Eintak - 01.11.1993, Síða 84

Eintak - 01.11.1993, Síða 84
Síwwwiri deyfu fyrir eyrun. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndunum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkam- ann og aflagar, svo sem þegar hafið er blásið upp af stórviðri. Og í einu orði að segja: Hún gjörir manninn að ófreskju og að holdgetnum djöfli í augum þeirra, sem heilvita eru. Og ef hún af- skræmir ásýnd mannsins fyrir öðrum mönnum, hverninn mun hún þá ekki afmynda sálina í guðs augliti? Segið mér, hvílíkur djöfull mun þar inni búa, sem álit mannsins verður hið ytra svo af- skræmt, hvílíkur eldur mun vera í því hjarta, er hann lystir sig þaninn út í hvern einn lið og lim?“ En jafnaðargeðið og guðsóttinn sem miðalda- kirkjan heimtaði af almenningi hefur varla verið á margra manna færi, ef þá nokkurra í praxís. ís- lendingar virðast til dæmis ekki hafa tekið þenn- an siðaboðskap mjög alvarlega, heldur dundað sér við steypa þeim sem heilagastir sýndust af stalli, eins og eftirfarandi saga af Jóni Vídalín ber með sér: „Einu sinni - sumir segja eftir það hann var orðinn biskup - reri hann fyrir Landeyja- sandi. Drógu aðrir um daginn, en hann varð ekki lífs var þangað til seint og síðar meir hann dró eina ýsu. Varð hann þá svo reiður að hann barði hana upp til agna á borðstokknum; en er í land kom beiddi hann Guð og skipverja grátandi fyrir- gefningar og bað þá varast að gjöra slíka glópsku eftir sínu dæmi.“ Og í lokin er rétt að minnast aðeins á guð sem aldrei er mannlegri en einmitt þegar hann verður virkilega reiður. Tökum til dæmis brottrekstur- inn úr Eden og syndaflóðið. í báðum tilfellum verður guð svo mannlegur að jafnvel hann sjálfur stígur niður til jarðar. í hið fyrra sinni rekst hann á Adam og Evu þar sem hann er á vappi í aldin- garðinum í kveldsvalanum og í hið síðara kemur hann eins og kallaður, til að læsa örkinni á eftir Nóa og dýrunum. fVlammon Ágirnd eítir Sigurð A. Magnússon Af dauðasyndunum sjö, sem Dante skilgreindi í Purgatorio, er græðgin sennilega skæðust og af- drifaríkust fýrir velfarnað einstaklingsins. Leti, ofneysla, reiði og saurlífi eru vissulega hvimleiðir lestir en varla tiltakanlega mannskemmandi. Dramb og öfund eru að sönnu ekki geðslegar eig- indir, en þessum löstum má vísast halda í skefj- um með góðum vilja, ef ekki beinlínis bæla þá niður. Er reyndar hnýsilegt að Dante skuli gera greinarmun á ofneyslu og annars konar græðgi, en það á sér skýringu eins og síðar skal vikið að. Nokkir íslenskir málshættir íjalla um græðg- ina, til dæmis „Mikið vill mikið“ og „Mikið vill meira“ eða „Ágirnd vex með eyri hverjum" og „Aldrei verður ágirnd södd“. Andspænis þeim standa orðskviðir eins og „Hverjum er nægjan nóg“ og „Nóg hefur sá sér nægja lætur“. Seinni máltækin tvö tjá viðhorf sem lengi var í heiðri haft hérlendis. Nægjusemi var til skamms tíma talin vera höfuðkostur á hverjum manni, en í því efni hefur tíðarandinn breyst svo um munar, og má raunar segja það um ýmsar fleiri gamlar og góðar dygðir. Er ekki fjarri sanni að græðgi sé í seinni tíð orðin eitt helsta auðkenni Islendinga, enda hefur sálarlaust og lausgeðja hugarfar uppa um sinn ráðið ríkjum í landinu. Halldór Laxness hefur manna best lýst við- horfi nægjuseminnar, ekki síst í Brekkukotsann- áli, Kristnihaldi undir Jökli og Dúfnaveislunni. Björn í Brekkukoti, séra Jón Prímus og Pressarinn eru nokkurs konar holdgerv- ingar þeirra viðhorfa nægjuseminnar sem stund- um eru kennd við taó. Þau lýsa sér í fullkominni sátt við Guð og menn, friði í sálinni og hlutlausu sam- þykki við veröldinni eins og hún er á sig komin. Slík viðhorf vekja að vísu ekki upp umbótamenn eða heimsfrelsara, en þau leggja áherslu á að maður- inn sé óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar og alheimsins, hafi sitt tiltekna og afmark- aða hlutverk eins og liljur vallarins og fuglar