24 stundir - 14.06.2008, Side 44

24 stundir - 14.06.2008, Side 44
Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Ég fór til Austurríkis í eitt ár og vann á hóteli þar. Ég vann í eldhús- inu og áhuginn á eldamennsku kviknaði þar. Þegar ég kom heim skellti ég mér beint í kokkinn,“ seg- ir Heiðdís Hauksdóttir, mat- reiðslumaður á La Primavera, en þar hefur hún starfað í átta ár. Getur tekið á líkamlega Heiðdís kann vel við sig í starf- inu en viðurkennir þó að það geti tekið líkamlega á og valdið streitu. „Ég hef nú alveg fengið að finna fyrir því, ég er búin að lenda í tveimur brjósklosaðgerðum en ég hætti samt ekki. Svo er starfið ansi stressandi á köflum, ég held að það sé ekki fyrir hvern sem er að fara út í þetta.“ Er mest fyrir fisk Þessi ungi matreiðslumeistari kann best að meta fjölbreytileikann sem starfið felur í sér og að fá að matreiða eitthvað á hverjum degi, en hvað skyldi vera í uppáhaldi? „Mér finnst fiskur bestur en ég á nú engan uppáhaldsrétt. Mömmu- maturinn er nú bara alltaf lang- bestur,“ segir Heiðdís og segist halda að það sé eitthvað til í þeim orðrómi að kokkar nenni ekki að elda heima hjá sér eftir að vinnu- deginum lýkur en það eigi þó ekki við um hana. „Ég dunda mér oft við matargerð þegar ég kem heim,“ segir Heiðdís og bætir við að hún sé dugleg að prófa nýja hluti, en þrjár girnilegar uppskriftir frá henni má finna á síðunni. Heiðdís Hauksdóttur, kokkur á La Primavera, er ein af þeim sem nenna líka að elda heima Er mest fyrir fiskrétti Áhuginn á eldamennsku kviknaði í Austurríki hjá matreiðslumanninum Heiðdísi Hauksdóttur sem hefur starfað á La Primavera í átta ár. Hún gefur lesendum 24 stunda þrjár girnilegar uppskriftir í dag. Heiðdís Hauksdóttir Kokkur á La Primavera. ➤ Áhuginn á eldamennskukviknaði hjá Heiðdísi þegar hún vann í eldhúsi á hóteli í Austurríki í eitt ár. ➤ Hún hefur nú starfað á veit-ingastaðnum La Primavera í átta ár. ➤ Á síðunni má finna þrjárgirnilegar uppskriftir frá Heiðdísi, til dæmis grillaðan skötusel og möndluköku með espressóís. HEIÐDÍS HAUKSDÓTTIR 44 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 24stundir Alla daga frá10 til 22 800 5555 Fyrir fjóra: Hráefni 12 stk. stór grænn aspas 120 g smjör 2 hvítlauksrif lófafylli steinselja lófafylli sólþurrkaðir tómatar 100 g parmesanostur 1 tsk. maldon-salt Aðferð Byrjið á því að flysja aspasinn upp að „hausnum“ og skerið hann svo í tvennt. Setjið vatn í pott ásamt matskeið af salti og fáið suðuna upp. Setjið aspasinn út í vatnið og sjóðið í 4 mínútur. Sigtið þá aspasinn frá vatninu og leggið á fat. Á meðan aspasinn sýður bræð- ið þá smjörið á pönnu (passið að láta það ekki brenna) og pressið hvítlaukinn út í ásamt fínt saxaðari steinseljunni og söxuðum sól- þurrkuðum tómötum. Hellið smjörblöndunni yfir aspasinn og rífið síðan parmesanostinn yfir og grillið í ofni við 200°C þar til ost- urinn verður gullinbrúnn. Berið fram heitt. FORRÉTTUR Aspas með sólþurrkuð- um tómötum, hvítlauks- mjöri og parmesan LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mér finnst fiskur bestur en ég á nú engan uppáhalds- rétt. Mömmumaturinn er nú bara alltaf langbestur. matur Fyrir fjóra: Hráefni 250 g möndluflögur 175 g eggjahvítur 200 g sykur Aðferð Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman þar til það er orðið froðu- kennt en þá er möndlunum bætt saman við. Sett í smurt mót og bakað við 180°C í 25 mínútur. Espressóís: Hráefni 500 ml þeyttur rjómi 5 eggjarauður 150 g sykur 2 bollar espressókaffi (eða annað sterkt kaffi) Aðferð Egg og sykur þeytt vel saman. Kaffið kælt. Svo er öllu blandað saman í skál ásamt þeytta rjóman- um og fryst yfir nótt. Gaman er að setja desertinn í fal- legt glas. Ég byrja á að setja kökuna í botninn á glasinu og skvetti smá vin santo yfir (u.þ.b. 1 msk.) og bý til fallega ískúlu yfir og fyrir þá sem vilja er hægt að skella smá þeyttum rjóma með. EFTIRRÉTTUR Möndlukaka „Riccarello“ með vin santo og espressóís

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.