24 stundir - 14.06.2008, Page 6
6 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftirspurn eftir lánum til hús-
næðiskaupa frá lífeyrissjóðum hef-
ur haldist stöðug síðustu mánuði.
„Hún hefur ekki minnkað í takt við
samdrátt á fasteignamörkuðum,
sem bendir til þess að hlutdeild líf-
eyrissjóða í heildarfasteignaútlán-
um landsmanna sé eitthvað að
aukast,“ segir Haukur Hafsteins-
son, framkvæmdastjóri LSR. Lánin
eru til allt að fjörutíu ára og lána-
kjör að mörgu leyti áþekk því sem
Íbúðalánasjóður býður. „Við lítum
svo á að lánveitingar til sjóðfélaga
séu góð ávöxtun fyrir Lífeyrissjóð-
ina og góð þjónusta við okkar sjóð-
félaga. Lánakjörin hafa yfirleitt ver-
ið góð miðað við aðra kosti og eru í
dag talsvert hagstæðari en lán
bankanna,“ segir Haukur.
beva@24stundir.is
Lífeyrissjóðir lána áfram til íbúðakaupa
Stöðug spurn eftir
lánum lífeyrissjóða
„Hólmsheiði er ekki sá staður-
inn sem er verið að skoða núna fyr-
ir nýtt fangelsi en það hafa engar
endanlegar ákvarðanir verið teknar
um þetta ennþá. Áhersla verður
lögð á frekari uppbyggingu á Litla-
Hrauni,“ segir Þórir Hrafnsson,
aðstoðarmaður Björns Bjarnason-
ar, dóms- og kirkjumálaráðherra,
um stöðu fangelsismála.
Í Morgunblaðinu í gær var frá
því greint að fátt benti til annars en
að ekki væri lengur stefnt að upp-
byggingu fangelsis á Hólmsheiði
eins og hefur verið til skoðunar.
Þórir staðfesti að þetta væri rétt og
sagði stefnt að uppbyggingu gæslu-
varðhaldsfangelsis við nýjar höfuð-
stöðvar. „Þeim [höfuðstöðvunum]
hefur ekki enn verið fundinn stað-
ur,“ sagði Þórir. Meðal þeirra staða
sem til greina koma fyrir nýtt fang-
elsi er reiturinn við hlið Veðurstofu
Íslands við Bústaðaveg en fleiri
staðir eru einnig til athugunar.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
sagði vinnu við athugun á stöðum
fyrir nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi
fara fram meðfram vinnu við stað-
arval höfuðstöðvanna.
Reglulega hefur það gerst á und-
anförnum árum að öll rými í fang-
elsum landsins hafi verið upptekin
en lögregla og fangelsisyfirvöld
hafa leyst hvert mál fyrir sig með
bráðabirgðaúrræðum.
Stefnt er að því að fangelsi við
nýjar höfuðstöðvar verði með um
30 klefa. Á Litla-Hrauni er stefnt að
því að bæta við um þrjátíu klefum
sömuleiðis. magnush@24stundir.is
Unnið er að því að meta staði fyrir nýtt gæsluvarðhaldsfangelsi
Áherslan lögð á Litla-Hraun
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis24stundir.is
„Það er í mörg horn að líta fyrir við-
burð af þessari stærðargráðu,“ segir
Haukur sem einnig rekur verslun
ásamt syni sínum.
08.00„Ég vaknaði snemmatil að sinna dagvinn-
unni, en ég rek verslunina Sportex,
sem selur vespur, fjórhjól og alls
kyns hluti fyrir mótorhjól og slíkt.
Þegar dauður tími gafst þá reyndi ég
að sinna Bíladögunum eitthvað.
12.30 Það var mikið hringt ímig og verið að
spyrja um skráningar fyrir spyrnu-
mótið og annað slíkt sem maður
reyndi að sinna eftir bestu getu. Þá
þurfti ég að brasa aðeins í ljósabún-
aðinum sem sér um ræsingu og nið-
urröðun keppenda, en þessi bún-
aður er afar flókinn og hafa margar
vinnustundirnar farið í ýmsar still-
ingar á honum. Náin samvinna við
lögreglu, slökkvilið og yfirvöld er
nauðsynleg á slíkum viðburði og
mörg símtölin fóru í slíkt. Yfirvöld
hafa í mörg horn að líta enda er
einnig þessa sömu helgi AIM-tón-
listarfestival og Enduro-keppni.
17.00 Einnig þarf að girðaaf götuna þar sem
spyrnukeppnin fer fram. Þá fengum
við gáma frá bæði Eimskip og Sam-
skipum sem við notum sem áhorf-
endastúkur. Þá fengum við lánaða
veggi úr einingahúsum til að leggja
á Akureyrarvöll þar sem Burnout-
keppnin fer fram.
