24 stundir - 14.06.2008, Síða 32
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008ATVINNA32 stundir
...ef svo er skalt þú kynna þér
þau störf sem hér eru í boði
– Starf verslunarstjóra:
Verslunarstóri ber ábyrgð á sölu, innkaupum,
starfsmannahaldi og almennum rekstri verslunar.
– Almenn afgreiðsla:
Um er að ræða sölu- og afgreiðslustarf í verslunum okkar.
Þægilegur vinnutími og góð laun í boði fyrir rétta aðila.
Umsóknir sendist á gudlaugur.magnusson@fiskisaga.is
eða í almennum pósti merkt:
Fiskisaga
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
merkt „Atvinnuauglýsing“
Hefurþú áhuga á mat,
ert sælkeri, hefur gaman
af að gera vel við fólk
og vantar góða atvinnu?
Á HÖFUÐB.SVÆÐINU: GRENSÁSVEGI • BÚÐARKÓR • DALVEGI •HAMRABORG • HÖFÐABAKKA
SUNDLAUGARVEGI • NESVEGI • HÁALEITISBRAUT • TJARNARVÖLLUM • BITRUHÁLSI ÆGISBRAUT 29
Á AKRANESI:
VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI FITJUM
Í REYKJANESBÆ:
Óskað er eftir fólki til starfa í Sælkera verslanir okkar,
Fiskisögu, Gallerý kjöt og Ostabúðina.
Tískuverslunin Belladonna óskar eftir starfsmanni
í 100% starf við afgreiðslu.
Einnig vantar starfsmann í hlutastarf við bókhald.
Athugið að um framtíðarstörf er að ræða.
Hér eru nokkrar pottþéttar
aðferðir til að ávinna sér óþol
og fyrirlitningu vinnufélaga
sinna.
1. Talaðu hátt í símann
Auðvitað vilja allir viðstaddir
heyra hvað þú ert hress og
skemmtileg/ur og átt auðvelt með
að vefja viðmælendum þínum um
fingur þér. Talaðu bara nógu hátt
svo allir geti lært eitthvað af þér
og fyllst lotningarfullri aðdáun á
samskiptahæfni þinni. Þeir geta
bara haldið áfram að vinna þegar
þú ert búin/n í símanum.
2. Eignaðu þér heiðurinn af
verkum annarra
Ekki minnast einu orði á að þú
hafir fengið hjálp næst þegar yf-
irmaður þinn klappar þér á bak-
ið. Hópvinna-sópvinna. Miklu
betra að láta líta út fyrir að þú
hafir gert þetta allt á eigin spýtur.
3. Komdu veik/ur í vinnuna
Ef þú ert með kvef eða gubbu-
pest skaltu samt mæta í vinnuna
og úða vírusum í allar áttir.
Vinnufélagar þínir munu þakka
þér þegar þeir geta tekið sér lang-
þráðan hvíldardag heima og
hangið hálfir ofan í klósettskál-
inni með næringu í æð.
4. Deildu öllu með vinnu-
félögunum
Þú ert óvenju áhugaverður ein-
staklingur svo vinnufélagar þínir
vilja örugglega vita allt um þig.
Jafnvel þótt þeim líði kannski ör-
lítið óþægilega þar sem þú dælir
yfir þá sögum af kynlífsvanda-
málum þínum í gegnum tíðina.
Einkalíf er ofmetið fyrirbæri.
5. Talaðu mikið um trúmál og
pólitík
Reyndu að koma af stað eins
mörgum rifrildum og þú mögu-
lega getur. Reyndu t.d. að komast
að því hverjir eru viðkvæmari
fyrir guðlasti en aðrir og ögraðu
þeim með því að tala vel um Jón
Gnarr.
6. Segðu klúra og grófa
brandara og heimfærðu þá upp
á vinnufélaga þína.
Hvað með það þótt viðkvæmar
sálir hrökkvi í kút og þú fáir á
þig perrastimpil? Þetta er bara
þinn húmor. Sjálfsögð mannrétt-
indi að þú fáir þína útrás eins og
aðrir.
7. Sendu ruslpóstinn þinn á
alla starfsmenn
Helltu öllu ruslinu yfir þá í
tonnavís – keðjubréfum, brönd-
urum, Nígeríubréfum og undir-
skriftalistum. Þeir munu hugsa
hlýlega til þín í hvert sinn sem
þeir ýta á delete-takkann.
8. Tyggðu tyggjó með stæl
Tyggðu með opinn munninn
og sprengdu tyggjókúlur með lát-
um. Slíkt er sem fagur fugla-
söngur í eyrum vinnufélaga
þinna. Keyptu þér birgðir af
Hubba Bubba og geymdu í skrif-
borðsskúffunni.
9. Komdu verkefnum þínum
yfir á aðra
Góðir stjórnendur þekkja
mikilvægi þess að dreifa verk-
efnum á aðra. Ókei, þú ert
kannski ekki í stjórnunarstöðu
núna en það er aldrei of snemmt
að byrja að hugsa stórt. Hugsaðu
eins og yfirmaður. Gerðu helst
ekki neitt.
10. Talaðu niður til samstarfs-
félaga þinna
Hroki og yfirlæti gerir þig
sterkari og gefur öðrum til kynna
að þú ert yfir þá hafin/n. Láttu
þér í léttu rúmi liggja þótt þeir
fyrirlíti þig, hlæi að þér og bjóði
þér aldrei í partí. Þú ert betri en
þeir.
Viltu verða hataðasta manneskjan á vinnustaðnum?
10 leiðir til að fara í taugarnar á vinnufélögunum