Eintak - 01.11.1993, Side 120

Eintak - 01.11.1993, Side 120
 Ifll > /1 'w'- -Ot ■ % Sumir eru alltaf í bíó. Þeir sniglast einir inn á sjösýningar eöa ganga niður Laugaveginn að næturþeli eftir ellefusýningu. Sumir fara aldrei í bíó nema þeir hafi stelpu eða strák til að kela við þegar Ijósin slökkna, þvi það fyllir mann öryggi og hljóðlátri hamingju að káfa svolítið á ástvini sínum í myrkvuðum bíósal, fikta í hári, setja hönd á læri, smella kossi á vanga eða munn. Aðrirfara ekki í bíó nema í stórum hópi vina; fyrir þeim er bíóferðin félagsleg athöfn þar sem þeir fá útrás fyrir hópeðli sitt. Þetta eru gjarnan háværustu bíógestimir og mega sæta því að hlusta á suss og kvart í stilltari gestum kvikmyndahúsa. Svo eru þeir sem fara ekki í bíó nema svona einu sinni á ári; það eru hin ráðsettu hjón sem vanda valið og sjá ekki nema fínustu verðlaunamyndir eins og Síðasta keisarann, Dansað við úlfa og gestaboð Babettu. Sumir borða popp og kók, en þeir sem eru ekki jafnheimavanir í bíóhúsum fá sér jafnvel konfektpoka. Nóvember virðist reyndar ekki ætla að vera neitt sérstakur mánuður fyrir bíófíkla. Líklega geyma kvikmyndahúsin bestu bitana þangað til dregur nær jólum. Hér eru þó nefndar fáeinar bíómyndir sem eru varla nein tímasóun. Rising Sun Sambíóunum Myndin byggir á spennubók eftir Michael Crichton, þann sama og skrifaði bókina um Júragarðinn. Bókin er í aðra röndina pólitískt ávarp, prédíkun um um óhófleg ítök Japana í bandarískum viðskiptum og þjóðlífi og að stóru leyti byggð á ræðum sem Al Gore flutti áður en hann varð varaforseti. Enda urðu Jap- anir sármóðgaðir þegar hún kom út. Framleiðendur myndarinnar reyna hins vegar í lengstu lög að forðast að móðga Japani sem eiga núorðið flest stóru kvik- myndaverin í Hollywood. Myndin er svosem nógu rennileg að sjá, en geldur fyrir þetta hálfkák. Önnur óskiljanleg málamiðlun er að láta svertingjann Wesley Snipes leika aðalpersónuna sem í bókinni er hvítur maður. Hins vegar er Sean Connery að vanda rosalega öruggur í sínu hlutverki. Demolition Man Sambíóunum Vöðvabúntið Sylvester Stallone náði þeim langþráða árangri í sumar að hafa undir Arnold Schwarzen- egger sem undanfarin misseri hefur átt auðveldara með að markaðssetja vöðvana sína. Og nú þarf Stallone að reyna að fylgja eftir fjallaklifursmyndinni hrikalegu, Cliffhanger. Þess freistar hann með Demolition Man, framtíðarhasarmynd þar sem hann á í höggi við kolbrjálaðan bófa sem er leikinn af Wesley Snipes. Söguþráðurinn er allur hinn ólíkinda- legasti, eins og er við hæfi í svona myndum; þeir óvinirnir eru frystir einhvern tíma í nútímanum og vakna í framtíðinni og taka upp þráðinn að nýju við að berja á hvor öðrum. Og þá er líka búið að finna upp nýjar byssur sem eru miklu skemmtilegri en þær gömlu. Les Nurts Fauves Regnboganum Það er reyndar dálítið í að hún komi á bíótjald hérna heima þessi mynd, en það er full ástæða til að bíða hennar með ójDreyju. Þetta er myndin sem hirti hvað flest verðlaun við útdeilingu César-verðlaunanna frönsku síðastliðið vor. Að baki henni