24 stundir - 14.06.2008, Side 39
HELGARVIÐTAL
kviknaði síðastliðið haust og hún
nýtur þess að sitja heima og töfra
fram heimagerð hálsmen og texta-
bækur. „Mér finnst það æðislega
gaman. Þá fer maður inn í sinn eig-
in heim, á stað þar sem enginn
truflar mann.“
Hefur flutt fjórtán sinnum
Dísa er annáluð fyrir flottan
fatastíl, rétt eins og móðir hennar,
Ragnhildur Gísladóttir söngkona,
og hefur mikinn áhuga á tísku. „Ég
finn til með mömmu þegar ég
hugsa til þess hvernig ég var í æsku.
Frá því ég var tveggja ára vildi ég
alltaf velja sjálf hverju ég klæddist.
Ég hef alltaf haft áhuga á því að
setja saman föt, liti og munstur.
Pæli mikið í fötum og finnst gam-
an að máta alls konar dót heima
áður en ég fer eitthvað út. Líka að
prófa eitthvað brjálað, þótt ég sé
Kannski er það af því að hún er
ómáluð og geislar af náttúrulegri
fegurð en einhvern veginn lítur
Bryndís Jakobsdóttir út fyrir að
vera miklu yngri en hún er. Svona
við fyrstu sýn. Þangað til hún fer að
tala. Þá kemur í ljós þroski og yf-
irvegun og um leið ljómar hún af
lífsþrótti og leikgleði sem sligandi
ábyrgðarkennd fullorðinsáranna
hefur enn ekki náð að kæfa. Þrátt
fyrir að vera bara tuttugu og eins
árs hefur hún þegar gefið út sinn
fyrsta geisladisk með eigin lögum
og textum. Gripurinn hefur fengið
prýðisviðtökur – eða svo vitnað sé í
gagnrýnanda 24 stunda: „Í guð-
anna bænum, kaupið þennan
disk.“
„Viðbrögðin hafa verið miklu
betri en ég hafði ímyndað mér. Ég
hafði svo innilega ekki búist við
þessu. Það var gaman að gera þessa
plötu en að gefa hana út var langt
fyrir utan þægindasviðið,“ viður-
kennir Bryndís eða Dísa, eins og
hún er kölluð.
Fannst þér erfitt að opinbera
sjálfa þig?
„Já, mjög erfitt. Fram að því
hafði ég bara verið inni í stúdíói
þar sem enginn heyrði í mér. Disk-
urinn er mjög persónulegur. Ég
lagði allt mitt í textana. Var alltaf
með textabók á mér og krassaði
niður hugmyndir í hana. Svo kom
þetta smátt og smátt. Textarnir
voru eins og dagbók.“
Hver eru þín helstu yrkisefni?
„Það sem ég er að pæla í þá
stundina. Eitthvað sem truflar mig,
gleður eða sem mér finnst skrýtið. Í
fyrra var mikið um strákamál hjá
mér. Ástamál. Þá var ég skotin. En
nú er eitthvað lítið í gangi þannig
að ég get minna notað það í text-
unum. Ég verð að finna mér eitt-
hvað annað að semja um! Því mið-
ur. Það eru svo margir vinklar á því
að vera skotinn,“ segir hún og kím-
ir.
Þegar hún þjáist af ritstíflu segist
Dísa stundum nota þá aðferð að
ímynda sér að hún sé eitthvert
ákveðið skáld. „Þá reyni ég að
semja eins og hann myndi semja.
Eins og t.d. … ef ég væri William
Blake – hvernig ljóð myndi hann
skrifa? Eða – ef ég væri Megas? Þá
hugsar maður öðruvísi. Ég notaði
þetta samt ekki á plötunni. Ég á
langt í land með íslenska texta. Ég
bjó svo lengi úti í Bretlandi og
hlusta eiginlega bara á tónlist með
enskum texta. Ég hef líka alltaf les-
ið á ensku.“
Sinni eigin tónlist lýsir Dísa með
þessum orðum: „Þetta er bara
popp með smátvisti. Sum lögin eru
mjög unnin og pússuð. Það fer
minna fyrir öðrum. Þetta er fjöl-
breytt, melódískt listapopp.“
Dísa föndraði sitt eigið plötu-
umslag og lagði mikla vinnu í það.
