24 stundir - 05.07.2008, Side 36

24 stundir - 05.07.2008, Side 36
36 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Ólöf Pétursdóttir, lærði síðar lög- fræði. Eftir að fyrir lá að hún yrði lögfræðingur sagðist ég vilja að hún yrði sýslumaður. Við gætum þá flutt út í sveit og ég orðið sýslu- mannsfrú. Þetta asnaðist ég til að segja í einhverju viðtali í Helgar- póstinum og þessu var slegið upp í fyrirsögn. Ég fékk að heyra þetta í mörg ár á eftir.“ Friðrik fór í Versló og þaðan í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. „Ég ætlaði reyndar í meira fram- haldsnám en beið með það í ár því Ólöf var þá að ljúka við lögfræðina. Svo æxlaðist það þannig að ég fór að vinna hjá SÍF og var þar í tæp þrettán ár og svo í önnur þrettán ár hjá SH strax á eftir. Þannig að ég er ekki ennþá farinn út í þetta fram- haldsnám.“ Sérðu fyrir þér að gera það í fram- tíðinni? „Frændi minn, séra Sigurður Norland í Hindisvík, var kominn yfir sjötugt þegar hann fór í Há- skólann. Það er aldrei að vita nema ég fari eftir tíu ár!“ Óþolinmóður dellukarl Þótt Friðrik hafi lítinn tíma fyrir áhugamál hefur hann lagt ýmislegt fyrir sig um dagana. „Ég er dellu- karl og tek eitt fyrir í einu. Mig hafði dreymt um að læra að fljúga frá því ég var lítill. Ég fór árlega í „fyrsta“ flugtímann í nokkur ár, því hann var svo ódýr. Strax og ég fór að hafa tekjur lauk ég flugnámi og flaug mikið í átján ár. Um tíma var ég forseti Flugmálafélagsins. Á þessum árum hafði ég engan áhuga á hestamennsku. Ólöf hafði aftur á móti mikinn áhuga á hestum, sem varð til þess að ég gaf henni hest, mjög snemma í okkar sambandi. Hún hellti sér út í hestamennsku og á meðan við vorum barnlaus, fyrstu sautján ár hjúskapar okkar, aðnum snerum við okkur að því að rífa upp gæðin á íslenskum fiski og fylgja eftir því orðspori sem hann hafði – sem gott og eftirsótt hrá- efni. Við notuðum verðið jafnvel til að selja fiskinn. Vorum ekkert að afsaka það. Stundum finnst mér eins og fólk sé að afsaka það að Ís- land sé svo dýrt land. Ég held að við séum ekki að verðleggja okkur út af markaðnum, miðað við þann fjölda sem ég tel að sé æskilegt að fá til landsins.“ Hversu marga ferðamenn telurðu æskilegt að fá til landsins? „Við eigum langt í land með að ná þeim fjölda ferðamanna utan sumarsins að viðunandi nýting fá- ist á þeim fjármunum sem bundnir eru í hótelum, veitingastöðum og afþreyingu um allt land. Við getum a.m.k. tvöfaldað fjölda ferðamanna til landsins án þess að leggja í mik- inn viðbótarkostnað, fyrir utan markaðskostnað, ef okkur tekst að fá þá í heimsókn utan sumars.“ Fáir nefna umhverfismál Friðrik segir meira og minna uppselt á sumrin á Íslandi. „Það er að segja á þeim hluta Íslands sem túristarnir vilja sækja heim á sumr- in, sem er landsbyggðin. Ég tel það skyldu okkar að halda vandlega ut- an um þessa auðlind okkar og ein- beita okkur að því að sannfæra umheiminn um að Ísland sé spennandi ferðamannaland utan sumars. Ísland er afskaplega fallegt ævintýri. Margir sem hingað koma bera skynbragð á ljós og skugga, fjöll í snjóalögum og snjóleysu og finnst það mjög spennandi. Við fáum gesti sem verða himinlifandi ef þeir lenda í láréttri rigningu og svo brjáluðu veðri að þeir geta varla staðið í fæturna. Fyrst og síð- ast snýst þetta um það að selja aldr- ei annað en það sem maður hefur upp á að bjóða. Það þýðir ekki að selja fólki ferðir til Íslands á vet- urna með myndum af sumri og sól.