24 stundir - 31.05.2008, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 24stundir
Pabbi sjáðu! Ungviðið var ekki síður áhugasamt um vélarnar en þeir sem eldri eru.
Mikið var um dýrðir síðastliðinn
laugardag þegar Flugmálafélag
Íslands stóð fyrir flugdeginum.
Alls mættu um 5000 manns á
svæðið, þar sem hægt var að sjá
allt milli himins og jarðar er við-
kemur flugi.
„Tilgangurinn var að kynna allt
sem snýr að flugi. Við byrjuðum í
rauninni á sunnudeginum viku á
undan og vorum með viðburð á
hverjum degi fram að flugdeg-
inum, en þar voru flugvélar af öll-
um stærðum og gerðum, frá flug-
módelum upp í stórar þotur,“
segir Matthías Sveinbjörnsson,
stjórnarmaður í Flugmálafélag-
inu. „Það var til dæmis spyrnu-
keppni milli tveggja sportbíla,
Porsche og Ford GT, við Pitts
Bull-flugvél Björns Thoroddsen,
en hún er öflugusta listflugvél
landsins og er um 360 hestöfl. Þó
voru það bílarnir sem höfðu bet-
ur. Þá var þarna einkaþotan
fræga sem forsætisráðherra
ásamt fríðu föruneyti komst í
fréttirnar fyrir að nota. Einnig
áttu frönsku herþoturnar sem
hér voru að koma, en hætt var við
það á síðustu stundu.“
Ljósmyndir:
Árni Sæberg og Kristinn Ingvarsson
Firnafínn
flugdagur
Örtröð á vellinum Hátt í fimm þúsund manns komu á Reykjavíkurflugvöll og nutu flugdagsins í blíðviðri.
Armur laganna Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og Fokker F-27-vél Gæslunnar tóku þátt í sýningunni.
Innanlandsflugið Fokker F50 og Dash-8-vélar Flugfélags Íslands í lágflugi yfir brautina.Allt skoðað Mannfjöldinn skoðaði vélarnar hátt og lágt.
Kennsluvélarnar Þrjár Piper Cub flugu eftir settum reglum yfir brautina.
Í GEGNUM LINSUNA
frettir@24stundir.is a
Þá var þarna einkaþotan
fræga sem forsætisráð-
herra ásamt fríðu föruneyti
komst í fréttirnar fyrir að nota.