24 stundir - 14.06.2008, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir
Ég verð að viðurkenna: Ég skil
ekki þessa kreppu.
Fyrst og fremst sé ég enga
ástæðu fyrir henni.
Eitthvað um einhvern lánabissn-
iss í henni Ameríku, sem skítalykt
er af; ég á bara ógurlega erfitt með
að taka mark á því.
Að þau leiði til einhverrar alls-
herjar efnahagskreppu í heimin-
um, á ég við.
Jú, vissulega fatta ég að kannski
hafi bankar á Vesturlöndum gengið
fullhratt um gleðinnar dyr í nokk-
ur misseri og lánað út peninga
hægri vinstri og ekki alltaf gætt nóg
að sér svo nú sé hætta á að afskrifa
þurfi slatta af útlánunum, en með
leyfi að spyrja: Hafa bankarnir ekki
grætt svo gegndarlaust síðustu árin
að þeir geti leikandi lifað af svolítið
tap í skamman tíma meðan jafn-
vægi er að nást?
Eða hvar er allur gróði bank-
anna síðustu ára, allir milljarðarnir
á milljarðana ofan sem við lásum
hrifin um í blöðunum? Voru það
kannski aldrei alvörupeningar? Eru
þeir peningar hvergi til? Voru þeir
jafnóðum lánaðir út aftur í ein-
hverja bölvaða dellu? Og gufaðir
upp?
Eða eiga bankarnir ennþá þessa
peninga en hafa nú afráðið að láta
okkur ekki fá þá, því okkur sé ekki
treystandi?
Engar hamfarir
En það er nú það. Vissulega hafa
margir vafalaust reist sér hurðarás
um öxl á síðustu árum og tekið
meira að láni en menn eiga auðvelt
með að borga, nú þegar hægist að-
eins á geðspani efnahagskerfisins,
en bera ekki bankarnir á Vestur-
löndum svolitla sök á því sjálfir?
Því um allan hinn vestræna
heim kepptust bankar beinlínis um
að ota að fólki peningunum. Fáðu
lánað hjá mér, nei, taktu lán hjá
mér, iss nei, ég skal lána þér helm-
ingi meira …
Aftur finnst manni því að bank-
arnir ættu bara að taka part af
skellinum á sig, frekar en læsa allan
sinn pening niðri, vera stikkfrí og
skella gróða undanfarinna ára nið-
ur í harðlæst hólf og henda lykl-
inum. Eins og nú virðist vera raun-
in.
Því ekki fær maður betur séð en
langstærsti hluti kreppunnar stafi
einfaldlega af því að bankarnir vilja
ekki lengur lána neinum pening.
Ekki af því neitt hafi komið fyrir.
Það hafa engar hörmungar skollið
á, engar hamfarir orðið, ekki hrun
á neinu sviði. Og ríkið meira að
segja lýst sig reiðubúið að taka stórt
lán til að snúa vélinni aftur í gang –
þarf endilega að bíða eftir að allt
stoppi fyrst, svo bankarnir taki til
starfa?
Engar raunverulegar forsendur
Bensín hefur hækkað, jú, en
ástæðan fyrir því virðist einfaldlega
vera sú að einhverjir hafi ákveðið
að bensín skyldi hækka. Það virðast
engar raunverulegar forsendur fyr-
ir þessari hækkun. Sama er að segja
um matvöru, svo svívirðilega sem
það hljómar.
Annað hefur ekki gerst. Það hef-
ur enginn loftsteinn rekist á jörð-
ina. Engin engisprettuplága gengið
yfir.
Bara bankarnir hætt að lána.
Og er þá ekki bara hægt að
bjarga því með tiltölulega einföld-
um hætti? Með því að bankarnir
opni aftur hirslurnar þar sem það
er, allt gullið, sem þeir græddu á
okkur í góðærinu?
Það er að segja ef þeir peningar
eru einhvers staðar til en hafi ekki
bara allan tímann verið ímyndun,
blikkandi ljós í tölvu.
Hér á Íslandi virðist sem hjól at-
vinnulífsins séu nú óðum að hægja
ferðina og hætta sé á þau stöðvist
alveg. Ekki af því ekki sé lengur
þörf fyrir þessi hjól eða þau mundu
ekki hafa nóg af starfa ef þau fengju
sitt bensín, sem er lánsfé frá bönk-
um til nýrra verkefna. Heldur bara
af því hirslur bankanna eru lokaðar
og læstar.
Að reka trukka
Og hvernig væri að taka þá bara
úr lás?
Kannski gæta sín betur í lánveit-
ingum en gert var meðan góðær-
isæðið var sem sagt, en umfram allt
taka bara úr lás?
Leyfa okkur að kaupa fasteignir
og reka trukka ef okkur sýnist og ef
við teljum okkur geta staðið undir
lánunum sem við þurfum að taka?
Mér finnst alla vega grábölvað ef
við eigum að þola einhverja kreppu
sem virðist ekki eiga aðra dýpri or-
sök en einhvern skítalánabissniss í
Ameríku.
En líklega skil ég þetta bara alls
ekki.
Faraldu
r á
vesturl
öndum
Því ekki að taka
bara úr lás?
aIllugi Jökulsson skrifar um kreppuna
Eða hvar er all-
ur gróði bank-
anna síðustu
ára, allir
milljarðarnir
á milljarðana
ofan sem við
lásum hrifin um í blöð-
unum? Voru það kannski
aldrei alvörupeningar?
Voru þeir jafnóðum lán-
aðir út aftur í einhverja
bölvaða dellu? Eða eiga
bankarnir ennþá þessa
peninga en hafa nú af-
ráðið að láta okkur ekki
fá þá?
Kreppan Það hafa engar
hörmungar skollið á,
engar hamfarir orðið,
ekki hrun á neinu sviði.
RV
U
n
iq
u
e
06
08
02
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Hentugt við grillið
- einnota borðbúnaður á tilboðsverði
Á tilboði í júní 2008Einnota diskar, glös, bollar og hnífapör20% afsláttur
www.signature.is Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
Sumarið er tíminn