Eintak

Útgáva

Eintak - 10.02.1994, Síða 14

Eintak - 10.02.1994, Síða 14
Rannsókn á stóra fíkniefnamálinu svokallaða er lokið og verður það sent ríkissaksóknara til meðferðar á næstu dögum. eintak hefur undir höndum gögn sem benda til að rannsóknarniðurstaðan sé á veikum grunni byggð. Fíkniefnalögreglan heldur því fram að Ólafur Gunnarsson hafi stýrt umsvifamiklum fíkniefnahring sem staðið hafi að innflutningi á 30 kg af hassi og 4,9 kg af amfetamíni á innan við einu ári. Hann neitar þeim ásökunum sem fyrr eftir að hafa setið í 160 daga í gæsluvarðhaldi. Styrmir Guðlaugsson ræddi við Ólaf og kannaði þetta fíkniefnamál. „Höfuðpaurínn“ hefur 160 daga gæsluvarðh og segir að veríð sé að koma á sig sök EINTAK hefur undir höndum víðtæk gögn sem tengjast stóra fíkniefnamálinu svokallaða. I þess- um gögnum er að finna rannsókn- arniðurstöður fíkniefnalögreglunn- ar í grófum dráttum, skýrslu Ólafs Gunnarssonar, meints höfuð- paurs í málinu, sem hann lagði fram sem framburð sinn í desemb- er, röksemdir sem verjandi hans hefur lagt fram fyrir því að leysa eigi hann úr haldi og gæsluvarð- haldsúrskurð Hæstaréttar. Ýmis- legt bendir til þess að niðurstaða fíkniefnalögreglunnar sé reist á veikum grunni. Þar sem Ólafur var ekki tekinn með nein fíkniefni verður málið á hendur honum að byggjast annars vegar á játningum hans sjálfs og hins vegar vitnisburð- um annarra. Verjandi hans, Jón Magnússon, bendir hins vegar á að margir þeirra, sem málinu tengj- ast, hafi beinan hag af því að koma sök á Ólaf og af sér um leið. Þá mótmælir verjandinn harðlega að tekin verði giid hljóðupptaka sem fór fram með leynd á heimili eins þeirra sem hnepptir hafa verið í varðhald vegna málsins. Þar hafi á villandi hátt verið reynt að koma sök á Ólaf. Sjálfur kallar hann þess- ar hlóðupptökur leikrit, í samtali við EINTAK, sem Björn Halldórs- son, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, hafi sett upp. Þessi hljóðupptaka er talin eitt af helstu sönnunargögnunum gegn Ólafi en hún vekur jafnframt margar spurn- ingar. Hnepptur í varðhald í kjölfar leynilegrar hljóð- upptöku Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík hóf rannsókn þessa um- fangsmikla fíkniefiiamáls þann 25. júlí á síðasta ári þegar Vilhjálmur Svan Jóhannsson og Jóhann Jónmundsson voru handteknir í Leifsstöð við komuna tO Keflavíkur frá Amsterdam, en Jóhann var þá með í fórum sínum 3 kg af hassi og 910,6 gr af amfetamíni. Næstu vik- ur og mánuði voru fjölmargir yfir- heyrðir og hnepptir í gæsluvarð- hald og málið virtist verða æ um- fangsmeira. Ólafur var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald 2. september, tveimur dögum eftir að Vilhjálmur Svan tók upp samtal þeirra og Guð- mundar Gests Sveinssonar á heim- ili sínu að Njálsgötu 59 að undirlagi fíkniefnalögreglunnar. Síðan hefúr rannsóknin einna helst beinst að honum sem meintum höfuðpaur í stórum fíkniefnahring. Ólafur hef- ur hins vegar allt fram á þennan dag neitað slíkum ásökunum. Fíkniefnalögreglan telur sig hafa næg gögn í höndunum til að sýna fram á það en verjandi Ólafs hafnar því. Endurtekin framlenging á gæsluvarðhaldi þrátt fyrír að rannsóknar- hagsmunir séu ekki í húfi Ólafur hefur setið í gæsluvarð- haldi í 160 daga og á eftir að sitja inni í 34 daga til viðbótar sem er ein lengsta gæsluvarðhaldvist í fikni- efnamáli hér á landi frá upphafi. Héraðsdómur Reykjavíkur fram- lengdi gæsluvarðhaldsúrskurðinn, sem renna átti út 27. janúar, til 20. apríl. En Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur skyldi vera í haldi til 15. mars eftir að verj- andi