“ Hefur stefna Íslands í umhverf- ismálum einhver áhrif á túrismann? „Nei, fáir nefna þetta og ferða- menn hafa t.d. óskaplega gaman af því að smakka hval. Ekki nokkur maður hefur nennt að ræða virkj- anir eða álver við mig en hins vegar ætlaði allt vitlaust að verða þegar ísbjarnarmálið kom upp um dag- inn. Sama átti við þegar jarðskjálft- inn á Suðurlandi reið yfir í sumar og fyrstu fréttir voru af því að hér hefðu hrunið brýr og vegir. Þá hringdi hingað grátandi fólk til að spyrja eftir ættingjum sínum. En ég held að margir séu dálítið grunnt hugsandi í umhverfismálum. Þegar á hólminn er komið skiptir verðið yfirleitt mestu máli.“ „Ég er bara vinnufíkill“ Friðrik vinnur mikið, eins og Ís- lendinga er háttur, og finnst bein- línis óþægilegt að taka sér sumarfrí. „Ég er í vinnunni allan sólarhring- inn. Þetta er ákveðin lenska á Ís- landi sem vekur athygli útlendinga. Ég er fæddur og uppalinn úti í sveit og þar þótti sjálfsagt að vinna allan daginn. Mér gengur ekkert voða- lega vel að taka sumarfrí. Á meðan dætur mínar voru ungar fórum við fjölskyldan nokkrum sinnum á sól- arströnd. Þá var dagurinn svolítið lengi að líða. Síðustu ár hef ég reynt að taka vetrarfrí og fara á skíði. Það hefur mér fundist mjög gaman. Ég er bara vinnufíkill og þannig líður mér best.“ Friðrik er Húnvetningur, næst- yngstur sjö systkina, sem öll nema hann tóku sér búsetu fyrir norðan. Sex systkinanna eru enn á lífi en elsta systirin lést fyrir mörgum ár- um. „Ég varð snemma ákveðinn í að ganga menntaveginn. Reyndar held ég að systkini mín hafi haft hug á því líka en á þessum árum voru lítil tækifæri til náms. Við bjuggum á venjulegu bændabýli þar sem fjárráð voru ekki mikil – og svo var náttúrlega nóg að gera á stóru heimili.“ Hann var bókaormur í æsku og drakk í sig allar bækur sem til voru. „Heima var til ritsafn Jóns Trausta og Guðmundar Friðjónssonar, all- ar Íslendingasögurnar, Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi, bækur eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og þess- ar sögur sem snerust flestar um læknis- eða bóndasoninn sem gekk með grasið í skónum á eftir sýslu- mannsdótturinni. Svo vildi þannig til að konan sem ég náði mér í, fór hún mikið í hestaferðir með vinum okkar. Ég var bara að leika mér að fljúga á meðan. Við gerðum bæði það sem okkur fannst skemmtilegast. Eftir að stelpurnar fæddust færðist yfir mig einhver yf- irmáta ábyrgðartilfinning og ég hætti að fljúga.“ Kom þá yfir þig einhvers konar lífhræðsla? „Nei, en það er algengt að flug- menn hætti að fljúga um tíma á meðan börnin eru á viðkvæmum aldri. Mig klæjar stundum í flug- kirtilinn að byrja aftur! Á meðan stelpurnar voru litlar fór ég út í hestamennskuna með Ólöfu. Þegar þær stálpuðust fengu þær áhuga líka og þetta varð okkar aðalsport. Segja má að önnur áhugamál hafi ekki komist að allan þennan tíma. Ég hef reynt að veiða en hef litla þolinmæði í veiðiskap. Ég þori ekki að prófa golf. Ef ég færi í sport þar sem ég gæti verið að keppa við sjálfan mig myndi ég ekki gera neitt annað. En í augnablikinu er áhuga- málið mitt að rífa upp þetta hótel og önnur hótel sem við erum með, Hótel Skóga, Hótel Highland á Hrauneyjum á Sprengisandi og gistiheimilin Hrauneyjar og Rang- ársel. Ég hef einsett mér að reyna að sanna að það sé hægt að reka lít- ið lúxushótel úti á landi.“ Hörmulegt slys Líf fjölskyldunnar gjörbreyttist á einum degi þegar Ólöf lenti í alvar- legu slysi í hestaferð þann 24. sept- ember 2006. „Slysið átti sér stað við allra bestu aðstæður. En það sýnir hvernig slysin eru – þau gera ekki boð á undan sér. Við það lamaðist Ólöf alveg frá hálsi og niður. Hún tókst hins vegar á við þá fötlun af ótrúlegri elju og kjarki. Eftir hálft annað ár hafði hún náð undraverð- um árangri í því að lifa lífinu. Hún hafði alltaf málað töluvert sjálf og hélt því áfram. Eftir slysið málaði hún bara með munninum af því að eina hreyfigetan sem hún hafði var með höfðinu. Þetta var í alla staði gríðarleg lífreynsla fyrir okkur öll að ganga í gegnum. Við breyttum húsinu heima mjög mikið, komum fyrir lyftu og höfðum undirbúið að setja þar upp lítið sjúkraheimili. Allt stefndi í að Ólöf væri að koma heim þegar hún dó í svefni eina nóttina. Þar með var því lokið. Þannig að nú erum við þrjú, ég og dætur mínar, Marta María og Ingi- björg Guðný, að takast á við lífið og það gengur ágætlega.