24 stundir - 05.07.2008, Page 34

24 stundir - 05.07.2008, Page 34
34 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir er komið situr snaggaralegur mað- ur í köflóttri skyrtu og með grá- sprengt hár. Þar er kominn Friðrik Pálsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, Sölusamtaka íslenskra fiskfram- leiðenda, SH, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og einnig fyrr- verandi stjórnarformaður Land- Mitt á milli Hellu og Hvolsvallar er vinalegt, bjálkaklætt, fjögurra stjörnu sveitahótel. Voldugt timb- urhlið við innkeyrsluna, merkt Hótel Rangá, gefur til kynna að hér sé hugað að hverju smáatriði, frá fyrstu hughrifum til ferðaloka. Fyr- ir aftan móttökuborðið þegar inn símans. Friðrik tók við rekstri Hót- els Rangár í júlí 2003 og lagði strax drög að því að stækka það. „Sigurbjörn Bárðarson hesta- maður og samstarfsmaður hans, Axel Ómarsson, byggðu þetta hótel árið 1999. Eftir að ég tók við því gerði ég mér strax grein fyrir því að hótelið væri of lítið,“ upplýsir Frið- rik eftir að við höfum komið okkur fyrir á efri hæðinni þar sem við blasir lítill veitingasalur, bar og setustofa. Þrír herramenn sitja þar á skrafi, komnir sérstaklega til að fá sér kaffibolla í sveitinni, og Friðrik heilsar þeim kumpánlega. Líklega er hann einn af þeim sem þekkja hálfa þjóðina persónulega en hann segist leggja mikið upp úr því að hótelgestum líði eins og heima hjá sér. Sjálfur á hann það til að taka sér stöðu á bak við barinn, bera fram matardiska og grípa í hrein- gerningartuskur, ef svo ber undir. Þá er hann með bæði flugmanns- og meirapróf og nýtir sér meira- prófið stundum til að keyra gesti milli staða. Hávaðinn frá iðnaðarmönnum að störfum á jarðhæðinni yfirgnæf- ir samræðurnar stöku sinnum en verið er að setja upp bruna varna- úðunarkerfi í nýja veitingasalnum. Allt á að vera tilbúið innan nokk- urra daga. „Við bættum sex her- bergjum við árið 2004 og vorum þá með samtals 27 herbergi, sem var líka allt of lítið, þannig að í fyrra byggðum við tíu herbergi og eina stóra svítu til viðbótar. Í ár höfum við verið að stækka veitingasalinn og eldhúsið og við opnuðum veit- Friðrik Pálsson ræðir um túr- ismann, sóknarfærin og hvernig fjölskyldunni gengur að takast á við breyttar aðstæður „Í öllum erfiðleik- um felast tækifæri“ Síðustu ár hafa verið Friðriki Pálssyni bæði gjöful og þungbær. Hann sagði skilið við sjávarútveginn og hellti sér út í eigin rekstur. En lífið tekur stundum undarlegar beygjur. Árið 2006 varð eiginkona Frið- riks, Ólöf Pétursdóttir, fyrir því áfalli að lamast frá hálsi. Hún tókst á við fötlun sína af mikilli reisn en lést fyrir þremur mánuðum. HELGARVIÐTAL Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur heiddis@24stundir.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.