24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 13
24stundir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 13
Lögregla hefur handtekið
þriðja manninn í tengslum við
áralanga misnotkun á börn-
um sem talið er að viðgengist
hafi á barnaheimilinu Haut de
la Garenne á eynni Jersey.
Fleiri bein og tennur úr börn-
um voru grafin upp í einu
kjallaraherberginu á barna-
heimilinu um síðustu helgi og
hafa nú um fjörutíu slíkir lík-
amspartar fundist frá því að
upp komst um málið í febrúar
síðastliðnum.
Alls hafa 160 manns greint frá
því að þeir hafi verið beittir
ofbeldi á barnaheimilinu og
segir lögregla að um fjörutíu
séu grunaðir um brotin. aí
341 rússneskur hermaður
framdi sjálfsvíg á síðasta ári
og er ein helsta ástæðan talin
vera slæm meðferð á nýliðum.
Interfax hefur eftir Sergei
Fridinski, saksóknara Rúss-
landshers, að þetta jafngildi
því að herinn hefði misst heilt
herfylki vegna sjálfsvíga.
Altalað er að margir nýliðar í
rússneska hernum hljóti mjög
slæma meðferð, bæði af hendi
yfirmanna og annarra her-
manna. Auk þess er talið að
langdvalir á afskekktum stöð-
um, þar sem hermenn fá ekki
að hafa mikil samskipti við
fjölskyldu og vini, skýri einnig
þessa háu sjálfsvígstíðni. aí
Japönsk kona hefur verið
handtekin eftir að upp komst
að hún hafði búið í skáp á
heimili manns án hans vit-
undar. Lögregla fann hina 58
ára Tatsuko Horikawa í skáp á
heimili 57 ára manns í bænum
Fukuoka eftir að sá varð tor-
trygginn þar sem matur hafði
reglulega horfið úr ísskáp
hans um nokkurt skeið.
Maðurinn kom þá fyrir
myndavélum sem sýndu kon-
una á ferð í íbúðinni þegar
hann hafði brugðið sér af bæ.
Svo virðist sem konan hafi bú-
ið í skápnum í eitt ár með
hléum. aí
Barnaheimilið á Jersey
Annar maður
handtekinn
Rússneski herinn
Fleiri hungruð
fremja sjálfsvíg
58 ára japönsk kona
Kona kemur út
úr skápnum
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hafði stutta viðdvöl á Íslandi í gær, á
leið heim frá fundi um málefni Íraks sem hald-
inn var í Svíþjóð. Fundaði hún með Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og
snæddi hádegisverð með Geir Haarde forsætis-
ráðherra.
Utanríkisráðherrarnir ræddu meðal annars
málefni kvenna og kynnti Ingibjörg hugmyndir
Íslands um að standa fyrir rekstri heimasíðu
kvennasamtakanna Women’s Leadership Net-
work, sem Rice átti þátt í að stofna.
Ennfremur ræddu þær friðarferlið í Mið-
Austurlöndum, aðgerðir Nató í Afganistan og
varnarmálasamstarf ríkjanna tveggja.
„Sambandið við Ísland hefur byggst á sameig-
inlegum gildum og það hefur byggst á mik-
ilvægu varnarsamstarfi,“ sagði Rice á blaða-
mannafundi í Höfða. „Það var ekki eingöngu
mikilvægt til að tryggja öryggi Íslands, heldur
Nató alls þegar kalda stríðið stóð sem hæst.“
Fagnaði Rice því að samskipti ríkjanna væru að
þróast í takt við nýja tíma. Það hefði nú leitt til
þess að Ísland stýrði nú eigin varnarmálum.
Á fundinum kynnti Ingibjörg nýsamþykkta
ályktun Alþingis um að fordæma mannrétt-
indabrot og hvetja bandarísk yfirvöld til að loka
fangabúðunum í Guantanamo. Rice mótmælti
því harðlega að mannréttindabrot væru stund-
uð í fangabúðunum, sem hún sagði geyma stór-
hættulega menn sem erfitt væri að koma fyrir
annars staðar. „Ég mæli með því að áður en fólk
fellir dóm um Guantanamo skuli það kynna sér
skýrslu sem ÖSE lét gera,“ segir Rice og bauðst
til að vísa þingheimi á skýrsluna til lesningar.
andresingi@24stundir.is
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Ísland
Fagnar sambandi milli ríkjanna
Hádegisverðurinn Geir Haarde býður Rice velkomna í
Ráðherrabústaðinn.
Nú þarf kvennalandsliðið í handbolta á stuðningi að halda til þess
að vinna Rúmena og komast alla leið á Evrópumótið í Makedóníu.
ÍSLAND – RÚMENÍA
Mætum á völlinn og
hvetjum stelpurnar áfram!
Pósturinn styrkir A-landslið kvenna í handbolta
Laugardalshöll
Sunnudaginn 1. júní kl. 15:00
Aðgangur ókeypisHV
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
/i
lo
v
e
d
u
s
t
-
0
8
-1
0
6
3