Eintak - 01.11.1993, Side 82
sundrunar, dauði hans er ægilegur í hrollvekju
sinni, en um leið lostafenginn og blygðunarlaus.
Hellismyndin forna í Lascaux er fyrsta sjálfs-
mynd karlmannsins. Þannig upplifði hann tilveru
sína löngu áður en siðmenningin lagði hann í
læðing. Mynd þessi lýsir útsprungnum losta í nán-
um tengslum við ofbeldi náttúrunnar, á meðan
Kristsmyndin sýnir útþurrkaðan losta hangandi á
tréstólpa. Hinn fyrsti maður og sá æðsti? Einhvern
veginn finnst mér hellismyndin vera okkur
nákomnari en Kristsmyndin - og samt (eða þess
vegna) er þetta klám, mynd af æði, drápi og erótík
sem á ekkert sameiginlegt með settlegum
hvílubrögðum. Þeir vita það sem vilja að Iostinn
tengist ævinlega ofúrgnægð af einhverju tagi, lífið
flæðir út fyrir brúnir sínar, form leysast upp, og
eitthvert orðlaust æði tekur við; líkami fléttast
saman við líkama í hönrluleysi sem minnir á
ofsafengna eyðingu - þú sóar sjálfum þér um leið
og þú skapar þig. Þversagnakennt, ekki satt?
Lostinn er markareynsla þar sem maður tengist
sjálfum sér á nánari hátt en nokkru sinni ella. I
þessu uppnámi kemur fyrir að þráreipin slitna um
stund, lostinn hverfist þá inn í ástand sem kennt er
við „ördauða“ (la petite morte), algleymi sem eyðir
skynjun tíma og umhverfis eilitla stund. Slíkt
alsæluástand er þó fremur undantekning en regla,
enda hefur „Iistin að elska“ ekki verið í hávegum
höfð á okkar slóðum.
Þessi reynsla er þar að auki ískyggileg frá sjónar-
hóli þess sannleika sem í okkur hefur verið troðið
öldum saman; hún gerir okkur að skynlausunr
dýrum, var sagt, þó að í raun sé hún sérkenni
mannsins, það sem greinir hann frá skepnum
merkurinnar. Við þessar aðstæður brýst maðurinn
undan hlutverkum hversdagsins, valdi krossanna,
hann er ekki lengur siðmenntuð félagsvera, heldur
rennur hann saman við sannleika hellisbúans -
hann verður að forsögulegum manni og nemur
tákn hans af veggnum, fuglinn, spjótið, dýrið í
blóði sínu.
Siðmenningin er tæki okkar til að komast af í
sambýli við aðra menn. Hún er félagsleg nauðsyn
sem tryggir okkur sæmilegt öryggi, en minnir dálít-
ið á nýju fötin keisarans eins og saga þessara daga er
til sanninda um. Sé djöfúllinn tákn urn brjálsemi
okkar, búi hann í hverjum og einum sem mögu-
leiki, þá hefur hann sjaldan verið iðjusamari en í
samfélagi nútímans. Ofbeldi sem áður fyrr var hluti
af hringrás náttúrunnar brýst nú fram í sjálfseyð-
andi illsku, lostafúllri eyðileggingu sem á fátt sam-
eiginlegt með veruleika hellisbúans. Segja má að
þessi illska fylli upp í tóm eða fjarveru sem hefur
ásótt vitund margra frá því að Sade markgreifi
kvað upp dauðadóm yfir Guði seint á 18. öld. Þessi
ímyndaði „dauði“ svipti okkur ytri vídd óendan-
leikans, hann vísaði okkur inn í eigin líkama og
gerði lostann að drottnandi innri reynslu. Þessi
reynsla fól vissulega í sér ákveðna frelsun. Hún bar
vott um að tilraun kristninnar hefði mistekist - að
náttúran er náminu ríkari, að hún leitar út um
síðir. Hún er á hinn bóginn dæmd til að rífa sjálfa
sig niður í menningu sem hefur ekki aðeins „drep-
ið“ Guð, heldur kveðið upp dauðadóm yfir náttúr-
unni. Við slík skilyrði getur lostinn orðið að því
sem meiðir, nauðgar og myrðir; kátt og brútalt
manneðlið verður að síhungruðum blóðdrekk sem
tvístrar sjálfum sér og umhverfi sínu áður en yfir
lýkur.
Belsebúb
Óhóf
eftir Ólaf Gunnarsson
Ég loka augunum og Róbert Maxwell, útgef-
andinn frægi flýgur upp í hugann.
Maxwell stofnaði ungur forlag í London. Svo
fór að hann eignaðist á annan tug gamalla og gró-
inna breskra og bandarískra forlaga. En dugði það?
Nei, hann vildi eiga þau öll. Þetta er kallað at-
hafnagleði en er í raun ein versta synd mannsins,
græðgin, óhófið sem býr til neyðina. Menn vilja
verða heimsmeistarar í því að eiga.
Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist
allan heiminn ef hann glatar sálu sinni, sagði
Jesús.
Vísindaleg staðreynd: Jörðin gubbar úr sér
gæðum. Gerði Guð faðir feil í sköpunarverkinu?
Varð honum á skyssa? Er jörðin hönnuð skakkt?
Getur hún ekki brauðfætt börnin sín? Fór skapar-
inn með rangt mál þegar hann sagði: Verið frjó-
söm og uppfyllið jörðina? Nei! Jörðin er rétt hönn-
uð. Kjötframleiðsla er kíló á mann á dag.
Vont er að geta ekki gleypt það allt, steikt, soðið
og í sósum hugsar sá gráðugi. Svo kallar hann
saman her til að passa potta sína og pönnur.
Hugsum okkur að einhverjum lukkaðist að
eignast alla jörðina frá skakka turninum í Písa oní
ryðbrunninn hlandkopp á eyðibýli á íslandi. Yrði
það nóg? Væri hann ánægður? Nei, því hver ætti
þá tunglið? Hver Mars? Hver Úranus? Og til eru
önnur sólkerfi sem gott og nauðsynlegt væri að fá
þinglýst.
Ætli óhófið sé ekki náskylt drambi Lúsífers.
Maðurinn vill setjast í hásæti Guðs. Sannleikur
lífsins er hlýtt rúm að sofa í og nóg að borða, gard-
ínurnar ykkar fyrir sunnan. Þær eru vitleysa, sagði
Þórður á Dagverðará þegar hann slapp úr sjávar-
háska. Róbert Maxwell hefði betur hugsað út í það.
Forlagið Charles Scribner Sons í New York átti
að geta dugað sextíu manna fjölskyldu til að halda
sig í steikum og á snekkjum og einkaþotum. Af
verkurn Hemingway eru tekjurnar milljarður
íslenskar á ári. Allt þetta átti Maxwell og 20 forlög
önnur en hann kaus að fleygja sér í sjóinn þegar
allt fór á hausinn því eignalaus gat hann ekki lifað.
Guðs ríki er allt í kringum ykkur en þið sjáið
það ekki, sagði Kristur. Átti hann við að ekki er
nauðsyn hverjum og einum að eiga Ásbyrgi? Að
doka þar við í dagstund er digur sjóður.
82
EINTAK NÓVEMBER