24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Meistara-flokkssúpur Masterklass M E Ð M Æ L I Nýjung Girnileg nýjung – 2 í pakka. Tilvalið í ferðalagið. „Tveggja tíma fundur okkar með samninganefnd ríkisins í gær bar engan árangur,“ segir Guðlaug Ein- arsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Næsti fundur verður á fimmtudaginn í næstu viku og vonast ljósmæður til þess að ríkið mæti kröfu félagsins um leiðréttingu launa með tilliti til menntunar- og hæfn- iskrafna ríkis til ljósmæðra. Um helmingur starfandi ljósmæðra hefur nú sagt upp störfum á landinu öllu. Hjúkrunarfræðingar boða yfirvinnubann „Við kláruðum ferð okkar í stjórninni um landið allt á Neskaupstað,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir for- maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það er mikil samstaða og eining í hópnum, við er- um ákveðin í því að standa saman til að knýja á um sanngjarnar og eðlilegar launahækkanir hjúkrunar- fræðinga,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingar munu standa við boðað yfir- vinnubann sem hefst þann 10. júlí kl 16:00 ef ekki tekst að semja eftir helgi. Læknafélag Íslands, Ljósmæðra- félag Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa nú í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins en samningar hafa ekki tekist enn. asab@24stundir.is Heilbrigðisstéttunum gengur ekkert í samningaviðræðum við ríkið Engin niðurstaða í kjaradeilum 24stundir/Golli Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Hátt í hundrað manns mótmæltu framgöngu stjórnvalda fyrir utan dómsmálaráðuneytið í gær undir kjörorðinu „frelsum Paul“. Skorað var á dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar að viðurkenna að þeir hefðu gert mistök og senda eftir Ramses. Samningurinn misnotaður Ramses sótti um pólitískt hæli hér í janúar eftir að hafa flúið frá Kenía með viðkomu á Ítalíu. Í Kenía tók hann þátt í kosningum, sem andstæðingurinn vann, og varð í kjölfarið fyrir ofsóknum af hálfu stjórnvalda. Hann er með vegabréfsáritun frá Ítalíu sem ber því að fjalla um hælisumsókn hans, samkvæmt Dyflinnarsamningn- um. Þangað var hann sendur síð- astliðinn fimmtudag. Toshiki Toma, prestur innflytj- enda á Íslandi, segir að í tilfelli Ramses hafi samningurinn verið misnotaður. Markmið hans sé að tryggja að eitthvert ríki taki ákvörðun í málum hælisleitenda en íslensk stjórnvöld noti samninginn hins vegar til að fría sig ábyrgð á málum Ramses. Lottóvinningur að fá hæli „Margir sem vinna með flótta- fólki gagnrýna Dyflinnarsamning- inn,“ segir Auður Birna Stefáns- dóttir meistaranemi í alþjóðasamskiptum en hún skrif- aði meistararitgerð um efnið. „Upphaflega átti samningurinn að dreifa ábyrgð ríkja á flótta- mönnum innan ESB og tryggja réttindi flóttafólks innan sam- bandsins. Það kemur flest frá sömu svæðunum og því eru það mikið til sömu löndin sem taka fyrst á móti þeim. Þar sem það flest er svo sent til móttökulandsins lendir byrðin mest á jaðarríkjum sambandsins, sem oft hafa ekki mjög sterka hæl- islöggjöf eða einfaldlega stjórnar- farslega burði til að takast á við slíkan fjölda. Þannig uppfyllir hann ekki markmið sitt nema síður sé,“ segir Auður. Þá segir hún að túlkun ríkjanna á flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sé misjöfn og því sé það eins og „lottó“ hvort hælisleitandi fái hæli, eftir því hvort ríkið sem hann kemur fyrst til sé með þrönga eða víða skilgreiningu á flótta- mannahugtakinu. „Hælisleit er eins og lottó“  Stjórnvöld að misnota Dyflinnarsamninginn, segir Toshiki Toma Mótmæli Hiti var í mótmælendum við ráðuneytið í gær. ➤ Íslenska ríkið hefur alltaf senthælisleitanda frá þriðja ríki til aðildarríkis Dyflinnarsamn- ingsins, þ.e. landsins sem við- komandi kom fyrst til, þegar það hefur verið heimilt. ➤ Alls voru 73 hælisleitendursendir frá Íslandi á árunum 2003-2007. HÆLISLEITENDUR 24stundir/Ómar Þetta mun hafa mikla þýðingu fyr- ir fjöl- marga,“ seg- ir Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður konunnar sem höfðaði mál gegn lífeyr- issjóðnum Gildi. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að Gildi var óheimilt að draga frá örorkulífeyri þann örorkulífeyri og tekjutrygg- ingu sem konan fær frá Tryggingastofnun. „Ég tel að 14 lífeyrissjóðir sem breyttu samþykktum verði að gera málið upp aftur. mbl Lífeyrissjóður dæmdur Mátti ekki skerða bætur Kröfu ríkissaksóknara um áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir rúmlega fimmtugum karlmanni sem grunaður er um alvarleg kynferðisafbrot gegn börnum var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn var. Gæslu- varðhald yfir manninum rennur út á mánudag. Ríkissaksóknari kærði úrskurðinn í gær til Hæsta- réttar en ekki er ljóst hvenær úr- skurður Hæstaréttar mun liggja fyrir. Ákæra gegn manninum var lögð fram 30. júní síðastliðinn og var málið þingfest á fimmtudaginn var. Aðalmeðferð í málinu hefur verið ákveðin 17. júlí. Björgvin Björgvinsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi fram til þessa setið í gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna. Úr- skurður héraðsdóms hafi komið honum verulega á óvart. „Ég er nú að vona að Hæstiréttur hnekki þessum úrskurði en við verðum bara að sjá til um hvað gerist á mánudaginn. Lögreglan telur að maðurinn eigi að vera í haldi þar til að dómur fellur.“ fr Gæsluvarðhald ekki framlengt Lögreglan handtók á miðviku- daginn íslenskan karlmann á fimmtugsaldri í tenglum við rann- sókn á umfangsmiklu hasssmygli með Norrænu. Maðurinn var sam- dægurs úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Sjötugur Hollend- ingur sem tekin var með 190 kíló af hassi í húsbíl hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því að málið kom upp um miðjan síðasta mánuð. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað vitorðsmanna Hollendingsins en handtaka Íslendingsins eru fyrstu fréttir sem berast af gangi rann- sóknarinnar. Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri verst allra frétta af málinu. Spurður hvort að lögreglan teldi sig hafa haft hendur í hári vitorðsmanna Hollendings- ins með handtökunni sagði Hörð- ur: „Dómstóll hefur allavega fallist á það.“ fr Vitorðsmaður í hasshlassmáli handtekinn Vitorðsmanna leitað Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð á Strepsils- hálstöflum, 24 stykki í pakka með sítrónubragði. Verðmunur er tæplega 42 % sem er 239 króna munur á lægsta og hæsta verði. Lyfjaver kom ódýrast út en Lyfja var með hæsta verðið. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæm- andi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 42% munur á Strepsils Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Verð á Strepsils-hálstöflum – 24 stykki í pakka með sítrónubragði Apótek verð verðmunur Lyfjaver 570 Garðsapótek 600 5,3% Apótekarinn 641 12,5% Lyf & heilsa 659 15,6% Apótekið Hólagarði 793 39,1% Lyfja 809 41,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.