liggur mikil og átakanleg saga. Leikstjórinn og aðalleikarinn, Cyril Collard, var ungur og vinsæll leikari sem smitaðist af alnæmi. Myndin er eins konar erfðaskrá hans, því hann lést skömmu eftir að hún var frumsýnd. Dauðinn er enda nálægur í mynd- inni, en hún fjallar um unga stúlku sem verður ástfangin af tvikynhneigðum pilti sem gengur með alnæmis- veiruna. Þetta er þó langt í frá eintóm harmkvælasaga þrátt fyrir alvöruna, því myndin er líka kímin og hugljúf. Og svo er hún djörf - meira að segja í Frakklandi urðu margir til að hneykslast. Sérstök ástæða er til að minnast á aðalleikarana, Collard heitinn og unglinginn Romaine Bohringer, dóttur þess fræga leikara Richard Bohringer. Þar er stjarna fædd, dökkleit fegurðardís með greindarlegt og dálítið dulúðugt yfirbragð. Rokk í Reykjavík Stjömubíói Mynd sem batnar með hverju árinu sem líður frá því hún var gerð. Og sýnir glögglega fram á hversu steingeld rokktónlistin er núna miðað við það sem var fyrir rúmum áratug. Mynd sem nær því að hafa yfirbragð alvöru íslenskrar kúltmyndar, liklega er þar engu saman að jafna nema kannski Kúrekum norðursins - það getur varla verið nein tilviljun að báðar myndirnar eru gerðar af Friðrik Þór Friðrikssyni. Myndin er full af skemmtilegu og sniðugu fólki: þarna er Björk, pínulítil og sæt í gulum kjól; Bubbi Morthens, ennþá blautur bak við eyrun; strákarnir í Purrki Pilnikk fullir af vandlætingu og fítonskrafti; og svo Þeyr - mikið svakalega var það fín hljómsveit. Og myndin fangar tíðaranda af einstakri næmni; að minnsta kosti finnst manni eftir á að þetta hafi verið svona eða hérumbil. CHANEL. Svart. Grátt. Hvítt. Hreínir litir vetrarins. Rökkurtíð á mörkum Ijóss og myrkurs. Einfaldleiki og hreinar línur, en þó íburður ( hinu smágerva. Hart og gróft tweedefni sem öðlast dýpt í andstæðu við gylltar bryddingar. Allt hefur þetta svosem sést áður frá tískuhúsi Chanel. Þar hefur einfaldleikinn alltaf ráðið ferðinni. Fágun og enginn flumbrugangur. En Chanel hefur sannað það áður og sannar það nú enn á ný að tilbrigðin við einfaldleikann eru þúsund sinnum fleíri en tilbrigðin við óhófið. Lítið er mikið. Eitthvað almennilegt að þurrka af Ef einhver er orðin þreytt á að þurrka af pilleríinu heima er fátt annað til bragðs en að setja það niður í kompu. Og fá sér nýtt og eitthvað sem ekki er hægt að þreytast á að horfa á - og þurrka af. Þessi hús, þessar dúkkur og þetta dót hér til hliðar fæst í Country-húsinu á Hverfisgötu og er amerískt. Frá Bandaríkjunum og er handunnið eins og allar vörur í Country-húsinu. Þaðan kemur auðsjáanlega ýmislegt annað en McDonald's, enda gat það varla verið að í því stóra landi væri allt fjöldaframleitt. Og þaðan er líka hægt að sækja sitthvað annað en það sem Hallbjörn fann. Sem er líklega ástæðan fyrir ólíkum rithætti eigenda Country- hússins og eigenda Kantrí-bæjar. Það er auðsætt að þetta er tvennt ólíkt. Myndirnar tala sínu máli um vefrarlínuna 1 993 frá Chanel-tískuhúsinu í París. 120 E I N T A K Ó V E M E R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.