24 stundir


24 stundir - 14.06.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 14.06.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Það er algjörlega út í hött að banna fólki að fá sér vegglistaverk á vegginn hjá sér ef það vill gera það. Ég get ekki séð að þetta sé nokkuð öðruvísi en ef fólk á málverk í stof- unni heima og borgin kemur og málar yfir það,“ segir Margeir Dire Sigurðsson veggjalistamaður um hreinsunarátak borgarinnar. Hann er einn þeirra sem unnu að verkinu við Alþjóðahúsið í Reykjavík og málað var yfir í vikunni, eins og 24 stundir greindu frá. Hann segir mikla vinnu á bak við verk eins og þetta, hann flaug frá Akureyri og var í Reykjavík í fjóra daga vegna þess, auk hugmyndavinnu. Hann segir þó ekki nóg að stjórnvöld breyti viðhorfunum, listamennirnir verði líka að breyta sínu viðhorfi. „Þetta stríð gengur ekki. Ef menn fá svæði til þess að vinna á þýðir ekki að spreyja allt í kring líka,“ segir hann. Á vegg Kramhússins við Berg- staðastræti hefur verið listaverk í rúm 20 ár en nú þarf að sækja um leyfi fyrir því. „Við erum öll svo hamingjusöm með að það sé verið að mála yfir krassið en þetta er eins og engi- sprettufaraldur, þeir mála bara allt grátt og þetta endar eins og lítil borg í Sovét þar sem allt er eins,“ segir Hafdís Árnadóttir, eigandi Kramhússins. „Þetta er ekkert merkileg mynd en fyrir okkur er hún tákn fyrir húsið,“ segir hún. Magnús Sædal, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, segir athuga- semdir gerðar við hús sem illa eru farin og fólki gert að laga þau. „Það er skylda fólks að halda eignum sínum við,“ segir hann. Hreinsunarátak borgarinnar felur í sér hreinsun á fleiru en krassi Þurfa að sækja um leyfi fyrir 20 ára vegglistaverki ➤ Hafi fólk ekki sótt um leyfi tilborgarinnar til að mála lista- verk á hús sín verður málað yfir þau. ➤ Byggingarfulltrúi sér um aðgefa leyfi fyrir veggjalist. REGLUR BORGARINNAR Í óleyfi Veggurinn sem málað var yfir við Alþjóðahús í vikunni. VEGGJAKROT frettir@24stundir.is a Þetta stríð gengur ekki. Ef menn fá svæði til þess að vinna á þýðir ekki að spreyja allt í kring líka. Leyfisveggur Þessi veggur er einn mjög fárra sem sótt hefur verið um leyfi til þess að mála á. Umsóknum um að fá að gera lista- verk á veggi hefur verið hafnað. Listamaður að störfum „Þetta er gullfallegt listform og svo býður maður fólki listina sína frítt,“ segir Margeir. Myndin er frá því veggur Alþjóðahúss var skreyttur í fyrra. Í niðurníðslu „Ef fólk hefur ekki efni á að halda húsinu við hefur það ekki heldur efni á að eiga það. Það er hluti af því að eiga hús að halda því við,“ segir Magnús Sædal Rúmlega tvítug Listaverkið sem tveir listnemar máluðu á vegginn hefur alveg fengið að vera í friði, nú þarf að sækja um leyfi svo hún fái að vera áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.