“ Friðrik segir stuðning frá vinum og fjölskyldu skipta miklu máli undir svona kringumstæðum. „Okkur gengur vel að standa sam- an. Dætur mínar hafa alltaf verið miklar vinkonur. Þær eru nítján ára og tuttugu og eins árs og óskap- lega duglegar. Við erum miklir vin- ir. Eftir að Ólöf dó hafa þær staðið þétt saman og komið upp að hlið- inni á mér líka. Svo eigum við góða fjölskyldu.“ Hjálpar það þér að vinna svona mikið? „Já, það hjálpar. Það fer ekkert á milli mála. Ég held að ég hafi hellt mér út í þessa vinnu af meiri krafti en nokkru sinni áður. Það skapast vitanlega ákveðið tómarúm. Tím- inn var fylltur með öðrum hlutum. Annars konar áherslum og áhuga- málum. Það er ekki fyrr en maður hefur misst eiginkonu til svona margra ára sem maður áttar sig á því hvað hún var stór hluti af líf- inu. Vitanlega tekur maður því allt of mikið sem gefnum hlut á meðan allt leikur í lyndi. En skarðið er býsna stórt.“ Gríðarleg tækifæri Miklir annatímar eru framund- an og Friðrik er hvergi banginn, þrátt fyrir gengishrun og krepputal í þjóðfélaginu. Hann játar þó að allt það umrót sem á sér stað í heiminum valdi honum ákveðnum áhyggjum. „Vissulega verður mað- ur dálítið skelkaður. Með vísan til gamallar reynslu þá hræðist maður verðbólguna svolítið. Hún er ekki alvond en óskaplega leiðinleg. Það er svo þreytandi að vita aldrei hvað hlutirnir kosta á morgun. En þó held ég að túrismi á Íslandi eigi skemmtilega framtíð. Í öllum erf- iðleikum felast tækifæri. Þegar einn markaður lokast eða verður erfið- ari færist áherslan yfir á annan. Tækifærið fyrir Ísland felst í að bæta gæði og þjónustu. Það gerir ekkert til þótt verðið hækki ef gæð- in og þjónustan fylgja með.“ Friðrik segir Íslendinga lengi hafa tekið góðærinu sem gefnum hlut. „Við höfum alið upp nokkrar kynslóðir sem vita ekki hvað at- vinnuleysi er og alls ekki hvað kreppa er. Vonandi erum við ekki að sigla inn í neina kreppu en það er margt sem bendir til að atvinnu- leysi verði nokkuð. Atvinnuleysi er náttúrlega óskaplega sárt. Það er nokkuð sem fáir, sér í lagi Íslend- ingar, eiga auðvelt með að sætta sig við. En aðalatriðið er að út úr þessu góðæri kemur þjóðin miklu betur menntuð en áður. Innviðir þjóð- félagsins eru gríðarlega sterkir. Innst inni trúi ég því að tækifæri hér séu gríðarleg. Við erum fá- menn en samt svo vinnusöm. Og við erum afar heppin að búa í þessu landi. Erfiðleikar okkar eru hjóm eitt í samanburði við það sem aðrar þjóðir upplifa. Svo lengi sem við berum gæfu til að nýta það sem í okkur og landinu býr, þá hef ég ekki nokkrar áhyggjur af okkur.“ Hvergi banginn „Ég hef einsett mér að reyna að sanna að það sé hægt að reka lítið lúxushótel úti á landi.“ 24stundir/Frikki a Ekki nokkur maður hefur nennt að ræða virkjanir eða álver við mig en hins vegar ætlaði allt vitlaust að verða þeg- ar ísbjarnarmálið kom upp um daginn. a Það skapast vit- anlega ákveðið tómarúm. Tím- inn var fylltur með öðrum hlutum. Annars konar áherslum og áhuga- málum. Það er ekki fyrr en maður hefur misst eig- inkonu til svona margra ára sem maður áttar sig á því hvað hún var stór hluti af lífinu.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.