hans hafði kært úrskurð Hér- aðsdóms. Um leið krafðist Hæsti- réttur þess að rannsókn og meðferð málsins af hálfu lögreglunnar og ákæruvaldsins yrði hraðað eins og framast væri kostur. { greinargerð Lögreglustjóra- embættisins, sem fylgdi gæsluvarð- haldskröfunni, segir að því miður hafi ekki tekist að ljúka málinu og senda það til ríkissaksóknara fýrir 27. janúar en rannsókn málsins sé nánast lokið og verði það sent ríkis- saksóknara til umfjöllunar á næstu dögum. Vegna þess að rannsóknin er á lokastigi gat lögreglan ekki vísað til rannsóknarhagsmuna þegar það fór fram á framlengingu varðhalds- ins og var því vísað til 2. mgr. 103 gr. 1. laga nr. 19/1991. I umræddri grein felst heimildarákvæði þannig að gæsluvarðhald má kveða upp yf- ir manni ef afbrotið getur varðað allt að 10 ára fangelsi og almanna- hagsmunir krefjist varðhalds. Hæstiréttur féOst á röksemdir lög- reglunnar þótt gæsluvarðhaldsúr- skurður Héraðsdóms hafi verið styttur umtalsvert. í niðurstöðu dómsins er vísað til úrskurðar Hæstaréttar 9. desember, þegar gæsluvarðhaldið var framlengt í fyrra sinnið, þar sem segir: „Ljóst er að rannsókn máls þessa er langt á veg komin. Enda þótt telja megi að rannsóknarhagsmunir einir sér réttlæti vart áframhald- andi gæsluvarðhaldsvist varnarað- ila, verður ekki framhjá því horft, að hann er undir rökstuddum grun um aðild að stórfelldum innflutn- ingi og dreifingu fíkniefna..." Eftir þessa tilvitnun er sagt að óhjákvæmilegt þyki að Ólafur sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Varla er hægt að skilja gæslu- varðhaldskröfuna á annan hátt en þann að fyrir lögreglunni vaki að halda Ólafi bak við lás og slá þar til dómur fellur þar sem hann er ekki talinn geta spillt rannsóknargögn- um. Það rennir stoðum undir þá kenningu að skömmu fyrir áramót var losað nokkuð um gæsluvarð- haldið og Ólafúr settur í svokallaða lausagæslu. Hann má fá heimsókn- ir nánustu ættingja og fylgjast með fjölmiðlum sem þýðir að hann er í tengslum við umheiminn og í lófa lagið að koma frá sér upplýsingum. I greinargerð sem lögð var fram fyrir Hæstarétti bendir lögmaður Ólafs á að ekki væri nægilegt að annað skilyrðanna, sem nefnd eru í heimildarákvæðinu, séu fyrir hendi. Ekki er um það deOt að meint brot Ólafs geti varðað 10 ára fangelsi eða meira en Jón hafnar því að almannahagsmunir séu í húfi. Ólafur geti ekki snúið að fýrri iðju sinni eftir þetta mál þar sem allir, sem standi í innflutningi og sölu á Óljfur Gunnarsson, sem fíkniefnalögreglan telur vera höfuðpaurinn, í viðtali við EINTAK Ég er enginn höfuðpaur Blaðamaður EINTAKS hitti Ólaf að máli í Síðumúlafangelsinu á þriðjudaginn í hliðarherbergi við innganginn. Hann ber þess greini- leg merki að hafa setið lengi í gæsluvarðhaldi og lítur ekki vel út. „Mér líður náttúrlega mjög illa, sérstaklega eftir einangrunina sem stóð í 106 daga,“ sagði Ólafúr. „Ég veit ekki hvernig það hefði endað ef konan mín hefði ekki staðið við bakið á mér. En mér var ekki leyft að fá bréf frá henni fyrr en eftir 60 daga.“ Á meðan á samtalinu stóð var Ólafúr greinilega var um sig en sagðist finnast tími tO kominn að einhver fjölmiðill gæfi gaum að framburði hans í þessu máli. Hann vissi sem var að samtalið stæði ekki lengi yfir og var því nokkuð óðamála og mikið niðri fyrir. Hann sagði engan höfuðpaur vera í málinu heldur væri það upp- setning lögreglunnar. Með leið- andi spurningum í yfirheyrslum hefðu rannsóknarmennirnir búið til þá ímynd af honum. Slíkar rannsóknaraðferðir væru fáránleg- ar. Lögmaður fíkniefnadeildarinn- ar vissi að niðurstaða rannsóknar- innar