himins- ins. Græðgin (að líkamlegri ofnautn frátalinni) er með þeim ósköpum náttúruð, að henni verður aldrei fullnægt, og má einu gilda hvort rætt er um fégræðgi, valdafíkn eða lífsþæginda- græðgi. Sennilega er hér um að ræða einu ástríðu mannsins sem engin leið er að svala. Af þeim sökum jaðrar hún einatt við geðveiki. Til sanns vegar má færa að valdamiklir menn á borð við Alex- ander mikla, Tamerlein, Dsénghis Khan, Napóleon, Stalin Hitler og Mússólini hafi um það er lauk verið fullkomlega vitskertir, og sömu sögu er reyndar að segja um marga minni spá- menn. Það er ekki einasta að völd spilli mönnum og alger völd gerspilli mönnum, heldur svipta þau þá að jafnaði vitinu. Við eigum fá kunn dæmi um græðgi sem nálgist geðveiki, en verðug- ur kandídat í það ókræsilega hlutverk er vitaskuld settur framkvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins. Fé- græðgi hans og valdafíkn virðast ekki eiga sér tak- mörk, enda sagði einn af kunningjum hans í mín eyru: „Það verður ekki stjórnlaus frekjan heldur fégræðgin sem kemur honum á kné.“ I Alexanders sögu segir frá því að Skýþar sendu erindreka á fund Alexanders mikla til að telja um fyrir honum þegar hann hugðist leggja undir sig Indland. Meðal þess sem sendiboðinn sagði voru þessi minnisverðu orð: „Þig mun skorta æ því meir sem fleira fer undir þig.“ Alex- ander lét ekki segjast, og er saga hans skóladæmi um græðgi sem engin leið var að seðja, þótt margt væri vel um hann sem mann og menning- arfrömuð. Lífsþægindagræðgi Islendinga hefur komið þeim á kaldan klaka efnahagslega, sem er kannski síður ísjárvert en hitt að hún hefur spillt hugar- fari þeirra og gersamlega ruglað þá í ríminu varð- andi eiginleg lífsgildi og lífsgæði. Það er útbreidd skoðun að lífsþægindi jafngildi lífsgæðum, og mun fátt vera íjær veruleikanum. Lífsgæði felast ekki í eignum eða öðrum hégóma sem menn sanka að sér, heldur í góðum vinum, ástríkri sambúð, mannvænlegum afkvæmum, andlegu jafnvægi, sátt við lífið, óttaleysi við framtíðina, hugarró hvort heldur er í basii eða búsæld. Lífs- gæði eru afrakstur andlegs þroska eins og fyrr- nefndar söguhetjur Laxness leiða eftirminnilega í Ijós. Þau sannindi eiga Islendingar eftir að læra upp á nýtt, eigi þeim vel að farnast. Græðgi sprettur af innri ófullnægju, einhverri sálrænni vöntun sem reynt er að breiða yfir eða vega upp á móti með hóflausri söfnun ytra gling- urs (fé og völd eru ekki annað en forgengilegt glingur) sem talið er mega notast „sem uppfylling í eyður verðleikanna". Einkaneysla Islendinga er hrollvekjandi vitnisburður um kolruglaðan lýð sem hefur haft hausavíxl á sýnd og reynd, með af- leiðingum sem enginn sér fyrir endann á. Senni- lega eiga uppvaxandi kynslóðir í landinu eftir að bíða mestan skaða af gegndarlausri græðgi kyn- slóðanna sem létu glepjast af stríðsgróðanum og sukkinu sem honum fylgdi. eftir Þórarin Eldjárn Sumum finnst letinni gert of hátt undir höfði þegar fullyrt er að hún sé verst af dauðasyndun- um sjö þar sem hún feli allar hinar í sér: Letin er lastanna móðir. Og rétt er það, í fljótu bragði getur þessi upp- hefð letinnar virst nokkuð einkennileg og óverð- skulduð. I hópi syndanna sýnist hún fljótt á litið meðal hinna ómerkilegri. Það er ekki töff að vera latur, maður sér fyrir sér værukæran vesaling sem liggur á meltunni og gerir svo sem engum neitt nema sjálfum sér. Hann er ekki hættulegur á nokkurn hátt, fyrst og fremst metnaðarlaus og kannski dálítið fyrirlitlegur ef manni finnst það þá ómaksins vert að fyrirlíta greyið. Leti er yfir- leitt ekki talin merki um stórmannlegan brest í skapgerðinni, en það finnst sumum að losti, reiði, óhóf, öfund, hroki og græðgi geti verið. Lostinn, reiðin og óhófið stafi af skapsmunum sem eru stærri í sniðum en hjá meðalmanninum. Öfund, 84 EINTAK NÓVEM BER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.