„Ég fór og keypti fullt af glans-
myndum í Tiger. Lagalistinn er út-
saumaður og textabókin hand-
skrifuð. Ég frestaði útgáfu
plötunnar um nokkra mánuði,
m.a. vegna þess að plötuumslagið
var ekki tilbúið. Það skipti mig
miklu máli. Ég hlakka svo til að
gera meira!“ Fönduráhuginn
ekki að fara neitt, vefja klæði um
höfuðið og því um líkt. Þetta er
svona prinsessuleikur.“
Er þetta ekki bara listræn tjáning-
arþörf?
„Jú. Stundum tek ég mig til og
mála fötin mín,“ segir hún og sýnir
mér heimaföndraðar málningar-
slettur á stígvélinu sínu. „Ég kaupi
mér tískublöð einstaka sinnum til
að fá hugmyndir, ef ég er með flík-
ur heima sem mig langar til að
breyta. Mér finnst japönsk tíska
mjög svöl. Þar eru engin takmörk.“
Dísa bjó í Bretlandi til tólf ára
aldurs og gekk í breska skóla þar
sem nemendum var gert að klæð-
ast skólabúningum.
Ýtti það undir þörf þína fyrir að
móta þinn eigin stíl?
„Nei, ég hef alltaf klætt mig
frjálslega. Úti eru allir svo ólíkir og
kúltúrinn svo mismunandi. Fólk af
öllu þjóðerni. Skólabúningakerfið
er tilraun til að hafa alla eins. Kar-
akter fólks skein samt alltaf í gegn,
sem var skemmtilegt.“
Hún eignaðist góða vini á Bret-
landsárunum en náði þó sjaldnast
að byggja upp vinatengsl nema til
fárra ára. „Ég skipti svo oft um
skóla. Ég var í einum skóla frá fjög-
urra til sjö ára aldurs, í öðrum frá
átta til ellefu ára, í þeim þriðja frá
ellefu til tólf ára og svo komum við
heim.“
Hvaða áhrif hafði það á þig að
flytja svona oft?
„Ég þekkti náttúrlega ekkert
annað. En núna þegar ég tala við
vini mína hér heima þá sé ég að
þeir hafa kannski átt sömu vinina
frá því í leikskóla.Vini sem þeir
hafa þekkt alla ævi. Ég þekki þetta
ekki. Það vantar ræturnar, skil-
urðu.“
Sumir segja að þetta auki aðlög-
unarhæfni fólks …
„Algjörlega. En mér finnst ekk-
ert gaman að flytja lengur. Ekkert
frekar en kisum. Ég held að ég hafi
flutt fjórtán sinnum um ævina. En
það var æðislegt að búa úti.“
Ekkert kemestrí
Dísa flutti fyrst að heiman sex-
tán ára, kom svo aftur heim og er
einmitt nýverið flutt af heimili föð-
ur síns, Jakobs Frímanns Magnús-
sonar, og býr nú ein. Hún segist
ekki hafa neina sérstaka drauma
um að slá í gegn í útlöndum. „Ég
elska að vera hérna heima. Mig
Ég tek margt inn
á mig. Það er
stundum kostur
og stundum galli.
Hún var að gefa út sína
fyrstu plötu sem hefur
fengið glimrandi dóma
hjá gagnrýnendum. Efnið
sækir hún í eigin reynslu-
banka og segir ástina
auðveldasta yrkisefnið.
Söngkonan Dísa, Bryndís
Jakobsdóttir, talar um
listapopp, lífsgleðina og
uppskriftina að drauma-
prinsinum.
Eftir Heiðdísi Lilju
Magnúsdóttur
heiddis@24stundir.is
24stundir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 39
Arctic Spas, Kleppsvegur 152 (áður Bakarí Jóa Fel)
www.heitirpottar.is
EKKI MISSA
AF ÞESSU
Eigum gríðarlegt úrval af
tröppum og fleiru fyrir heita
potta. Sendum síur og
hreinsiefni um land allt.
TREFJASKELJAR
AÐEINS 199.000 kr.
STÓRGLÆSILEGT OPNUNARTILBOÐ
ATH!
OPIÐ
LAUGARDAG 10:00-18:00
SUNNUDAG 12:00-18:00