væri röng og það sama gilti um suma rannsóknarmennina. Samt ætlaði Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar, að leggja málið þannig upp við ríkissaksóknara að hann væri höfúðpaurinn. Hann sagði Björn vera að blása málið upp sem umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefði upp á íslandi tO að geta baðað sjálfan sig í sviðsljósi fjölmiðlanna. Eftir nokkrar mínútur kom fangavörður og sleit samtalinu við Ólaf en seinna sama dag náðist símasamband við hann. „Ég er enginn höfúðpaur,“ hélt Ólafur þá áfram, „heldur er verið að draga mig inn í þetta. Ég væri ekki hérna ef ég væri höfuðpaur- inn því að þeir eru aldrei teknir. Það er erfitt fyrir mig að afsanna það sem borið er á mig því ég skipulagði þetta ekki og þekki mál- ið því ekki of vel. Ég er innvildaður í sirka 2 kíló af hassi en ég hef ekki selt eitt einasta gramm af amfet- amíni. Þetta eru mín einu tengsl við þennan svokallaða fíkniefna- hring. Þessi rannsókn er eitt stórt klúður frá A - ö og hefúr bara skil- að kaos.“ Upptökuna á heimili Vilhjálms Svans, sem er eitt helsta sönnunar- gagnið gegn Ólafi, kallaði hann leikrit og sagði að það hefði verið sett upp af Birni Halldórssyni. „Allar þessar upptökur voru til þess eins að bjarga Vilhjálmi úr skítnum. Það er ekki minnst einu orði á fíkniefni í þeim. Ég hitti V0- hjálm þennan dag vegna þess að hann var í vandræðum og ég var að segja honum hvernig hann gæti bjargað sér út úr málunum. Þeir hleruðu líka símann heima hjá mér en fengu ekkert út úr því.“ Undir kvöld á þriðjudaginn barst bréf frá Ólafi þar sem hann svaraði nokkrum spurningum EIN- TAKS um þátt hans í málinu. Ert þú höfuðpaurinn í þessu fíkniefnamáli þar sem rannsakað- ur er innflutningur á 30 kílóum af hassi og 4,9 kflóum af amfetamíni? „Nei, ef svo væri þá sæti ég ekki hér í dag.“ Ef ekki, hver þá? „í raun og veru enginn, en þeim aðilum sem hefur verið sleppt eru í raun miklu stærri en ég.“ Hvernig stendur á því að allir benda á þig? „Vegna þess að þeir hafa tæki- færi til þess eftir að hafa sammælst um það. En málið er allt öðruvísi og mun ég tjá mig um það síðar.“ Á einhverju byggir lögreglan og þau vitni, sem bendluð hafa verið við málið, þessar ásakanir _ á hverju? „Jú, þetta er allt byggt á handriti Björns Halldórssonar og öll rann- sóknin snýst um það að búa til þessa höfuðpaursímynd, sam- kvæmt því. Enda er málið orðið flókið, svo flókið að maður veit ekki hvað snýr upp eða niður.“ Hve stór er þinn hlutur í mál- inu? „Hann snýst að mestu [um] að halda utan um íjármagn, sem ég fékk lánað, en þær fjárhæðir sem um ræðir eru ekki verulegar, og engan veginn í takt við umfang þessa máls.“ Sýnir ekki upptaka sem fram fór á heimili Vilhjálms Svans þ. 31. ág- úst fram á sekt þína? „Hún sýnir ekki neitt nema að koma svansunganum undan, eins og Vilhjálmur Svan er almennt kallaður, samkvæmt fyrirfram ákveðnu handriti. Það er aldrei rætt neitt um fíkniefni.“ Vissu rannsóknarmenn að þú hefðir tekið inn svefnlyf þegar þeir yfirheyrðu þig um ferð merkta XI? „Já, þeir vissu það og þessi yfir- lestur þá nótt stóð í 6 klst.“ Hvaða áhrif hefur gæsluvarð- hald í 160 daga haft á þig andlega og líkamlega? „Mjög slæm, en ég hef fengið góðan stuðning frá konu minni, sem er einstök. Ég hefði aldrei meikað þetta án hennar, enda segja menn hvað sem er til að sleppa út úr þessu helvíti. En ég gat aldrei komist héðan þar sem ég gat aldrei játað eitthvað sem ég hef ekki gert og er því hér ennþá.“ 14 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 -jr

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.