20.00 Milli þess sem égsinnti Bíladögum og
búðinni, þá vorum við sonur minn
að setja upp nítró-kerfi í bíl sem
hann er með í spyrnunni um
helgina. Þetta er BMW Z3 bíll og er
fyrir um 321 hestafl, en nítróið ætti
að auka þau um 75-100 í viðbót. Þá
ætti hann ekki að vera mikið lengur
en 4,5 sekúndur í hundraðið!“
Er mjög mikið
í símanum
24stundir með Hauki Sveinssyni, fjölmiðlafulltrúa Bíladaga
á Akureyri
➤ Bíladagarnir byrjuðu í gærmeð hóprúnti um bæinn.
➤ Götuspyrnan hefst í dagklukkan 17 við Olís-stöðina í
Tryggvabraut.
➤ Drift-keppnin hefst klukkan15.00 þann 15. júní.
➤ Burnout-keppnin hefst klukk-an 20.30 þann 16. júní á Ak-
ureyrarvelli.
➤ Bíladögum lýkur 17. júní meðþjóðhátíðarbílasýningu í
Boganum frá 10 til 18.
BÍLADAGAR Á AKUREYRI
Reddarinn Haukur Sveinsson hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga og vikur og fær eflaust háan símreikning.
Í dag hefjast hinir árlegu
Bíladagar á Akureyri þar
sem búist er við hátt í
10.000 gestum til þessa
höfuðstaðar Norður-
lands. Gríðarleg vinna og
undirbúningur er að baki
slíkri hátíð og það veit
Haukur Sveinsson manna
best, en hann er titlaður
fjölmiðlafulltrúi Bíla-
daga, en er í raun ein-
hverskonar yfir-reddari
hátíðarinnar.
Stjórn Blátt áfram, sem
berst gegn kynferðisof-
beldi gegn börnum, sendi
í gær frá sér áskorun þar
sem hvatt er til þess að
umræður um kynferð-
islegt ofbeldi verði op-
inberar og augljósar og að
réttarvernd barna verði
aukin. „Þögnin er versti
óvinurinn, verndum
börnin!“ er yfirskrift
áskorunarinnar. Bent er á það í áskoruninni að umræða um kynferðis-
ofbeldi hafi aukist til muna á árinu 2007, og það sé til góðs. Betur megi
þó gera, segir í áskoruninni. „Lögin í landinu segja að hagur barns
skuli ávallt hafður í fyrirrúmi en á þeim tíma sem Blátt áfram hefur
starfað hefur það ekki verið reyndin.“ Hvatt er til þess að samfélagið
og „stofnanir“ nýti sér betur þekkingu sem fyrir hendi er. mh
Þögnin versti óvinurinn
Karlmaður var í gær dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir árás á lögreglumann
og hótanir.
Atvikið átti sér stað á skemmti-
staðnum Sjallanum á Akureyri.
Maðurinn sparkaði í bak og fætur
lögreglumanns en til átaka kom í
anddyri staðarins. Lögreglumenn
þurftu að hafa mikið fyrir því að
ná tökum á aðstæðum og róa
manninn. Á leið á lögreglustöð
hrækti maðurinn í andlit lög-
reglumanns og hótaði honum lík-
amsmeiðingum og lífláti. Dóm-
urinn virti manninum það til
refsilækkunar að hann játaði brot
sitt, iðraðist gjörða sinna og hafði
ekki brotið af sér áður. Fyrir
dómi sagðist maðurinn hafa ver-
ið mjög ölvaður og að honum
hafi ekki verið alvara með hót-
unum sínum. mh
Dæmdur fyrir
hótanir og árás
Karlmaður var á fimmtudaginn
dæmdur í fjögurra mánaða skil-
orðsbundið fangelsi í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra fyrir að
ganga í skrokk á sambýliskonu
sinni á heimili sínu. Maðurinn
var fundinn sekur um að slá kon-
una ítrekað í andlit og líkama.
Manninum var gert að greiða
konunni 600 þúsund krónur í
bætur. mh
Skilorð fyrir
heimilisofbeldi
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, hefur krafið ríkisstjórn-
ina um öll gögn er varða samn-
ingaviðræður Íslands og Evrópu-
sambandsins vegna
matvælafrumvarpsins. Gagnrýnir
hann að engar upplýsingar hafi
borist frá ríkisstjórninni um
hvers vegna fallið var frá und-
anþágu sem Ísland hafði á inn-
flutningi á hráu kjöti. hos
Krefst gagna
um hráa kjötið
Tillögur um aðgerðir í miðborg
Reykjavíkur, sem átti að leggja fyrir
borgarráð fyrir apríllok, hafa enn
ekki verið lagðar fram. Fundi borg-
arráðs sem átti að fara fram á
fimmtudag var frestað vegna fjar-
veru fjölda borgarfulltrúa. Að sögn
Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur,
aðstoðarmanns borgarstjóra, eru
tillögurnar tilbúnar og hefðu verið
lagðar fram í liðinni viku ef fundinum hefði ekki verið frestað.
Þess í stað verður fundað með þriggja manna hópi, sem í sitja borg-
arstjóri, Dagur B. Eggertsson og Jórunn Frímannsdóttir og á að fara
yfir málið, á mánudag og málið lagt fyrir á næsta borgarráðsfundi. þsj
Miðborgartillögur ekki lagðar fram