24 stundir - 14.06.2008, Page 17

24 stundir - 14.06.2008, Page 17
þar sem hvatt var til aukinnar notkunar dísilbíla. En tímasetningin verður að vera rétt og ákvörðun liggur ekki fyrir,“ segir Ásta. „Samfélagið kallar á skyndilausnir, en ríkisstjórnin má ekki gera neitt í fljótræði. Það versta sem getur gerst er að ríkisstjórn „panikeri“ og hlaupi eftir kröfum um skyndilausnir. Hún á að gefa sér tíma til að hugsa málin og haga sér þannig að almenningur taki líka ábyrgð. Það er núna að gerast, nú sparar fólk eldsneyti og ekur ekki eyðslu- sömum bílum að óþörfu. Það er nauðsyn,“ segir Ásta, en gefur ekki upp hvenær hún telur rétta tímann fyrir ríkisstjórnina að fylgja eftir eigin áherslum. Ásta telur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lántöku til að styrkja gjaldeyrisforðann dæmi um ákvörðun sem tekin hafi verið á réttum tíma. „Ríkisstjórnin hélt ró sinni og tók lán á réttum tíma. Það hefði verið dýrara að gera það fyrr. Ég tel ekki að það sé tímabært að bæta við og taka viðbótarlán núna,“ segir Ásta. Ísköld stefna að gera ekki neitt „Kröfur SA og ASÍ um aðgerðir stjórnvalda eru rétt- mæt köll. Við í stjórnarandstöðunni byrjuðum að hrópa á aðgerðir í haust, allir taka nú undir það sem við sögðum þá,“ segir Bjarni Harðarson, Framsókn, sem líka situr í fjárlaganefnd. Bjarni telur ríkisstjórnina og Seðlabankann staðfasta í því að láta kreppuna keyra niður atvinnulífið í landinu sem sé tilræði við íslenskt atvinnulíf og ísköld frjálshyggjuleið án skynsemisglóru. „Forysta tveggja síðustu ríkisstjórna hefur verið í hönd- um sama stjórnmálaflokks sem illu heilli hefur rekið þessa stefnu lengi,“ segir Bjarni. Jón Bjarnason, VG, telur efnahagsstefnuna fálmkennda. Fjárlög og áætlanir ríkissjóðs hafa verið fjarri raunveruleikanum. Allar for- sendur eru brostnar en fjármálaráðherra telur ekki til- efni til að upplýsa fjárlaganefnd um stöðuna. beva@24stundir.is VIÐHORF aBjörg Eva Erlendsdóttir Margir óttast að hægt gangi með stóru málin eins og hið fræga ímynd- armál sem kennt er við eft- irlaunaósómann. Þar sér almenningur merki um að ríkisstjórnin geti ekki leyst ágreining, þótt einfaldur sé. 24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 17 Síðan Alþingi var sent heim fyrir hálfum mánuði hefur ríkisstjórnin keppst við að gera ekki neitt. Sem er sama stefna og sama stjórn fylgdi síðasta vetur, sumar, vor og haust og ævinlega með fyrirheitum um að þetta sé allt saman alveg að koma. Alveg að gerast. Unnið sé að aðgerðum og rætt sé um að hefja samráð um hverjar þær aðgerðir gætu verið ef í væri ráðist sem sé samt betra að bíða aðeins með … Fram eftir vetri máttum við stjórnandstæðingar í þingsölum heyra það ítrekað að við þvæld- umst nú frekar fyrir í þessum efn- um, ráð okkar væru misskilningur og ótti við yfirvofandi kreppu marklítið hróp þess sem í sífellu sér fyrir sér úlfinn ógurlega. Í umræðu á eldhúsdegi nú í vor mátti heyra þann málflutning varaformanns fjárlaganefndar að nær væri að hugsa eins og góðir útgerðarmenn gerðu á verðbólguárunum; – þetta reddast! Nú þegar ráðherrar eru lausir undan þeim skyldum að mæta stundarkorn í viku hverri í þingsali eru það fréttamenn sem gera þeim lífið leitt. Í gær fengum við að heyra í hádegisfréttum að forsætis- ráðherra vildi svo gjarnan segja þjóðinni hvað stæði til í efnahags- málum en gæti bara ekki staðið í því þegar dónalegir blaðamenn þvældust fyrir. Málflutningur hins sterka stjórnarmeirihluta hefur verið með eindæmum mótsagnakenndur og einkennst af ráðaleysi. Á sama tíma og forsætisráðherra talaði fyrir þeirri skoðun að efnahagserfiðleik- arnir væru óverulegir síðastliðið haust flutti fjármálaráðherra tölur langar um að fjárlög yrðu að mið- ast við að hér stæði fyrir dyrum samdráttarskeið sem þyrfti að mæta með sérlega bólgnum fjár- lögum og