baka um hversu „stórt“ þetta mál er. En þetta er óvart réttlætismál, og slík mál eru alltaf stór, hæstvirtu ráð- herrar! Skömm Birgis Ármannssonar Davíð Oddsson mun auðvitað draga eftirlaunafrumvarpið á eftir sér inn á spjöld sögunnar. Það verður ekki bara neðanmálsgrein í sögu hans, er ég smeykur um. Heldur ævarandi blettur. Og það verður líka furðu stór þáttur í sögu allra sem að frumvarpinu komu. Það verður ljótur blettur á orðstír Birgis Ármannssonar að hafa geymt málið niðri í skúffu lengi vel og haldið langar ræður um hve ómögulegt og ægilega flókið og í reynd ósanngjarnt væri að taka það til endurskoðunar. Og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir má líka vara sig að málið fari ekki að setjast sem fastast á fjósbitann hjá henni. Hún og Geir Haarde geta fjasað eins og þeim sýnist um „einelti Stöðvar 2“ en sannleikurinn er sá að hún gaf einfalt og skýrt loforð í kosningabaráttunni og hefur ekki enn staðið við það. Hugsanlegar skýringar eru tvær: Annaðhvort hefur henni snúist hugur og finnst núna allt í lagi að heldri menn í samfélaginu njóti miklu betri lífseyrisréttinda en óbreyttur almúginn, eða hún vill ekki „rugga bátnum“ í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn sem ber auðvitað mesta sök á eftirlauna- ósómanum. Báðar þessar skýringar eru vondar og í raun ótækar fyrir Ingi- björgu Sólrúnu. Frati lýst á almenning Hún og aðrir þingmenn verða einfaldlega að reka af sér slyðru- orðið; ekki ætlast til þess að al- menningur í landinu fagni því með húrrahrópum að nú sé búið að ákveða að einhvern tíma verði ákveðið hvernig skuli ákveða hvað ákveða skuli í málinu. Að slíkri „afgreiðslu“ er skömm – jafnvel þó mikið liggi við að „tak- ist að ljúka þingstörfum“. Það eru síðustu forvöð fyrir þingmenn, þegar þeir koma sælir og glaðir úr sínu langa sumarfríi, að afnema hin ósanngjörnu lög strax. Ella lýsa þeir slíku frati á al- menning í þessu landi að ekki verður við unað. 6,3 Á RICH TER Ævarandi blettur aIllugi Jökulsson skrifar um þing-störf Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde geta fjasað eins og þeim sýn- ist um „ein- elti Stöðvar 2“ en sann- leikurinn er sá að hún gaf einfalt og skýrt loforð í kosninga- baráttunni og hefur ekki enn staðið við það. Ekki fór eftirlauna- frumvarpið í gegn Ingi- björg Sólrún og Geir Haarde. Rhodos 7. - 21. júní frá kr. 49.990 í 2 vikur Bjóðum nú allra síðustu sætin til Rhodos 7. júní í 2 vikur. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur. Stökktu tilboð 7. júní. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Stökktu til ***Allra síðustu sætin *** Skóli fyrir þig? Ertu strákur eða stelpa á aldrinum 16-25? Langar þig að stunda skemmtilegt nám: * í heimavistarskóla? * í góðum félagsskap? * í fögru umhverfi? Innritun stendur yfir í Handverks- og Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Skólinn kennir matreiðslu og handverkslist á framhaldsskólastigi. Uppl. www.hushall.is eða í síma 471 1761
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.