aukningu framkvæmda. En ekkert skyldi þó gert til að koma í veg fyrir kreppuna! Þegar Framsóknarflokkurinn lagði snemma á þessu ári fram til- lögur um þjóðarsátt var þeim mætt með fálæti og neikvæðni en nokkr- um vikum síðar kom utanríkisráð- herra úr einni reisu sinni og sagði að nú yrði að efna til þjóðarsáttar. Sem sjálfstæðismenn hafa svo ýtt þegjandi út af borðinu … Verst er þó hávaxtastefnan. Það þarf minna en inngangskúrs í hag- fræði til að vita að háum stýrivöxt- um er aldrei haldið uppi á kreppu- tímum. Reyndar er hávaxtastefna Seðlabanka Íslands einhver sú vit- lausasta sem Íslendingar hafa látið sér detta í hug því með henni er verið að pína upp gengisskráningu með spákaupmennsku. Og greiða niður verðbólguna með því að lækka innkaupsverð á erlendum neysluvarningi. Sem gert er beint á reikning útflutningsatvinnuveg- anna. Og innlendri framleiðslu um leið skákað út af borðinu. Og samt er þetta í reynd það eina sem stjórnvöld hafa gert í efnahagsmálum. Það þarf ekki að koma á óvart að seðlabankastjóra þyki betra við aðstæður sem þessar að veifa röngu tré en öngu en vita- skuld ber ríkisstjórnin ábyrgðina. Staksteinar gærdagsins fjalla ein- mitt snilldarlega um muninn á tveimur stjórnmálaleiðtogum. Annar gerir alltaf eitthvað, jafnvel þó hann gruni það vera rangt. Hinn gerir örugglega aldrei neitt, því hann er ekki viss um neitt. Vandamálum dagsins í dag verður ekki betur lýst. Við aðstæður dagsins í dag þarf styrka og tafarlausa stjórn efna- hagsmála. Í vetur leið lagði Fram- sóknarflokkurinn fram metnaðar- fullar tillögur um aðgerðir og í flestar af þeim er enn hægt að grípa. Við höfum lagt til lækkun á neyslusköttum jafnt á matvælum og eldsneyti til að gíra niður verð- bólgu, tafarlausa lækkun stýrivaxta og raunverulega styrkingu gjald- eyrisvaraforða. Þá viljum við styrkja Íbúðalánasjóð til að koma þannig hjólum fasteignamarkaðar- ins og bankakerfis til hjálpar. Um leið þarf styrkleika í fjár- lagagerðina sem mikið hefur vant- að á. Nú í sumarbyrjun heyra kjós- endur ráðherra og fjárlaganefndarmenn kallast á í fjölmiðlum um forgangsröðun verkefna. Sjúkrahús eður ei. Slík vinnubrögð eru ekki farsæl og benda til að svipuð lausatök verði á ríkisfjármálum næstu misseri og verið hefur sem er grafalvarlegt við minnkandi tekjur ríkissjóðs og vaxandi efnahagsvanda. Höfundur er alþingismaður Ríkisstjórnin ráðalausa VIÐHORF aBjarni Harðarson Það þarf ekki að koma á óvart að seðlabanka- stjóra þyki betra við að- stæður sem þessar að veifa röngu tré en öngu en vitaskuld ber ríkisstjórnin ábyrgðina. ÁLBRAUTIR Fyrir hin ýmsu tæki. Léttar handhægar og breytilegar lengdir. Burðargeta frá 400 kg. - 4,0 tonn. Verð frá kr. 15.900.- Söluumboð: N1 Laugatanga 1 Mosfellsbæ - sími 566 8188. Stormur ehf./Polaris - Klettahálsi 15 Reykjavík - sími 5771717. KB búrekstrard. Egilsholti 1 Borgarnesi - sími 430 5500. Háholt 18 Mosfellsbæ sími 894 5111 Einar Már Jónsson Maí 68 – Frásögn „Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér það sem gerðist vorið ’68 er bókin mikill fengur, hún fer allítarlega yfir söguna og lýsir vel þeirri ringulreið sem ríkti í París þetta vor, bæði á götum úti og í pólitíkinni.“ Þröstur Helgason – Lesbók Morgunblaðs- ins, 24. maí 2008. „… skyldulesning fyrir öll ungmenni sem hafa áhuga á að bæta veröldina.“ Þráinn Bertelsson – Fréttablaðið, 31. maí 2008 „Síðasta bók Einars, Bréf til Maríu, kom út í fyrra og hlaut mikið umtal. Vefritið hvetur lesendur sína til að kynna sér þessa bók.“ – Vefritið, 6. júní 2008 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is NÝJA REYKJAVÍKURBÓKIN! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is GLÆSILEGUR ÓÐUR TIL BORGARINNAR EFTIR BRAGA ÞÓR JÓSEFSSON OG ILLUGA JÖKULSSON Fæst á ensku eða íslensku Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.